Bændablaðið - 07.09.2017, Side 31

Bændablaðið - 07.09.2017, Side 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Mataráfangastaður – Færeyjar – Heimablídni: Ferðamönnum boðið til stofu Færeyingar unnu í flokk- unum „Mataráfangastaður Norðurlandanna 2017“ og öttu m.a. kappi við sjálfa Kaupmannahöfn. Siglufjörður var tilnefndur af hálfu Íslands og ríkti talsverð forvitni um þá uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Verkefni Færeyinga, Heimablídni, sem þýðir gestrisni, er samstarfsverk- efni ferðamálayfirvalda, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og yfirvalda matvæla og dýra og hefur verið starfrækt í 7 ár. Tilgangurinn var að bregðast við aukinni kröfu um staðbundna matar- og afþreyingar- upplifun á svæðum þar sem enga eða fáa veitingastaði er að finna. Heimamenn sem vilja taka þátt verða aðilar að Heimablídni og fylgja þeim kröfum sem því fylgir. Boðið er upp á heimatilbúinn mat, allt frá kaffisamsæti til fimm rétta máltíðar með vínveitingum. Aðildarfélagar þurfa ekki vín- veitingaleyfi en verða að gera gestum sínum ljóst að maturinn sé heimatilbúinn og því ekki hægt að tryggja almennar hreinlætiskröfur sem veitingastöðum er gert að upp- fylla. Álandseyjar hrepptu Emblu- verðlaun í flokknum kynn- ingarherferð/matarblaðamennska fyrir verkefnið Smakbyn. Smakbyn byrjaði árið 2012 og hefur þróast í lítið samfélag sem hverfist um árstíðarbundna fram- leiðslu, matargleði og innblástur. Í Smakbyn er veitingastaður, brugg- hús, verslanir með vörur beint frá býli og ráðstefnuhús. Einnig er boðið upp á matreiðslunámskeið og smakk. Hugmyndasmiðurinn Michael „Micke“ Björklund vinnur sem ötull talsmaður norrænnar matargerðar sem byggir á staðbundinni fram- leiðslu og neyslu. Hann er þekktur sem sjónvarpskokkur í Finnlandi og Svíþjóð og hefur skrifað fjölda matreiðslubóka um staðbundna mat- argerð og matvælaframleiðslu. Kynningarherferð / Matarblaðamennska Álandseyjar – Michael Björklund, Smakbyn: Miðla og fræða um matarmenningu Íslenski Embluhópurinn á tröppum ráðhússins í Kaupmannahöfn þar sem verðlaunaafhendingin fór fram. Tilnefndir frá Íslandi voru Friðheimar, Eldum rétt, Vakandi, Pure Natura, Saltverk, Icelandic Lamb og Siglufjörður. Mynd / Jórunn Einarsdóttir. Michael Björklund. Í Færeyjum hefur reglugerðum verið breytt svo hægt sé að selja mat í heimahúsum. Mynd / Ingrid Hofstra Finninn Thomas Snellman er bóndi sem var orðinn þreyttur á því að fá lágt verð fyrir sínar framleiðslu- vörur. Hann setti upp söluhóp á Facebook árið 2013 sem bauð neytendum að hafa milliliðalaus viðskipti við bændur og kallaði hópinn REKO. Á REKO-síðunum setja bændur eða smáframleiðendur inn upplýsingar um vörurnar sem þeir bjóða upp á. Þeir auglýsa afhendingarstað þar sem kaupendur sækja og greiða fyrir vöruna. Hugmyndin var fljót að vinda upp á sig og REKO-hópum fjölgaði ört. Þeir eru nú um 180 talsins og um 300 þús- und Finnar nýta sér þetta tengslanet til þess að kaupa vörur beint af bændum. Matarfrumkvöðull Finnland – Thomas Snellman – REKO: Milliliðalaus viðskipti með búvörur á Facebook Thomas Snellman.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.