Bændablaðið - 07.09.2017, Page 23

Bændablaðið - 07.09.2017, Page 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Þreytuna burt MF5712SL einbeittur harðjaxl í alla ámoksturstækjavinnu. Lágnefja með einstöku útsýni og mikilli lipurð tryggir ánægjulegan vinnudag og vellíðan. Upptalning er aðeins hluti þess sem í vélunum er, hafið samband við sölumann til að fá nánari upplýsingar. Með ámoksturstækjum Helsti búnaður, Essential: Helsti búnaður, Efficient: Verð frá 9.190.000 Massey Ferguson 5712 SL Vélarnar eru ríkulega útbúnar og mikið hugað að þægindum ökumanns með þann tilgang í huga að ökumaður sé nánast óþreyttur eftir langan vinnudag. • FASTEIGNASALA NORÐURLANDS • Sala - verðmat - þjónusta • GUÐMUNDUR BJÖRNSSON löggiltur fasteigna- og skipasali662 4704 fastnord.isgummi@fastnord.is Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Ekki lengur heimavist Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi hefur verið með heimavist fyrir þá nemendur sem þess óska síðustu ár en nú bregður svo við að skólinn er ekki með neina heimavist á sínum snærum. Þessu mótmælir stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélega (SASS) sem skorar á ráðherra mennta- og menningarmála að fundin verði lausn á því ófremdarástandi sem ríkir í aðgengi nemenda að framhaldsnámi á Suðurlandi. „Upptökusvæði fram- haldsskóla á Suðurlandi er dreift og eins og staðan er nú býr hluti ung- menna á framhaldsskólaaldri við það að eiga ekki möguleika á því að nýta almenningssamgöngur til að stunda nám við framhaldsskóla á svæðinu og ekki er boðið upp á heimavist við framhaldsskóla á Suðurlandi nema einungis á Laugarvatni. Nauðsynlegt er að ríkið ráðist í viðeigandi úrbætur þannig að nemendur hafi aðgang að heimavist við alla skóla á Suðurlandi, enda mikilvægt að allir framhaldsskólanemendur á Íslandi hafi jafnt aðgengi að námi“, segir í bókun stjórnar SASS um málið. /MHH Fjölbrautaskóli Suðurlands. Þeir nemendur sem stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og búa útvega sér leiguhúsnæði á Selfossi eða næsta nágrenni með tilheyrandi kostnaði. Mynd / MHH Hestar nýta gangbraut Það er engu líkara en að hest- arnir sem sluppu nýlega út úr hestagerði á Selfossi hafi farið í umferðarskóla. Athygli vakti að þegar þeir voru að rölta yfir í eitt af hverfunum nálægt hesthúsahverfinu fóru þeir yfir gangbrautina á hraðahindrun eins og löghlýðnir „borgarar“. Hestarnir voru þó ekki frjáls- ir mjög lengi því þeim var smalað fljótlega saman og reknir aftur inn í hestagerðið. /MHH Hestar á gangbraut. Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.