Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 UTAN ÚR HEIMI Rússneskt gasflutningaskip varð í síðasta mánuði fyrsta flutninga- skipið til að sigla frá Evrópu til Asíu um norðausturleiðina (Northern Sea Route – NSR) án aðstoðar ísbrjóts og það á met- tíma. Skipið, sem heitir Christophe de Margerie, er í eigu rússneska félags- ins PAO Sovcomflot (SFC Group), lagði upp frá Noregi 4. ágúst full- lestað gasi í Hammerfest í Noregi og sigldi um íshafið til Boryeong í Suður-Kóreu á aðeins 19 dögum. Siglingin um sjálfa Norðurleiðina eins og hún er skilgreind norður af Síberíu tók aðeins 6 daga, 12 klukkustundir og 15 mínútur. Það er siglingaleiðin frá Zhelaniya-höfða á Novaya Zemlya til Dezhnev-höfða á Chukotka sem er austasti hluti Rússlands. Þetta eru 2.193 sjómílur eða 4.060 kílómetrar. Meðalsiglingahraði skipsins var 14 sjómílur á klukkustund þrátt fyrir þá staðreynd að á hluta leiðarinn- ar þurfti skipið að brjóta sér leið í gegnum 1,2 metra þykkan ís. Ferð skipsins var farin á um 30% styttri tíma en það hefði tekið skipið að sigla hefðbundna leið í gegn- um Miðjarðarhaf, Súesskurð, yfir Indlandshaf og Norður-Kyrrahaf að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu skipafélagsins. 80 þúsund tonn og sérstyrkt til siglinga í ís Christophe de Margerie er um margt merkilegt skip. Það er rúmlega 80 þúsund tonn (D.W.T) að stærð og sérstyrkt til siglinga í ís. Það er í raun hálfgerður ísbrjótur sem siglir undir fána Kýpur. Skipið var smíðað hjá Daewoo Shipbuilding Marine Engineering (DSME) á Geoje-eyju í Suður- Kóreu og afhent í mars 2017. Skipið er 299 metrar að lengd, 50 metrar að breidd og dýpt þess er 26,5 metrar. Mesti siglingarhraði skipsins er 19,5 sjómílur. Það var sérstaklega smíðað fyrir Sovcomflot til að sinna svokölluðu Yamal LNG verkefni sem snýst um að sinna flutningum um Karahaf og Ob-flóa allt árið um kring. Skipið var afhent eigendum sínum 27. mars 2017 eftir vel heppnaða tilraunasiglingu um Karahaf og Laptevhaf. Skipið á að geta siglt í gegnum allt að 2,1 metra þykkan ís og er flokkað sem Arc7 skip, sem er hæsti staðall sem til er fyrir flutningaskip. Afl skipsins mælist 45 megawött sem er sambærilegt og í nútíma kjarnorkuknúnum ísbrjótum. Búið einstökum finnskum skrúfubúnaði Skipið er búið þrem Azipod- skrúfum sem hannaðar eru af ABB í Finnlandi og hægt að snúa um 360 gráður. Þessar skrúfur gefa skipstjórnanda möguleika á að bakka á fullri ferð í ísstálið og virka skrúfurnar þá sem eins konar hakkavélar við að mala ísinn sem brotnar undan þunga skipsins. Eigandi skipsins, PAO Sovcomflot, eða SFC Group, sem stendur fyrir „öryggið fyrst og fremst“, eða „Safety Comes First“, er eitt af leiðandi skipafé- lögum heimsins. Það sérhæfir sig í flutningum á hráolíu og öðrum olíuvörum eins og gasi. Einnig sinnir félagið þjónustu við olíu- og gasverkefni á úthafinu. Floti fyrirtækisins samanstendur af 150 skipum með flutningsgetu upp á 13,1 milljón tonna, sam- kvæmt heimasíðu félagsins. Þar af eru 124 tankskip, 13 gasflutninga- skip (LNG), 11 sérverkefnaskip og 2 þurrvöruflutningaskip. Skipin eru flest í fullri eigu félagsins en tvö eru í kaupleigu. Sovomflot er skrásett í Pétursborg í Rússlandi og er með skrifstofur í Moskvu, Novorossiysk, Murmansk, Vladivostok, Yuzhno- Sakhalinsk, London, Limassol og Dubai. /HKr. Rússneska gasflutningaskipið