Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 47
í Ási - Þór og Árni Sævar merkja blöð en Arnar púlar við pökkunarvélina. Styrktarfélag vangefinna A Sótt heim á Amildum maídegi lögðum við þrjú leið okkar til Styrkt- arfélags vangefinna: Hauk- ur formaður, Ásgerður framkvæmda- stjóri og undirritaður. Þar tóku á móti okkur og veittu allar upplýsingar af ljúfri liðsemd, formaðurinn Hafliði Hjartarson sem einnig er gjaldkeri bandalagsins og framkvæmdastjórinn Kristján Sigur- mundsson sem hér er kynntur sérstak- lega. Höfuðstöðvamar em í Skipholti 50c, á þriðju hæð þar, allt afar smekk- legt og hlýlegt um leið og góður andi styrks og gefandi starfs mætti okkur. Tilefni heimsóknar var að fá að fræðast en einnig í því skyni að geta um leið minnt á merkisár í sögu fé- lagsins sem einmitt nú er 40 ára. Aðeins verður á stóm stiklað hér enda greint glögglega frá félaginu áður og hinni blómlegu starfsemi þess, auk þess sem veglegu afmælisriti eru gerð skýr skil hér í þessu blaði. Það dylst engum að Styrktarfélag vangefinna er stórveldi á margan máta, í rekstri hinna hollustu mála þó fyrst og síðast. Félagsmenn nú eru um 1000 - ævifélagar 100 - en stofnfundinn sátu 120 manns 23. marz 1958. Fyrsta átakið var Styrktarsjóður afmælisári vangefinna sem fjármagnaður var með gjaldi af öli og gosdrykkjum og þar um sett lög frá Alþingi. Við stofnun félagsins var þjónusta við vangefna nánast engin utan þeirra þriggja sólarhringsstofnana sem þá hýstu um 115 einstaklinga. Nú í dag stendur Styrktarfélagið fyrir einstak- lega öflugu starfi svo víða og sem tekur til flestra þátta mannlegs lífs. Hér verður minnt á meginhluta hins sýnilega starfs. Dagheim- ilið Lyngás er elzt (1961), þar eru 45- 46 börn og unglingar í dagvistun. Hæfingarstöðin Bjarkarás, starfs- þjálfunarheimili fyrir fatlaða unglinga frá 17 ára aldri (1971). Skipt í fimm deildir en þar dvelja að jafnaði 40-50 einstaklingar. Þjálfunarstofnunin Lækjarás (1981), 5 deildir einnig þar, ætluð fötluðum einstaklingum frá 17 ára aldri. Dagdeild rekin í tengslum við Lækjarás. Um 35 einstaklingar njóta þar þjónustu. Vinnustofan Ás (1981) skapar vinnuaðstöðu fyrir fólk frá um 20 ára aldri. Verkefni og vinnutími sniðin að þörfum fólks og getu, framleiðslustörf og pökkun. Um 40 starfsmenn þar. Sambýli félagsins eru 7 að tölu og á þeim heimilum dvelja nú 38 einstakl- ingar. í eigu félagsins eru sambýlin við: Auðarstræti, Háteigsveg og Víðihlíð - tvö en Hússjóður ÖBI á þrjú við: Blesugróf, Barðavog og Láland. Verndaðar íbúðir eru samtals 18 vítt um borg þar sem 28 búa og er veitt aðstoð starfsmanna félagsins. 5 þess- ara íbúða á félagið sjálft, 6 eiga íbúar sjálfir, Hússjóður ÖBI á 6 og Hús- byggingarsj. Þroskahjálpar á eina. Skammtímavistun er á tveim stöð- um, í Víðihlíð 9 og í Hólabergi 86. essi fátæka upptalning segir svo sem lítið um það margþætta, mæta starf sem þarna er svo víða á vettvangi rækt afburðavel, en um- fangið sézt einnig á fjárlagatölu Styrktarfélags vangefinna fyrir yfir- standandi ár sem er 258 millj.kr. og ekki síður sézt þetta ef á það er minnt að þarna eru um 200 starfsmenn á bak við í 160 - 170 stöðugildum. í ágætu spjalli við þá félaga kom fjölmargt fram sem of langt yrði upp að telja hér. Þeir sögðu t.d. að rekstrarfé væri af mjög skornum skammti og gengi erfiðlega að fá fram sjálfsögðustu leiðréttingar. Ríkisvald- ið tæki því miður ekki tillit til auk- innar þyngdar og umönnunarþarfar í kjölfarið svo augljóslega sem fyrir öllu því hefði verið gerð grein. Þeim þætti hart að aukning í þjónustuþátt- um sem víða væri bráðbrýn fengist ekki viðurkennd og félagið hefði þá engin ráð önnur en greiða fyrir sjálft svo skjólstæðingar fengju réttmætrar þjónustu notið. Þeir minntu eðlilega á makalausa afgreiðslu Framkvæmdasjóðs fatlaðra á sjálfsögðum beiðnum félagsins, af 350 millj.kr. úthlutun nú fengi félagið aðeins 3 millj.kr. eða ekki einu sinni 1/100 og þá eingöngu í viðhald, ekkert til nýframkvæmda. Meðferðin á félaginu þar væri einstaklega slæm með tilliti til verkaefnagnægðar og gat undirritaður tekið undir það, hafandi svo oft á þeim vettvangi gagnrýnt rýr- an hlut félaga ÖBÍ í úthlutun Fram- kvæmdasjóðs. Þeir minntu á hina vaxandi sambýlisþörf sem væri fyrir börn og ekki væri unnt að mæta nægjanlega, þrátt fyrir að félagið nýtti fjármuni sína til hins ítrasta. Þeir greindu m.a. frá sjúkraþjálfun í SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.