Bændablaðið - 07.09.2017, Síða 40

Bændablaðið - 07.09.2017, Síða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Hafrannsóknastofnun hefur birt niðurstöður úr sameiginlegum rannsóknaleiðangri Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna til að kanna magn og útbreiðslu makríls, síldar og kolmunna í Norðaustur- Atlantshafi. Er vísitala lífmassa makríls 10,3 milljón tonn sem er 13 % aukning frá síðasta ári. Yfirborðshiti sjávar 2017 mæld- ist hærri en meðaltal síðustu 20 ára. Markmið leiðangursins var að kortleggja útbreiðslu og meta lífmassa makríls, síldar og kolmunna í Norðaustur-Atlantshafi meðan á sumarætisgöngum þeirra stendur. Einnig var ástand sjáv- ar og þéttleiki átustofna metið í leiðangrinum líkt og undanfarin ár. Leiðangurinn stóð dagana 3. júlí til 4. ágúst 2017. Makríll Magn og útbreiðsla makríls á svæðinu var metin út frá afla í yfirborðstogum sem tekin voru með reglulegu millibili á um 2,8 milljón ferkílómetra hafsvæði. Vísitala makríls í lífmassa mæld- ist 10,3 milljón tonn sem er 13% aukning frá fyrra ári og hæsta vísi- tala frá því að verkefnið hófst árið 2009. Vísitala fyrir fjölda fiska var metin 24,2 milljarðar sem er 2% minnkun frá 2016, sem var hæsta gildi sem mælst hefur. Í mælingunni voru fjórir árgangar makríls mest áberandi. Árgangur 2010 sem mældist 19% af heildarfjölda einstaklinga, árgangur 2011 mældist einnig 19%. 2012 var 14% og 2014 mældist 15%. Vísitalan fyrir eins árs makríl, 2016 árgangurinn, mældist há í sögulegu samhengi og er vís- bending um áframhaldandi góða nýliðun í makrílstofninum. Makríll fannst á mest öllu rannsóknasvæðinu og náðist að staðsetja útbreiðslumörk makríls í allar áttir nema suðaustast á svæðinu, í Norðursjó og norðan Bretlandseyja. Mestur þéttleiki mældist um miðbik og á norðausturhluta Noregshafs, og við suðaustur- og vesturströnd Íslands. Þéttleiki makríls við Ísland var mestur vestan við landið, líkt og var 2016. Síld Magn og útbreiðsla norsk-íslenskrar síldar að sumarlagi var metin með bergmálsmælingum. Vísitalan fyrir lífmassa var 5,9 milljón tonn sem er 11% lækkun frá 2016. Vísitala fyrir fjölda einstaklinga hækkaði hins vegar um 2% milli ára sem skýrist af töluverðum fjölda af smærri síld í mælingunni, árgangi frá 2013, en hann var í mestum fjölda allra árganga,19%. Magnmæling er í góðu samræmi við bergmálsmælingar á stofninum í maí síðastliðnum. Útbreiðsla stofnsins var að hluta svipuð og undanfarin ár fyrir fullorðna hluta hans og er þéttleiki hans mestur norður af Færeyjum, fyrir austan og norðan Ísland. Ólíkt fyrra ári mældist hár þéttleiki einnig í Norðaustur-Noregshafi sem var mest síld úr 2013 árganginum. Kolmunni Annað árið í röð var lögð aukin áhersla á að fylgjast með útbreiðslu kolmunna og meta stærð stofnsins með bergmálsmælingum. Kolmunnavísitalan mældist 2,7 fyrir lífmassa sem er 19% lækkun frá 2016, meðan að fjöldavísitalan hækkaði um 4%. Útbreiðsla kolmunna var svipuð útbreiðslu ársins 2016. Hann fannst á mest öllu rannsóknasvæðinu nema í köldum sjó út af Austur-Grænlandi og í Austur-Íslandsstraumnum milli Íslands og Jan Mayen. Yfirborðshiti hærri en meðaltal síðustu 20 ára Yfirborðshiti sjávar mældist svipaður í júlí 2017 og sumarið 2016 á mest öllu hafssvæðinu. Eins var yfirborðshitinn 2017 um 1 til 2 °C hærri en langtímameðaltal síðustu 20 ára fyrir júlímánuð á mestum hluta