Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 32
Eini hjólastóllinn á Norðurlandi árið 1956 var eins og maður sér í gömlum breskum kvikmyndum. Fornmaðurinn og Sjálfsbjargarhugsjónin Þarna stóð ég uppi á tréfótum með konu og barn. Aður hafði ég verið frekar óráðinn, hvort ég ætti að verða bóndi, smiður eða sjómaður. Trúlega væri ég sjómaður, ef höggið hefði ekki komið, sjóinn hef ég alltaf elskað. Eg var aðeins búinn að vera nokkra daga heima, þegar ég rek augun í eftirfarandi auglýsingu í Morgun- blaðinu: “Nemandi óskast í gull- smíði”, og hringi strax. Þetta var Hall- dór á Skólavörðustígnum, hestamaður og Skagfirðingur. “Dóri gull” eins og vinir hans kalla hann, var fljótur að taka ákvarðanir, en ekki fljótfær. Hann kemur og sækir mig. Verkstæð- ið var á annarri hæð, 20 tröppur og ekkert handrið, en upp komst ég. Halldór setur mig í stól við borð, og ég var byrjaður. Allt þetta gerist á minna en klukkutíma, frá því ég hringdi og þar til ég hóf nám í gull-smíði. Hjá Halldóri var ég í sex ár. Þá byrjaði ég með eigin vinnustofu og verslun í gömlu húsi að Hverfisgötu 16a, og var þar í 33 ár”. Sigmar er ekki fyrir að barma sér, - en var aldrei uppgjöf í honum? “Eigi skal haltur ganga á meðan báðir fætur eru jafnlangir. Það vill svo til með mig, að báðir þessir stúfar mínir eru jafnlangir. Það bjargar dálitlu að vera fornmaður í sér”. Segðu okkur aðeins, hvernig það er að vera fornmaður í sér? “Að vera fornmaður í sér er t.d. að láta ekki deyfa sig hjá tannlækni, en halda fast í stólbríkur og hugsa um fornhetjuna Egil Skallagrímsson”. Sigmar sýnist niðursokkinn í að teikna hjólastólinn, - hendurnar starfa sjálfstætt á meðan hugsunin er á flugi. “Alltaf verið að minna mann á Egilsölið. Aldrei friður til að gleyma þeim manni sem sigldi 2-3 sinnum á árabáti til Miðjarðarhafsins. Ein- hverjum Majorka-faranum hefði þótt það gott! Eg hef líka heyrt sögur af sveita- köllum sem reru til fiskjar eins og ekkert væri, þótt þeir hefðu orðið fyrir líkamlegum áföllum. Alltaf til svo- leiðis karlar. í Fóstbræðrasögu hékk Þorgeir á hvönn í berginu og kallaði ekki á hjálp, enginn mátti vita að hann væri í nauðum staddur. Svona sögur auka mér ásmegin! Sjálfsbjörg hjálpaði mér líka mikið. Um sama leyti og ég er að stíga fyrstu skrefin á tréfótum, verða elstu félögin til og eru fertug á þessu ári. Eg kynntist Sjálfsbjargarfélaginu fyrst í gömlum herbragga - og fór á kaf í félagsstarfið, var lengi gjaldkeri og formaður skemmtinefndar. Þá var kraftur í starfinu, eldhugur og fjör. Nú er búið að leysa verkefnin, félagið komið á fastan grundvöll, sjónvarpið farið að skemmta fólkinu, og ég orð- inn saddur af fundasetum. Líka kom- ið svo mikið af nýju fólki. Heimurinn erfullur affólki”. Gullsmíðafélagið á mikið í Sig- mari, en þar var hann formaður og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. “Það er gott félag með 80-90 manns, helmingi færri en í prestafélaginu”. Sigmar fékk Fálkaorðuna í fyrra fyrir félagsstörf, en ekki síður fyrir hvernig hann yfirvann fötlun sína og tókst á við lífið eins og ófatlaður maður. - Jók orðuveitingin þér ásmegin? “Allt sem er jákvætt gefur manni kraft. Hún kom mikið á óvart, fannst ég alls ekki eiga hana skilið. Fóstra mín var að deyja á Þórshöfn um sama leyti. Bréfið frá forsetaritara beið mín í forstofunni, þegar við komum heim úr jarðarförinni”. Heimspekipælingar og safnhlutir Oft verða stærstu áföllin til að leiða fram hið besta í mönnunum. Skyldi Sigmar Maríusson hafa skapað þetta sérstæða andrúm í kringum sig, ef forlögin hefðu ekki gripið í taumana, heft hann til gangs, og veitt honum jafnvel þyngri högg? Friður er yfir gömlu alþýðuverk- færunum, hendurnar horfnar sem handléku þau. Helgiblær yfir listmun- unum sem vekja upp eilífa leit manns- ins. Sigmarsafnaðifleiru. Ámiðbæj- arárunum laðaði hann til sín sérstæða persónuleika í heimspekipælingum. “Menntasetrið á Hverfisgötunni” var vinnustofan kölluð. Svo vinsælt var kaffið hjá Sigmari, að sagt er að dregið hafi úr aðsókn nærliggjandi kaffihúsa. “Stefán frá Möðrudal stóð upp úr þeim öllum”, segir Sigmar, “hann kom þrisvar á dag í þrjá áratugi, hvað 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.