Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Page 50
• f B RENNIDEPLI Stundum heyrist því haldið fram að Öryrkjabandalag íslands eigi eingöngu að beita sér að hinum stóru, bráðbrýnu baráttumálum sem þá varða hag og heill öryrkja almennt, alls fjöldans. Vissulega má aldrei missa sjónar á meginmarkmiðinu að rétta svo hag öryrkja að þeir fái lifað mannsæmandi lífi án þess að þurfa að velta hverri krónu milli handa sér, án þess að bera dag hvern í brjósti nagandi kvíða út af afkomu morgundagsins. Að þessu er stöðugt unnið og fylgzt með færi hverju til lagfæringa og leiðréttinga. Þannig brá bandalagið við hart á árinu 1995 þegar kjarasamningar nýir gengu í gildi - krónu- tölusamningarnir svokölluðu þar sem aðaláherzlan var á hækkun lægstu launa og stjómvöld ákváðu prósentuhækkun á bætur almanna- trygginga allfjarri þeirri sem við töld- um að hefði átt að samsvara krónutölu- hækkuninni. Ekki fer milli mála til launaþró- unar litið á þessum tíma 1995 og 1996 að við höfðum rétt fyrir okkur. Þetta mál var hvarvetna tekið upp þar sem líklegt var að árangri kynni að skila: við ráðuneyti og ráðherra tvo, á Alþingi og þegar allt þraut var málinu skotið til Umboðsmanns Alþingis þar sem það mál á nú 26 mánaða afmæli þegar þetta er ritað. Virkt samband við launþegasamtökin í landinu, sem upp var tekið í kjölfar umgetinna atburða skilaði þó þeim ávinningi sem óneitanlega varð við gerð kjarasamn- inganna 1997, þó þar hafi stjórnvöld svo í lokin ákveðið af alkunnri rausn að öryrkjar skyldu settir skör lægra en lægstlaunaða fólkið í landinu. Og nú er svo framundan mikið átak í kjaramálum sem vonandi fær farsæl- um árangri skilað til framtíðar. En hin svokölluðu smærri mál mega heldur aldrei gleymast, þau geta verið svo stór og svo til- finnanleg hjá svo mörgum og þá er alltafhæpiðaðkallaþausmá. Tökum sem dæmi mál varðandi það fólk sem dvelst á heimilum eða stofnunum og nýtur svokallaðra vasapeninga, sem eru hrein smán eða þá verður að hlíta fjárhag stofnunarinnar um öll hjálpartæki utan hjólastóla. Leiðrétting þama myndi ekki kosta ríkissjóð stórar fúlgur, aðeins brot raunar af sendiherrabústöðum erlend- is sem ljúflega renna í gegnum fjár- lögin. Þessum málum má aldrei og á aldrei að gleyma, svo þýðingarmikil sem þau eru fyrir þá sem þau varða. En síðan koma öll einstaklings- málin sem hundruðum saman fá hér afgreiðslu á hverju ári, ýmist hjá föstum starfsmönnum bandalagsins eða lögfræðingnum sem hér vinnur að svo mörgum málum í viku hverri. Sumir tala um öll svona mál af tak- markaðri virðingu, “fyrirgreiðslu- pólitík” hefur löngum verið notað sem eins konar skammaryrði þó mál hafi að yfirgnæfandi hluta verið í því fólgin að rétta hlut fólks, beina því á réttan veg, fá eðlilega og sjálfsagða leiðréttingu hvers konar ranginda, veita fólki aðstoð hvers konar sem því er einfaldlega nauðsynleg til að ná fram málum sínum. Svo lengi sem ekki er á annarra hlut gengið er þessi fyrirgreiðsla sjálfsögð þjónusta bandalags eins og okkar, þar sem svo margir eiga undir högg að sækja. Ég fullyrði hér að einhver ánægjulegasti hluti starfa minna hér felst og hefur falizt í slíkri fyrirgreiðslu og það sama átti við um þann vettvang þingsins sem áður var starfað á. Ég fullyrði einnig að í ótal tilvikum hefur slfk fyrirgreiðsla skipt sköpum fyrir viðkomandi í erfiðri stöðu og þá er ekki til einskis að unnið. Sú þjónusta bandalagsins sem látin er í té öryrkjum að kostnaðar- lausu hjá lögfræðingi Öryrkjabanda- lagsins á hverjum miðvikudags- morgni hefur aldrei farið hátt en er þeim mun dýrmætari svo mörgum sem hingað sækja. Fyrirokkurer hér störfum dag hvern skiptir það miklu máli að geta vísað málum sem augljóslega eru á sviði lögfræðings yfir til Jóhannesar Alberts sem fylgir málum eftir svo sem færter. Þaueruorðin ótrúlega mörg málin sem lögfræðingar Öryrkjabandalagsins hafa leyst fyrir okkar fólk: Halldór Sveinn Rafnar, Jóhann Pétur Sveinsson og nú Jóhannes Albert Sævarsson hafa hér skilað mörgum málum heilum í höfn eða svo á veg að eftirleikur hefur auðveldari orðið. Það hefði sannarlega verið þess virði að gera því betri skil en gert hefur verið. Margir munu segja að þrátt fyrir þeirra störf og okkar séu alltaf fleiri mál óleyst en leyst og engum hygg ég sé þetta ljósara en undirrituðum. í hvert skipti sem réttlætismál hvers einstaks nær fram að ganga verður honum hugsað til allra hinna sem í svipuðum sporum eru úti í þjóðfélag- inu og sá sem leiðréttinguna fékk. Á hitt má þá benda að auðvitað verða menn að bera sig eftir björginni, hún 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.