Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 25
Sundlaugin góða á Grensás.
dvaldi á heilablóðfallseiningunni 80
dagar. Einnig hefur verið gerður
samanburður á starfseminni árið 1994
og 1996. Fyrra árið tók deildin 54%
allra heilablóðfallssjúklinga sem til
sjúkrahússins leituðu, en síðara árið
var hlutdeildin 72%. Meðallegutími
sjúklinga með heiladrep styttist milli
þessara ára úr 37 dögum í 26 daga.
Árið 1994 útskrifuðust 65% sjúkling-
anna innan þriggj a vikna, en 81 % árið
1996. Árið 1994útskrifuðust89%til
sínsheima, en91,5%árið 1996. Tölur
um meðallegutíma og hlutfall
sjúklinga sem útskrifast heim eru
gjarnan notuð sem mælikvarði á
afköst og gæði þjónustunnar við heila-
blóðfallssjúklinga. Okkartölurbenda
ákveðið til að deildin hafi bætt
árangur sinn í þjónustu við þennan
sjúklingahóp. Því má bæta við að
niðurstöðutölur fyrir árið 1997 eru
algjörlega sambærilegar við tölur
ársins 1996.
Afdrif allra heilablóðfalls-
sjúklinga á SHR árin 1996 og
1997 borin saman við afdrif heila-
blóðfallssjúklinga á fjórum heila-
bóðfallsdeildum:
Gerð hefur verið heimildaleit til
að bera saman afdrif allra heila-
blóðfallssjúklinga árin 1996 og 1997
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (3/4 hlutar
á heilablóðfallseiningu endurhæfinga-
og taugadeildar, 1/4 hluti á lyflækn-
ingadeild) við niðurstöður frá erlend-
um heilablóðfallsdeildum. Upplýs-
ingar hafa fengist frá fjórum þekktum
deildum á Norðurlöndum og á Eng-
landi. Heildarfjöldi á SHR árin 1996
og 1997 var444 sjúklingar. I legunni
létust 16% sem er lægra en í erlendu
rannsóknunum (22-28%). Hjá okkur
útskrifuðust 13% á aðrar stofnanir
sem er með því lægsta sem lýst er (13-
34%). Heim útskrifuðust 71% sem
er hærra hlutfall en í erlendu rann-
sóknunum (44-62%). Hafa þarf í
huga að niðurstöðutölur af þessu tagi
eru háðar ýmsum þáttum svo sem
hverjir eru teknir til endurhæfingar,
hve auðvelt er að fá pláss á hjúkr-
unardeildum og hve mikla aðstoð er
hægt að veita fötluðu fólki úti í sam-
félaginu. Þessar niðurstöður benda til
að árangur meðferðar heilablóðfalls-
sjúklinga á SHR sé með því besta sem
gerist.
Reykjavík, 31.mars 1998
Einar Már Valdimarsson
Sérfr. í heila- og taugasjúkdómum
Heilablóðfallssjúkl. áSHR 1996 og 1997 Heilablóðfallsdeildir á Norðurlöndum
Hlutfall sjúklinga sem létust í og Englandi
legunni Hlutfall sjúklinga sem 16% 22-28%
útskrifuðust á aðrar stofnanir Hlutfall sjúklinga sem 13% 13-24%
útskrifuðust heim 71% 44-46%
Kynning
Ierli og argaþrasi daganna gleymist
margt sem þörf væri að muna eftir
og minna á. Fréttabréfið okkar fer út
til þúsunda hverju sinni eins og les-
endur eiga mæta-
velaðvita. Sextán
þúsund eru nöfnin
og rúmlega þó,
hingað komin frá
aðildarfélögum
Öryrkjabanda-
lagsins, því í upp-
hafi var svo frá
gengið að allir
skuldlausir félagar
í aðildarfélögum
okkar skyldu fá blaðið ókeypis.
Það er vissulega ærið verk að halda
utan um þessa áskrifendaskrá í góðri
samvinnu við aðildarfélögin og með
ljúfu liðsinni þeirra. Fyrst þegar þetta
kom hingað í hús var það Hallgerður
Arnórsdóttir sem gætti þessa af
trúmennsku sinni, en hún hvarf frá
okkur til annarra starfa. Þá tók við
umsjóninni Guðrún Halldórsdóttir,
ungur starfsmaður Hússjóðs, sem
hefur raunar svo ótalmargt fleira á
sinni könnu, svo oft þykir manni sem
út af muni flóa.
Guðrún sinnir hinni daglegu af-
greiðslu og símaþjónustu ásamt Guð-
ríði okkar Gísladóttur og yrði of langt
upp að telja alla þætti þess starfs.
Guðrún heldur einstaklega vel um
þessa hluti sem m.a. markast af því
hversu hverfandi endursendingar á
blaðinu eru nú um stundir. Það er líka
mjög mikils virði að afgreiðslan hér
sé svo ágætlega mönnuð sem raun ber
vitni og viðmót allt við þá sem að garði
ber svo ekki verður á betra kosið.
Þarna er einmitt um að ræða andlit
bandalags og Hússjóðs út á við gagn-
vart hinum fjölmörgu sem hingað leita
hinna margvíslegustu erinda. Þar
kemur Guðrún mætavel inn í myndina
með ljúflyndi sínu og glöðu geði.
Fyrir ritstjóra er það ómetanlegt að
að öllu sé svo grannt gætt sem Guðrún
gerir varðandi blaðið.
Og þó myndbirting væri henni
Guðrúnu okkar ekkert fagnaðarefni þá
vita nú félagar okkar sem hringja út af
blaðinu og áskrifendum þess hvernig
hún lítur út á mynd, þó viðmótið góða
komi ekki fram en því kynnast menn
siálfkrafa.
J H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDAFAGSINS
25