Bændablaðið - 07.09.2017, Qupperneq 54

Bændablaðið - 07.09.2017, Qupperneq 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 Fyrir um ári síðan prófaði ég í stórum prufuakstri fjórhjóladrifna smárútu, eftir að hafa ekið nokkrum sinnum framhjá Bílabúð Benna og séð þar við húsið kubbslega smárútu sem er mun hærri en almennt gerist með svona bíla. Ég veit ekki af hverju, en ein- hvern veginn kemur alltaf upp í hugann smjörlíkisstykki sem búið er að skera smá klípu af þegar ég hef horft á þennan bíl. Sennilega er þó ljótt af mér að hugsa svona. Ég ákvað að fá bílinn til prufuaksturs og tók stuttan hring á Opel Movano 9 manna, beinskiptur sex gíra smárútu sem kostar 6.290.000. Hátt til lofts og rými fyrir farþega gott Að sitja í aftursætunum er þægilegt, en oft vill verða að farþegasæti eru hörð og ekkert sérstakt að sitja í þeim til lengdar, en í þessum bíl eru sætin mjúk og þægileg. Lofthæðin er rétt um 170 cm og því ágætt að athafna sig aftur í bíln- um séu menn á svipaðri hæð og ég sem er nálægt 175 cm. Hólf eru úti um allt fram í bílnum, efst fyrir aftan framrúðuna, í hurðum og undir sætunum tveim sem eru við hlið bílstjóra. Aftast er svo um eins metra svæði sem ætlað er fyrir far- angur. Afturbekkirnir, þeir tveir öftu- stu, eru auðlosanlegir og er þá bíllinn orðin að hefðbundnum sendibíl enda er burðargeta Opel Movano 838 kg. Á tómum bílnum var óþægilega mikið loft í dekkjunum Bíllinn kemur á átta strigalaga burðardekkjum (eins og flestir aðrir bílar í þessum flokki), en það sem mér fannst óvenjulegt við þennan bíl er hversu mikið loft á að vera í dekkjunum. Uppgefið loftmagn er á bilinu frá 55 psi. upp í 66 psi. Þegar ég fór að keyra bílinn fann ég að bíllinn fékk enga fjöðrun út úr dekkjunum og prófaði því að hleypa loftinu niður í 40 psi. Það var nefnilega fínt að keyra bílinn tóman með svona lítið loftmagn. Þá sagði mælaborðið mér að stoppa strax þar sem að öll dekk væru of loftlítil. Samgöngustofa bannar okkur bílablaðamönnum að keyra með farþega á óskráðum bílum sem eru á rauðum númerum. Þá er einfaldlega ekki hægt að prófa bílana undir því álagi sem þeim er ætlað út af einhverju óskiljanlegu regluverki. Eftir að hafa sett loftið aftur upp í 55 psi. kláraði ég prufuaksturinn og í hvert sinn sem ég fór í holu eða yfir hraðahindrun fann maður fyrir högginu upp í óæðri endann rétt eins og að maður væri á vörulyftara. Prufuaksturinn Hljóðið í dísilvélinni er ekki mikið inn í bílinn, en vélin er 2,3 lítra sem á að skila 145 hestöflum. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,3–6,6 lítrar á hundraðið, en ég var að eyða á bilinu 8,5 upp í 11,2 lítrum með mínu aksturslagi. Mér fannst vélin toga vel þegar kom að brekkum og tel ég að þessi bíll fari létt með kerru sem er á bilinu 2000 til 2500 kg. Á möl var bíllinn hastur og kenni ég þar mestu um hversu hart þarf að vera í dekkjunum. Á malarveginum var töluverð drulla og kom það mér á óvart hversu bíllinn sóðaði sig lítið út þrátt fyrir kubbslega lögun. Fyrirfram hafði ég gert mér upp þá skoðun að bíllinn yrði haugskítugur að aftan eftir drullupollasullið hjá mér. Á malbiki er bíllinn fínn og gott að keyra þótt heyrist aðeins veghljóð, sennilega má einnig kenna hörðum dekkjum um megnið af því hljóði. Fjölnota bíll á góðu verði Miðað við mögulegt notagildi er Opel Movano L1H1 á góðu verði og ætti að gagnast stórum fjölskyld- um, smærri fyrirtækjum, eða sem smárúta til aksturs á komandi réttar- böll. Jafnvel þótt mér finnist bíllinn hastur tómur og óhlaðinn, þá er hann eflaust betri með einhverja hleðslu eða farþega. Eini mínusinn sem ég sé við bílinn er að persónulega hefði ég viljað keyra þennan bíl á 45 psi. loftþrýstingi í dekkjunum, eða sama og ég keyri minn Benz Sprinter sem er töluvert þyngri og stærri. Plúsarnir eru mun fleiri samanber lofthæð, sæti, verð og háa setu inni í bílnum sem gefur gott útsýni í umferð og akstri. Opel Movano L1H2. Myndir / HLJ Var ánægður að sjá að þegar bíllinn var settur í gang, þá kviknuðu öll ljós allan hringinn. Þetta ætti skilyrðislaust að vera í öllum nýjum bílum sem búnir eru sjálfvirkum dagsljósabúnaði. Frekar fannst mér bíllinn hastur á hefðbundnum malarvegi. Gott rými fyrir farangur aftast. Þyngd 2.062 kg Hæð 2.307 mm Breidd 2.070 mm Lengd 5.048 mm Helstu mál og upplýsingar É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Afturbekkirnir eru þægilegir og auðvelt að fjarlægja sé þess þörf. Sé miðjusætið lagt fram við hlið bílstjóra kemur þetta fína snúanlega vinnuborð í ljós. Stórt geymsluhólf er undir farþega- sætunum við hlið bílstjóra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.