Christophe de Margerie: Fyrsta flutningaskipið sem siglir án aðstoðar ísbrjóts um norðausturleiðina – Sigldi á mettíma frá Hammerfest í Noregi til Boryeong í Suður-Kóreu Verndun létt af svæði í Amazon sem er stærra en Danmörk Yfirvöld í Brasílíu hafa aflétt vernd af regnskógum Amazon af svði sem er stærra en Danmörk. Er þetta gert til að verða við óskum námafélaga, m.a. vegna leitar gulli. Umrætt svæði er 46 þúsund ferkílómetrar að stærð, en til samanburðar er Danmörk 43.094 ferkílómetrar, að því fram kemur í frétt BBC. Verndarafléttingin, sem Michel Temer forseti Brasilíu hefur lagt blessun sína yfir vegna málmleitar, er verndarsvæði sem stofnað var 1984 og er nefnt National Reserve of Copper and Associates (Renca). Brasilíski þingmaðurinn Randolfe Rodrigues segir þetta mestu árás á Amazon svæðið í 50 ár. Maurício Voivodic yfirmaður World Wildlife Fund (WWF) segir að þetta muni leiða til sprengingar í eyðingu regnskógarins. /HKr. Loftslagsaðgerðir í Kína: Stærsta fljótandi sólarorkuver heims Það gefur vísbendingar um að heimurinn fari batnandi þegar fréttir berast frá Kína um að sólarorkuver hafi risið á grunni gamallar kolanámu, eða öllu heldur að það fljóti ofan á námunni. Risastór 40 megawatta fljótandi sólarver var ræst um miðjan ágúst við borgina Huainan í austurhluta Kína. Verið flýtur á yfirborði stöðu- vatns sem myndaðist þegar stórri kolanámu, sem hætt var að þjóna tilgangi sínum, var drekkt. Í stað þess að láta námuna standa þar auða ákváðu borgaryfirvöld að nýta land- svæðið til að afla frekari orku. Kostir fljótandi sólarorkuvera munu vera margþættir. Þau leggja ekki undir sig landsvæði, sem fer þverrandi úti í heimi. Þá verða sól- arsellurnar endingarbetri vegna þess að vatnið kælir þær niður um leið og sellurnar takmarka uppgufun vatnsins og stuðlar þannig að betri vatnsforða. Nýja verið getur uppfyllt orku- þörf um 15.000 heimila á ári, sem er sex sinnum meiri framleiðsla en næststærsta fljótandi sólarver jarðar- innar, samkvæmt frétt dagblaðsins China Daily. Stærsti mengunarvaldur heims Um 40% alls útblásturs gróðurhúsa- lofttegunda kemur frá tveimur löndum, Bandaríkjunum og Kína. Það er í samræmi við kolavinnslu í heiminum, en Kína er þar stærsti framleiðandinn og notandinn. Það er einnig það land sem treystir helst á kol sem orkugjafa en nú munu vera blikur á lofti. Þannig hefur dregið verulega úr kolanotkun í landinu síðan 2013. Þá hafa yfirvöld gefið það út að þau munu fjárfesta sem nemur 361 billjón dollara í endur- nýjanlegri orku fyrir árið 2020. Kína mun hafa getu til að fram- leiða meiri sólarorku en nokkurt annað land heimsins og árið 2015 skaust það upp fyrir Þýskaland, sem stærsti framleiðandi sólarraforku í heiminum og framleiðir nú tæp 80.000 gígawött. Tvöfaldaði skuldbindingar sínar Sólarorkuverið nýja er aðeins hluti af víðtækum aðgerðum Kína til að uppfylla markmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu, ramma- samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Eftir að Bandaríkin drógu til baka þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu í júní sl., tvöfaldaði Kína skuldbindingar sínar og gaf út yfirlýsingar með öðrum þátttökuþjóðum samkomu- lagsins þess efnis til að hvetja til enn áhrifameiri loftslagsaðgerða. /ghp Mynd / VCGa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.