austur- og norðursvæðisins. Á svæðinu milli Íslands og Grænlands var yfirborðshiti júlímánaðar hins vegar jafnan um og undir meðaltali síðustu 20 ára. Dýrasvif Vísitala fyrir magn dýrasvifs fyrir vesturhluta svæðisins, sunnan, norðan og vestan Íslands og við Grænland, var tvisvar sinnum hærri í júlí 2017 en hún var árið 2016. Hins vegar lækkaði vísitala dýrasvifs lítillega milli 2016 og 2017 á austurhluta rannsóknasvæðisins, eða í Noregshafi. /VH Hafrannsóknastofnun: Magn og útbreiðsla makríls, síldar og kolmunna í Norðaustur-Atlantshafi HLUNNINDI&VEIÐI UTAN ÚR HEIMI Frakkland undirbýr nú að ganga gegn áformum Evrópu- sambandsins um að endurnýja heimildir til notkunar á eitur- efninu glýfósati í landbúnaði um næstu áramót. Ástæðan er hversu hættulegt efnið geti verið fyrir heilsu manna. Framtíð glýfósats er því óviss, en það er virka efnið í gróðureyðing- arefninu Roundup sem framleitt er af Monsanto. Roundup er vel þekkt hérlendis þótt notkun þess í land- búnaði hafi verið sáralítil. Áhyggjur af skaðsemi glýfósats Auknar áhygg- j ur hafa verið víða um lönd út af mögu- legum skaða sem notkun á gróður- eyð ingarefnum sem innihalda glýfósat geta valdið. Frétta- stofa Reuters greindi frá því 1. september að frönsk umhverfis- málayfirvöld hafi í hyggju að greiða atkvæði gegn endurnýjun heimildar á notkun slíkra efna. Til stóð að innleiða bann við notkun þeirra í júní í fyrra en því var frestað og heimild til notkunar þeirra framlengd tímabundið. Gríðarlegir peningahagsmunir Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi bæði hvað varðar að hámarka uppskeru með því að eyða „illgresi“ á nytjajurtaökrum og augljóslega eru fjárhagslegir hagsmunir framleiðenda efnanna mjög miklir. Breskir bændur þrýsta á um áframhaldandi heimild NFU-samtök bænda í Englandi og Whales hafa lagt áherslu á að áfram verði heimilað að nota gróðureyðingarefni sem innihalda eiturefnið gýfósat. Hafa samtökin farið fram á að leyfi verði endurnýjað til 15 ára. Um 55 þúsund breskir bændur standa að NFU og telja þeir að ef bann verði sett á efni eins og Roundup, þá muni þeir ekki verða samkeppnishæfir við bændur í öðrum löndum hvað framleiðni varðar. Þykir þessi afstaða skjóta nokkuð skökku við í allri umræðu um heilsusamlega framleiðslu. Einnig mikilla upplýsinga um skaða sem efnin hafa valdið, m.a. bændum í löndum eins og Indlandi. Það vakti því töluverða athygli þegar Evrópska efnafræðistofnunin (European Chemicals Agency - ECHA) og evrópsk fæðuöryggisyfirvöld (European Food Safety Authority - Efsa), komust að þeirri niðurstöðu í fyrravor að glýfósat væri „ekki hættulegt efni“. Talað var um að þessi niðurstaða hafi verið pöntuð af yfirvöldum til að þeim væri stætt á að framlengja heimildir til notkunar efnisins. Það styður þá kenningu að alþjóðlega krabbameinsrannsóknarmiðstöð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna WHO hafði áður komist að þveröfugri niðurstöðu. Sem sagt að glúfósat væri líklega krabbameinsvaldandi. Andstæðingar notkunar þessara gróðureyðingarefna hafa farið mik- inn á netmiðlum og hvatt bændur til að rökstyðja nauðsyn þess að nota slík eiturefni. Þau segja m.a. að glýfosat eigi stóran þátt í gríðar- legri aukningu á glútenofnæmi hjá fólki og alvarlegum sjúkdómum því tengdu. Samtök bænda hafa gert mynd- band til að rökstyðja sína afstöðu. Þar lýsir Jeff Powel, bóndi