Bændablaðið - 07.09.2017, Qupperneq 42

Bændablaðið - 07.09.2017, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Uppruna Bolens garðdráttar véla má rekja til 1850 og hét fyrirtækið þá í höfuðið á stofnendum þess, J.E. Gilson & H.W. Bolens Manufacturing Co., og sérhæfði sig í fram- leiðslu á járnstólum og garðverkfærum. Þrátt fyrir jafn- an og stöðugan vöxt fyrirtækisins seldi Gilson-fjölskyldan sig út úr rekstrinum árið 1919 og Bolenarnir yfirtóku rekstur þess. Nafni fyrirtækisins var ekki breytt í Bolens Manufacturing fyrr en 1939. Fjórhjóladrifinn smátraktor Skömmu eftir að Bolens tók yfir rekstur fyrirtækisins setti það á markað fyrstu vélknúnu garð- sláttuvélina og fjórhjóladrifinn smátraktor sem var um leið sláttuvél sem ökumaðurinn sat klofvega á. Uppbygging fyrirtækisins gekk vonum framar og fyrirtækið var leiðandi á markaði fyrir minni dráttarvélar, smágröfur og tæki til garðyrkju á áratugunum fyrir heimsstyrjöldina seinni. Árið 1939 færðist eignarhald á Bolens yfir til Automatic Products Co of Milwaukee. Eftir lok seinni heimsstyrj- aldarinnar keypti Food Machinery & Chemical Corp - FMC, sem er risastórt fyrirtæki í landbúnaðar- geiranum, Bolens og hélt fram- leiðslu þess áfram undir sama nafni. Busky 600 og Estade Keeper Árið 1947 setti Bolins á mark- að fjórhjóladrifinn smátraktor sem var um leið sláttuvél sem ökumaðurinn sat klofvega á. Hönnunardeild fyrir fyrirtæk- isins sat ekki auðum höndum næstu árin. Árið 1958 komu Ride-A-Matic týpurnar á mark- að og 1961 setti Bolens á markað smádráttarvél sem kallast Bolens Husky 600. Husky 600 týpan þótti skara fram úr og vera skör hærra en smátraktorar annarra fram- leiðenda. Bolens Husky var því um tíma sá smátraktor sem aðrir framleiðendur miðuðu sína fram- leiðslu við. Í framhaldinu komu svo Bolens Husky týpur 800, 900, 1000 og 1050 sem allar þóttu framúrskarandi. Tveimur árum síðar, 1963, setti svo fyrirtækið á markað aðra smádráttarvél sem kallaðist Estate Keeper og þótti ekki síður byltingarkennd. Enn eigendaskipti Áhugi á framleiðslu Bolens jókst og rekstur fyrir- tækisins undir stjórn FMC gekk glimrandi. Þrátt fyrir það var Bolens selt árið 1988 og komst í eigu Garden Way. Skömmu áður hafði Garden Way keypt fyrirtæki sem kallaðist Troy-Bilt. Smátraktorarnir frá Bolens voru áfram seldir undir heiti Bolens en allur aukabúnaður eins og sláttuvélar, ámoksturstæki, ýtublöð og snjóblásarar undir heiti Troy-Bilt. Skömmu eftir síðustu alda- mót keypti vélaframleiðandinn MTD meirihluta í Bolens. MTD er í dag einn stærsti framleiðandi smádráttarvéla og garðvinnuvéla í heiminum í dag. Lækkandi sól Þrátt fyrir að frægðarsól Bolens hafi risið hátt og fyrirtækið verið leiðandi í nýjungum á sviði tækja fyrir garðyrkju hefur sól þess sigið í heimi smátraktora eftir að MDT tók yfir reksturinn. Í dag er Bolens vörumerkið samnefnari fyrir ódýra smátraktora og sjaldséðir á markaði. /VH Bolens – smátraktorar og sláttuvélar Evrópusambandið er sakað um tvískinnung varðandi framleiðslu og notkun á ýmsum eiturefnum sem ætluð eru til notkunar í landbúnaði. Á sama tíma og ESB hefur bannað sum þessara efna af heilsufarsástæðum er haldið áfram að framleiða þau og flytja út til annarra ríkja í þúsunda tonna vís. Greint var frá þessu í breska blaðinu The Guardian 22. ágúst síðastliðinn. Þar kemur fram að innan Evrópu- sambandsins hefur verið tekin ákvörðun um að banna ýmsar gerðir svokallaðra varnar efna til notk- unar í land búnaði af heilsu fars ástæðum, en flest eru þau mjög eitruð. Þar er um að ræða ýmiss konar gróðureyðinga refni og skordýra eitur. Þó hefur ítrekað verið veittur frestur til innleiðingar á þessum ráðagerðum. Bannað í ESB-löndum en flutt út í stórum stíl Árið 2007 var bannað að nota gróð- ureyðingarefnið Paraquat innan ESB-ríkja, en þetta efni hafði þá valdið þúsundum dauðsfalla víða um heim og leitt til fjölda sjálfsmorða. Þrátt