Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 29
á við til minni eininga. Sótt er að norrænni áfengismálastefnu úr ýms- um áttum. Hvorki hugmyndafræðin að baki velferðarinnar né bindindis- hugsjónin fá sama hljómgrunn og áður, segir Hildigunnur. Olíkir hagsmunir takast á og ekki séð hvernig núverandi stefna í áfengismálum verður aðlöguð að nýj- um og breyttum forsendum, segir hún í lokin. Gylfi Ásmundsson forstöðu- sálfræðingur ritar greinina: Breytingar á áfengisneyslu Islend- inga. Þar rekur hann breytingar á áfengisneyslu íslendinga frá 1972 byggða á mörgum neyslukönnunum á rannsóknarstofu geðdeildar Land- spítalans. Hægfara breytingar hafa orðið á hefðbundnum neysluvenjum (áður sterkt áfengi, mikið í einu en sjaldan, vinnustaðadrykkja afar sjald- gæf.) Með margskonar fróðlegum töflum og gröfum sýnir Gylfi fram á þetta. Sterkt áfengi - áður 90% af neyslu, var komið niður í 40% árið 1995 og er bjórinn þar auðvitað helsta skýring. Hlutfall áfengisneytenda hefur aukist en aukningin mest meðal kvenna. Fleira fólk drekkur í heima- húsum en áður. Gylfi segir mörgu vera ósvarað og leggur í lokin áherslu á að frekari kannanir séu gerðar með hæfilegu millibili. Unglingadrykkja og viðbrögð við henni er heiti greinar Ásu Guðmundsdóttur deildarsál- fræðings. Fyrst og síðast er ljóst að áfengisneysla unglinga hefur aukist og æ yngri unglingar neyta áfengis. Hún vekur athygli á ólíkum reglum um meðferð áfengis hér en í öðrum löndum. Vínveitingastöðum hefur fjölgað mjög og mögulegt er að eftirlit með aldursmörkum hafi slaknað. Drykkjumynstur unglinga svipað og fullorðinna t.d. helgardrykkja. Ágreiningur um nálgun telur Ása að geti valdið því að forvarnarstarf hefur ekki skilað unandi árangri, forráða- menn vilji neyta áfengis en sætti sig ekki við að unglingur taki þar þátt. Kristinn Tómasson geðlæknir skrifar greinina: Áfengissýki og aðrir geðsjúkdómar: Fjölkvillar. Sjúklingar sem eru bæði með áfengis- sýki og annan geðsjúkdóm eru taldir þjást af fjölkvillum. Forsíðumynd þemaheftisins. Hann rekur svo skilgreiningar þrjár á fjölkvillum. Algengi áfengisnotk- unar hjá geðklofasjúklingum er mjög hátt, 40%. Algengi áfengissýki meðal þunglyndissjúklinga í þjóðfélaginu er um 22%. 10% áfengis- og annarra vímuefnasjúklinga þjást einnig af kvíðasjúkdómum. Annars er stutt síðan farið var að tala um fjölkvilla á vísindalegum vettvangi. Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifar: Islensk áfengismeðferð, breyttar forsendur og aðferðir, þar leggur hann áherslu á breytingar á meðferð undanfarin ár, göngudeild- armeðferð hafi aukist. Bendir á að í Bandaríkjunum sé sjúklingum í ört vaxandi mæli beint inn á dagdeildir þar sem meðferðarprógramm tekur mið af því besta úr áfengismeð- ferðinni og geðlæknismeðferðinni. Hér er það á Flókagötu 29-31 sem áherslan er lögð á göngu - dagdeild- armeðferð á vegum áfengisskorar Landspítalans. 10-12 í einu í efra húsinu geta vistast til skamms tíma ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Hann vitnar í Matthías Jochumsson: Ojæja! Það geta ekki allir verið eins og Sankti Páll. Við brimlöðrandi brennivínsskerið er breiði vegurin háll. Segir svo: Mestu skiptir að nálgast brennivínsskerið með opnum huga en falla ekki í þá gryfju að sannleikurinn sé fundinn. A ð lokum eru svo í ritinu nokkur mæt minningarorð um Guðríði Jónsdóttur frá Seglbúðum, fyrr- verandi forstöðukonu Kleppsspítala og hélt síðan, hætt þar, heimili fyrir fyrrverandi vistmenn á Kleppsspítala sem voru á leið út í lífið, fyrsti áfanga- staðurinn þar með. Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri ritar. Geðvernd- arfélagi Islands er sómi sannur að þessu myndarlega þemahefti, sem lýsir svo vel inn í eitt mesta og alvar- legasta samfélagsvandamál okkar. Ritstjóri hefur lengi og víða á vettvangi reynt sitt til að fá hamlað gegn þessari vá og er því þeim mun hrifnari af svona vandaðri umfjöllun sem hér hefur verið gerð fátækleg grein fyrir. En þekking byggð á rannsóknum og staðreyndum er öllu mikilvægari í hinni hörðu baráttu við vágest þann sem áfengisauðvald heimsins heldur uppi öðru fremur. Hlý þökk frá ritstjóra fylgir því hér með. H.S. Hundahald Nokkur orð um hundahald. Það eru að mig grunar margir, sem ekki þora út að ganga vegna hunda sem ganga lausir. Margir hundaeig- endur ganga þannig með hund sinn að hann er laus. Þeir athuga ekki að til er fólk, sem er þannig máttlaust að ef hundur rækist utan í það, þá félli viðkomandi um koll og það gæti tekið þann sama langan tíma að komast á fætur aftur. Ég vil því hvetja hundaeigendur til þess að hafa hunda sína ávallt í bandi. Ólöf S. Eysteinsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.