og fulltrúi í NFU, því hvernig þeir úði akra sína í tvígang með eiturefninu áður en þeir sá í þá korni. Þannig seg- ist hann hafa hemil á illgresi sem kallað er „Black grass“. Hann segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef hann fái ekki heimild til að nota glýfósatið áfram. Í sama streng tekur bóndinn Anthony Aston, sem líka er fulltrúi í NFU, sem og fleiri bændur í myndbandinu. Tvísýnt um áform ESB Ljóst er að mjög vaxandi andstaða er í Evrópu við notkun hvers konar eitur- efna í landbúnaði. Eggjaskandallinn í Hollandi nýverið hefur ýtt mjög undir þá andstöðu. Það getur því orðið tví- sýnt um hvort Evrópusambandinu tekst það ætlunarverk sitt að fram- lengja heimild til notkunar á glýfósati. Líklega mun það ráðast af afstöðu Þjóðverja á Evrópuþinginu í haust. /HKr. - ESB vill áframhaldandi notkun á eitrinu glýfósati: Frakkar hyggjast ganga gegn vilja Evrópusambandsins Mynd / Genetic Literacy Project Mynd / Center for food safety Kvótinn fiskveiðiárið 2017 til 2018: Aflamark 422.786 tonn og tæplega 6.600 tonnum minna en í fyrra ári Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunar- aðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. HB Grandi og Samherji eru með stærsta kvótann. Á yfirstandandi fiskveiðiári sem hófst 1. september er úthlut- að 375.589 tonnum í þorskígildum samanborið við um 365.075 þorsk- ígildistonn á síðasta fiskveiðiári. Úthlutað aflamark er alls 422.786 tonn sem er tæplega 6.600 tonnum minna en á fyrra ári. Þorsk-, ýsu- og ufsakvótinn aukinn Úthlutun í þorski er um 203 þúsund tonn og eykst um tæp 9.000 tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn er 31.732 tonn og hækkar um 4.200 tonn og er sama aukning í ufsakvótanum. Tæplega 1.700 tonna samdráttur er í úthlutun á gullkarfa og tæplega 1.100 tonna samdráttur í djúpkarfa. Úthlutun í íslenskri sumargotssíld er 29.000 tonnum lægri en í fyrra. Alls er 2.042 þorskígildistonnum úthlutað í upp- hafi árs sem skel- og rækjubótum en það er um 500 tonnum meira en í fyrra. Sólberg ÓF fær mest Alls fá 489 skip úthlutað aflamarki að þessu sinni samanborið við 499 á fyrra fiskveiðiári. Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Sólberg ÓF 1, en það fær 9.716 þorsk- ígildistonn, eða 2,6% af úthlutuðum þorskígildum. 50 stærstu fá 87,8% af aflamarki Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 87,8% af því aflamarki sem úthlutað er og er það 1,2 prósentustigum hærri tala en í fyrra. Alls fá 372 fyrirtæki eða lög- aðilar úthlutað nú, eða um 26 aðilum færra en í fyrra. HB Grandi fær mesta úthlutun líkt og á síðasta ári. Næst kemur Samherji með 5,9% og síðan Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrir- tækja og undanfarin ár. Mest til skipa í Reykjavík Þrjár hafnir skera sig úr hvað úthlutun varðar og skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík, 12,3% af heildinni. Næstmest fer til Grindavíkur, eða 10,8%. Skip með heimahöfn í Vestmannaeyjum fá 9,9% úthlutunarinnar. Úthlutun eftir útgerðarflokkum Skuttogarar fá úthlutað rúmum 206 þúsund tonnum af heildaraflamarkinu á fiskveiðiárinu en skip með aflamark fá 165 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá tæp 51.700 tonn. Vakin er athygli á því að krókaaflamarksbátar fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít. /VH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.