Gríma - 01.09.1943, Side 82

Gríma - 01.09.1943, Side 82
Leirulækjar-Fúsi læknar mann. [Handrit Þorst. M. Jónssonar. Sögn Ragnars Ásgeirssonar garðyrkju- fræðings 1942.] Eins og kunnugt er, þá hafði Vigfús Jónsson á Leirulæk, sem almennt var kallaður Leirulækjar-Fúsi, orð á sér fyrir að kunna talsvert fyrir sér. Einu sinni kemur maður nokkur til Fúsa með mikinn verk í aug- um, og biður hann að lækna sig. Fúsi bregzt vel við og segist skulu gera það. Krotar hann á blað og segir manninum að binda seðilinn fyrir augun, en hann megi með engu móti taka hann frá augunum fyrr en honum sé batnað. Þakkar maðurinn Fúsa, fer að sem hann bauð honum og fór síðan brott. Líður stuttur tími, þar til verkurinn hverfur, og tekur þá maðurinn umbúðirnar frá augunum og les þá á miðanum eftir- farandi vísu: Sá cv í víti, sem þig græði, sá álíti bænirnar. Úr þér sliti augun bæði og aftur skíti i tóttirnar.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.