Bændablaðið - 07.09.2017, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017
Fjáreigendafélag Húsavíkur stóð fyrir
hrútasýningu á Mærudögum sem er
bæjarhátíð sem haldin er árlega á Húsavík
í lok júlí.
Hrúturinn Krubbur frá Fjárræktarbúinu
Grobbholti á Húsavík sigraði með miklum
yfirburðum. Í máli dómaranna kom fram að
Krubbur væri sérstaklega holdmikill hrútur
með einstaklega góð læri, malir, hrygg og
frampart.
Tveir áhorfendur voru valdir til að velja
þann hrút sem skartaði fallegasta pungnum.
Áslaug Guðmundsdóttir og Hróðný
Lund voru kallaðar upp og eftir ítarlega
skoðun völdu þær hrútinn Ask með besta
undirvöxtinn.
Alls voru sýndir sjö fallegir hrútar
og voru tveir þekktir sauðfjárbændur úr
Suður-Þingeyjarsýslu fengnir til að dæma
keppnina, þeir Sigurður Ágúst Þórarinsson
úr Skarðaborg og Guðmundur Ágúst Jónsson
úr Fagraneskoti. Sveitarstjóri Norðurþings,
Kristján Þór Magnússon, sá svo um að lýsa
því sem fram fór.
Í lok keppninnar fengu eigendur Krubbs
bikar í verðlaun. Það var ungur, áhugasamur
bóndi, Baldur Freyr Skarphéðinsson, sem
tók við verðlaunum fyrir hönd Grobbholts.
Karlakórinn Hreimur kom einnig fram
á hrútasýningunni og sungu nokkur lög,
auk þess sem konur úr handverkshópnum
Kaðlín sýndu handverk, það er íslenskar
lopapeysur. /VH
Hrútaþukl á Húsavík:
Krubbur sigraði en Askur með besta undirvöxtinn
– Fjáreigendafélag Húsavíkur stóð fyrir hrútasýningu á Mærudögum á Húsavík í lok júlí
MÆLT AF
MUNNI FRAM
E kki verður með öllu skilið við hagyrðingana sem sátu sextugsafmæli Jóhannesar á
Gunnarsstöðum í þessum þætti. En þó
er hyggilegt að hætta bráðlega enda líður
orðið óðum að sjötugsafmæli Jóa. Eitt
yrkisefnanna sem Birgir Sveinbjörnsson
lagði fyrir var svofellt: „Ef þið væruð
nauðbeygðir til vikudvalar með Jóhannesi,
hvar mynduð þið þá hugsanlega drepa
niður?“ Hjálmar Freysteinsson var
fyrstur til andsvara:
Að semja um staðinn varla vandi yrði,
en varast skyldi hreppapólitík.
Fallegast er þó í Þistilfirði
þar sem ekki sér í Krossavík.
Til skýringa vísu Hjálmars má geta þess,
að Birgir stjórnandi og kona hans Rósa eiga
sér sumarhús í Krossavík við Þistilfjörð.
Björn Ingólfsson var ekki í vafa um
staðarvalið:
Helst á sínum heimabæ
hafa vildi ég snáða
í fjárhúsunum um miðjan maí
mætti ég fá að ráða.
Ágúst í Sauðanesi taldi sér enga nauð að
dvelja samfellt í viku með Jóhannesi, en
ef svo ólíklega færi, þá óttaðist hann einn
stað öðrum frekar:
Fari að lýjast líkaminn
á lífsins áratogi,
báðir leggjumst við eflaust inn
í afeitrun á Vogi.
Óskastað og stund með Jóhannesi veittist
Pétri vandalaust að velja:
Jafnan finnst mér Jói bestur
sem játað núna skal,
við kveðskap, drykkju og kvæðalestur
í kofa á Hávarsdal.
Friðrik Steingrímsson sér staðinn svona:
Víst ég þyldi vikudvöl
vítt um byggðir dreifðar
þar sem þryti aldrei öl
og yrkingar væru leyfðar.
Þegar hér er komið þessum kveðskap frá
sextugsafmæli Jóhannesar, þá finnst mér
sem nóg sé kveðið. Það er ekki síst fyrir
það, að Jóhannes sjálfur hringdi í mig í
gær, og hafði þá samið til mín svofellda
stöku:
Þó að Árna geri gys
og gaman sé að hrekkj‘ann,
minnir orðið meira á slys
að maður skuli þekkj‘ann.
Því er sjálfhætt og rétt að kynna nýjan
liðsmann til sögunnar. Sá heitir Gunnar
Thorsteinsson, og semur jafnan undir
skáldanafninu Gunnar Veltan. Gunnar
hefur gefið út a.m.k. eina ljóðabók. Gunnar
bjó um tíma á Arnarstöðum í Eyjafirði, en
er nú búsettur í Kópavogi. Gunnar kann vel
til kveðskapar, og mun sjást til afurða hans
hér í næstu þáttum. Gunnar sendi nýverið
eina sléttubandavísu:
Sléttubanda tökum tryggð,
tryggjum landans vöku.
Réttu á standi braga byggð
byggjum andans stöku.
Og svo kemur þessi hringhenda:
Sléttubanda bragaháttur
bætir andans þrá.
Hér að vanda happadráttur
henni ei granda má.
Sem sannur sveitamaður fylgist Gunnar
vel með Evrópusambandinu og gælum
sumra stjórnmálamanna íslenskra við þann
félagsskap:
Þingheims eru þekktar slóðir,
þar eru engar breytingar.
Elta sífellt aðrar þjóðir
eins og blindir kettlingar.
185
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
Guðmundur Jónsson, Sigurður Ágúst Þórarinsson, Trausti Aðalsteinsson og Aðalsteinn Á. Baldursson. Myndir / Úr einkasafni
LÍF&STARF
Áslaug Guðmundsdóttir og Hróðný Lund.
Krubbur frá Grobbholti.
Karlakórlinn Hreimur undir stjórn Steinþórs Þráinssonar. Baldur Skarphéðinsson hampar bikar.