Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 3. TÖLUBLAÐ 11. ÁRGANGUR 1998 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HELGI SELJAN Umbrot og útlit: Fjóla Guðmundsdóttir. Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Forsíðumynd: Islenzk og ungversk í úðanum frá Goðafossi. Frá ritstjóra að húmar að og haustar í náttúrunni, fjöllin fá á sig blæ haustsins, skarta æ oftar hinum hvíta lit vetrarins, marglit haustlaufin leika feigðardans sinn við fætur manns í fyrstu næðingunum. En inni er hlýtt og bjart og í hugarranni er sú vissan helst að hringrás tímans og árstíðanna heldur sinn veg og hver tíð á sína töfra og þá þarf að nema, þeirra á að njóta. Haustannir áður fyrr voru aðeins á einn veg, tengdust í raun döprum tíðindum með dauðablæ og enn er svo í sveitum. En á félagslega sviðinu verður sú gleðilega breyting að allt vaknar á ný eftir sumardoðann, þegar hlé varð á ýmsu sem haustsins beið svo. Framundan eru fundahöld tíð, félagsstarfsemin færist í fjörugra horf og verkefnin víða á fleti fyrir og að þeim unnið svo víða á vettvangi. Á hinum félagslega vettvangi okkar fer allt í fullan gang, þar bíða viðfangsefnin verðug til úrlausnar eða umbóta. Hér í ranni Öryrkjabandalagsins mun allt starf óneitanlega markast að meginhluta af kjaramálum, kosningar eru að vori og ekki seinna vænna að valdamenn taki sig til og rétti hlut þeirra sem harðast verða úti mitt í öllu góðærinu. Það getur ekki verið ætlunin að láta það góðæri ganga svo hjá garði lífeyrisþega sem það hefur gert, en það eru líka síðustu forvöð að snúa þeirri þróun við, að þeir dragist svo mjög aftur úr öðrum þjóðfélagsþegnum í lífskjörum og lífsaðstæðum öllum. Verkaglöð skulum við því til vetrarins líta með von um að það vori ekki bara í náttúrunni þegar þar að kemur heldur einnig á kjara- sviði öryrkja. Nú á einmitt að vera lag. H.S. Helgi Seljan EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra............................2 Gigtarskömmin............................3 Námssjóður Sigríðar......................4 Réttarstaða fatlaðra.....................5 Hlerað ..5,15,17, 20, 23, 29, 31, 35, 39, 49 Tekist á um skerðingarákvæði............ 6 Trúnaðarmenn Blindrafélagsins............9 Nokkur kjarnakorn........................9 Utsýni eykur lífskraft..................10 Kveðjur til ljóðskálda..................15 Ur fórum Friðgeirs......................16 Formenn aðildarfélaga ÖBÍ...............17 Vinarkveðja.............................17 Af vettvangi heyrnarlausra..............18 Vinnusamningar öryrkja..................19 Ógleymanlegur Jóti......................20 Vinur í grennd..........................20 Úr ársskýrslu FR........................21 Frá 29. þingi Sjálfsbjargar.............22 Kraftaverk Námssjóðs Sigríðar...........23 Goðsögnin um íslenska velferðarkerfið... 24 Auglýst eftir góðærinu................26 Stærsti sigurinn......................28 Ferð Sjálfsbjargarheimilismanna.......30 Um Bobath námskeið....................32 Unaðsreitur við Elliðavatn............33 Berklaveiki á hverfanda hveli.........34 Ævintýrið.............................34 Gátur frá Elínu Þorbjarnardóttur......35 Sjö pund af sannleika.................36 Bæklingur um táknmálstúlkun...........37 Kynning framkvæmdastjóra..............38 Hraðar hendur.........................39 Svör við gátum........................39 Endurminningar sem merluðu............40 Svolítil gamanmál.....................41 Minning Einar Aðalsteinsson...........42 Norrænar viðmiðunarreglur.............43 Af afmælum SÍBS og NHL................44 Sumarnámskeið.........................46 I draumi er hann aldrei...............47 í brennidepli.........................50 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.