fyrir bannið hefur svissneska fyrirtækið Syngenta haldið áfram framleiðslu efnisins í verksmiðju sinni í Huddersfield í Englandi. Þaðan hafa þúsundir tonna af efninu verið seld til landa utan ESB sem yfirvöld í Evrópusambandinu hafa látið óátalið. Þar er efnið notað m.a. við ræktun matjurta. Haft er eftir Baskut Tuncak, sem er upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða eitr- aðan úrgang, að þeir sem berjist gegn notkun eiturefna fordæmi þessi vinnubrögð og saki ESB um tvöfalt siðgæði. Tunack seg- ist furðu lostinn að Evrópu sambandið skuli banna notkun á Paraquat innan sinna landamæra en flytji það svo áfram út til ríkja þar sem reglur eru ekki eins strangar. Efnarisinn Syngenta ber ábyrgð á útflutningi á um 95% af Paraquat frá Evrópu en efnið er selt undir vörumerkinu Gramoxone. Það smýgur hæglega í gegnum húð manna og hefur verið tengt við Parkinson-sjúkdóminn. Þá getur innöndun á gufum af efninu valdið alvarlegum lungnaskaða samkvæmt heimasíðu Crouse Hospital í Bandaríkjunum og valdið því sem kallað er Paraquat lungum og eyðileggingu á nýrum. Snerting við efnið er einnig mjög hættuleg. Það hefur samt m.a. verið notað af stjórnvöldum þar í landi við að eyðileggja marijúanaakra. Syngenta hefur framleitt Paraquat í verksmiðju sinni í Huddersfield í tvo áratugi. Á árinu 2014 var fyrirtækið sektað um 200.000 pund eftir að uppvíst var að meira en þrjú tonn af efninu höfðu lekið út í umhverfið eftir óhapp. Rúmlega 41 þúsund tonn seld til fátækari ríkja Frá 2015 hefur Syngenta flutt út 122.831 tonn af Paraquat frá Bretlandi. Það er að meðaltali um 41.000 tonn á ári samkvæmt tölum sem Guardina fékk hjá Swiss NGO public Eye. Nærri tveir þriðju af þessum útflutningi, eða um 62%, fór til fátækra ríkja og þar á meðal til Brasilíu, Mexíkó, Indónesíu, Gvatemala, Venesúela og Indlands. Um 35% voru flutt út til Bandaríkjanna þar sem einungis er heimilt að nota paraquat með sérstöku leyfi. Í samtali við Guardian segir talsmaður Syngenta að hann harmi óhappið í Bretlandi, en enginn hafi þó slasast og umhverfið hafi ekki boðið skaða af. Þá sagði hann að í meira en hálfa öld hafi Paraquat reynst heimsins áhrifaríkasta hjálparefnið. Það hafi hjálpað milljónum bænda til að auka framleiðni og að standa sig í samkeppninni. Þá benti hann á að efnið væri enn leyft í löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu og í Japan. /HKr. Evrópusambandið sakað um tvískinnung varðandi gróðureyðingarefni: Stórhættulegt Paraquat bannað í ESB en selt í miklu magni til annarra ríkja Maður að úða illgresiseyði á kornakur. Mynd / Wisegeek UTAN ÚR HEIMI Stærsta löglega kannabisbýli í heimi er í Bretlandi Í Kent skammt frá Kantaraborg á Bretlandseyjum er að finna stærstu löglegu kannabisræktun í heimi. Miðað við götuverð kanna- bis á Bretlandseyjum er ræktun- in metin á um milljarð íslenskra króna. Í tveimur stórum gróðurhúsum, sem eru vel falin í kyrrlátri breskri sveit, eru ríflega 80.000 kanna- bisplöntur ræktaðar undir ströngu eftirliti öryggisvarða og öryggis- myndavéla. Tólf garðyrkju- og grasafræðingar í hvítum sloppum sjá um plönturnar, vökva og mæla, á vöktum allan sólarhringinn. árleg framleiðsla í gróðurhúsunum er um 20 tonn á ári. Ræktunin, sem er á ábyrgð breska lyfjafyrirtækisins GW Pharmaceuticals, er þrisvar sinnum umfangsmeiri en stærsta ólöglega ræktun sem komist hefur upp á Bretlandseyjum. Ræktun lyfjafyrirtækisins hófst árið 1998 og síðan þá hafa um tvær milljónir kannabisplantna verið ræktaðar í gróðurhúsunum. Plönturnar eru notaðar til rannsókna á lyfjum. Lyfið sem kallast Sativex er þegar komið á markað og ætlað til að líkna fólki sem þjáist af MS og banvænu krabbameini. Unnið er að rannsóknum á nýju lyfi gegn floga- veiki, geðklofa og sykursýki. /VH Hampur til heilsu. Árleg framleiðsla gróðurhúsanna í Kent er um tuttugu tonn á ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.