Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 40
/
Berglind Hanna Olafsdóttir ritari:
HEILAGENGIÐ
Að ósk ritstjóra set ég hér örfáar
hugleiðingar og upplýsingar á
blað um þennan sjálfsstyrktarhóp
okkar og þykir
vænt um við-
brögð ritstjóra.
Meðgöngutími
hópsins var u.þ.b.
9 mánuðir og
erum við því enn
dálítið óþroskuð.
Við höfum hist
reglulega í hverri
viku síðan 10.
marz sl. að undan-
skilinni vikunni fyrir páska.
Hópurinn samanstendur af skóla-
systkinum úr Hringsjá, starfsþjálfun
fatlaðra, sem fengið hafa höfuðáverka
ýmiss konar. Auk þess er með okkur
félagi, sem María sérkennari í Hring-
sjá hefur verið að kenna en María
hefur verið okkur innan handar.
Okkar sameiginlega markmið er
að kynnast fyrst hvert öðru vel og fá
til okkar ýmsa sérfræðinga til að miðla
okkur þekkingu á höfuðáverkum og
þeirra sjónarhorni til slíkra sjálfs-
styrktarhópa.
En slíkir hópar eru nauðsynlegir
þar eð uppbygging eftir höfuðáverka
getur verið dálítið snúin því okkur
þykir sem “kerfið” sé ómeðvitað um
þarfir okkar til uppbyggingar, nema
ef um mikinn höfuðskaða er að ræða.
“Meðal”-höfuðskaðaðir þurfa að
"bjarga” sér sjálfir að flestu leyti, sem
oft getur leitt til niðurbrots einstakl-
Sjálfsstyrktarhópur I
ings því margir þola ekki álagið eftir
slíkt slys og þurfa talsvert meiri
stuðningeníboðiernú. Einnigþurfa
fjölskyldur þeirra stuðning sem ekki
er fyrir hendi í formi áfallahjálpar, en
það er nú enn ekki á okkar dagskrá
að mynda fjölskyldudeild, hvað sem
síðar verður.
Við höfðum samband við tvo
sænska einstaklinga sem unnið hafa
að sjálfsstyrktarhópamyndun um alla
Svíþjóð. Aðalstöðvar þeirra eru í
Stokkhólmi undir hatti sænska
Öryrkjabandalagsins. Þau hafastofn-
að margar “grúppur” um alla Svíþjóð
-”grúppur” með allt að 8-10 einstakl-
ingum sem hittast reglulega og
hjálpast að við að styrkja hvert annað,
leiðbeina hvert öðru í gegnum kerfið
og miðla upplýsingum um reynslu
sína, vera hvert öðru til uppörvunar.
Hópamir hittast gjarnan í heimahús-
um, því það er minnstur kostnaður
fyrir sjúklingana.
Af því við erum nú enn að leita
fyrir okkur fórum við þess á leit
við þá sænsku að þeir kæmu okkur á
sporið og óskuðum eftir að vera eins
konar deild út úr þeirra félagi, þau
gætu eflaust hjálpað okkur, stytt okkur
leið, svo við gætum myndað fleiri
hópa hér t.d. Enn erum við lokaður
hópur meðan við erum að finna okkur
farveg. Nú þegar eftir þessa vikulegu
fundi höfum við kynnst nokkuð vel
sem er undirstaða þess að við getum
styrkt hvert annað. Vonandi tekst okk-
ur vel til með eigin uppbyggingu svo
við getum farið að miðla til annarra
hérlendis með svipaða fortíð og við.
Við erum sammála um að svona
hópur hefði getað hjálpað okkur fyrst
eftir okkar höfuðáverka, en þá reyndi
mikið á fjölskyldur okkar með þau
vandamál sem upp komu í kjölfarið
s.s. verki, hvar voru bestu sérfræðing-
arnir, kerfið lokað og sjúklingar ekki
í stakk búnir til að ráða fram úr þessu
nema með góðum stuðningi. Þar
kæmi einmitt til aðstoðar sjálfsstyrkt-
arhópur - með reynslumiklum ein-
staklingum. Þess má geta að sænsku
aðilarnir tóku vel undir óskir okkar
og sendu upplýsingar um hæl með ósk
um áframhaldandi samband, svo ljóst
er að við erum á góðri leið.
Erfitt er að sjá á þessari stundu
hvenær þessi fyrsti hópur verður
í stakk búinn að geta hafið störf út á
við og með hvaða hætti er hægt að ná
til þess fólks sem óskar eftir að njóta
stuðnings fólks með svipaða reynslu
og jafnvel betri skilning en vinir og
nánustu aðstandendur geta veitt, þrátt
fyrir góðan vilja. Oft missir sjúkling-
urinn samúð þjóðfélagsins og þá
gjarnan vina og fjölskyldu eftir því
sem tíminn líður. Lífsreynsla þeirra
sjálfra er fengið hafa áverkann gæti
þá helzt hjálpað þegar skilning
aðstandenda þrýtur.
Berglind Hanna Olafsdóttir
Berglind
Hanna
Ólafsdóttir
Hlerað í hornum
Maður einn bjó á annarri hæð í fjöl-
býlishúsi. Hann var stressaður vel og
funabráður. M.a. hafði hann það fyrir
sið þegar hann fór úr skónum á kvöld-
in að hann grýtti þeim hvorum á eftir
öðrum í gólfið með tilheyrandi orð-
bragði. Að lokum gekk þetta svo langt
að húsbóndinn á næstu hæð fyrir neð-
an kom upp og kvartaði. Sá stressaði
lofaði bót og betrun. Svo var það
nokkru seinna að hann var óvenjulega
illa fyrirkallaður og grýtti skó sínum
af fullu afli í gólfið, en mundi þá jafn-
harðan eftir loforði sínu og setti hinn
skóinn varlega frá sér. Klukkutíma
seinna var hann vakinn við að barið
var að dyrum og frammi stóð sá á
neðri hæðinni og bar sig illa:
“Heyrðu, heldurðu að þú vildir ekki
grýta hinum skónum í gólfið svo við
hjónin getum farið að sofa.”
***
Ung hjón fóru til Afríku og dvöldust
þarumskeið. Þegar móðir stúlkunnar
frétti af komu barnabarns í heiminn,
andvarpaði hún og sagði svo: “Það
segir ekkert af því í bréfinu hvort
barnið sé svart.”
Maður einn gekk um kirkjugarð og
kom þar að legsteini sem letrað var á:
Hér hvílir öndvegismaðurinn og
lögfræðingurinn Jón Jónsson. Þá varð
manninum að orði: “Ekki hefði ég
trúað því að tveir menn gætu legið í
svo lítilli gröf.”
Það var á Laugaveginum. Tvær jafn-
öldrur sem ekki höfðu hist óralengi
mættustþarogönnursagði: “Eghefði
nú bara aldrei þekkt þig aftur eins og
þúhefurelst”. Þásagðihin: “Eghefði
nú heldur ekki þekkt þig nema bara
af kápunni.”
40