Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 12
komast í bæinn eins og gengur og alltaf gat Oddur bætt í jeppann. Gárungarnir sögðu, að eitt sinn hafi þeir talið ellefu manns koma út úr jeppa Odds! Oddi tókst að fá deild úr Iðnskól- anum á Reykjalund til að búa unga vistmenn undir lífið. Eg innritaði mig og lauk tveimur bekkjum í bólstrun. Þegar ég gekk svo út í lífið var hálfgerð kreppa í landinu og enginn vildi taka mig á samning í faginu. Eg fór að hugsa mitt ráð. A Reykjalundarárunum hafði ég horft á öll gróðurhúsin í landi Reykja - og einhver hafði hvíslað að mér, að hægt væri að vinna fyrir sér á Garð- yrkjuskóla ríkisins. I vandræðum mínum leitaði ég til Odds, sem var fljótur að taka undir þetta, sagðist þekkja Unnstein Ólafsson skóla- stjóra. A Garðyrkjuskólann var ég kominn vorið 1951 - með hjálp Odds. Það var gott að ganga út í lífið undir handleiðslu Odds Ólafssonar. Maður var stoltur af Reykjalundi og starfinu þar. Þegar ég var byrjaður í blóm- unum, kom áhugafólk um blómarækt til okkar hjóna frá Astralíu. Einn þeirra, Sidney yfirlæknir í Mel- boume, var stórorður um ágæti end- urhæfingar í Astralíu. Mig langaði til að sýna honum Reykjalund og hringdi því í Odd. Oddur var upp- tekinn, en gerði þetta samt. Sidney talaði sleitulaust um sín mál, Oddur sagði lítið, en eftir því sem á heim- sóknina leið fór að sljákka í Sidney þar til hann sagði: “Við eigum ekkert svona í Astralíu.” Þá var tilganginum náð hjá mér! Rósarœkt í Hveragerði og New York Garðyrkjuskólinn var tveggja ára skóli. Fyrra sumarið vann ég í gróðrarstöð skólans, skar rósir og vökvaði fræplöntur hið síðara. Mikið úrval kennara hafði flutt með sér hið besta í garðyrkju- menningu heimsins frá Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þótt frábært væri að læra í skólanum, þá var með garðyrkjuna eins og bólstr- unina, ég vissi ekkert hvað við tæki, en mér var rétt hjálparhönd eins og oft áður. Óli Valur Hansson, sem var í framhaldsnámi við Comell háskóla í Iþöku í New York ríki, útvegaði okkur Sverri Vilhjálmssyni úr Garð- yrkjuskólanum vinnu við gróðrarstöð þar í bæ. Atvinnuleyfið var til eins árs. New-York-garðyrkjubóndinn var stór í laukarækt, keypti á hverju hausti eina milljón túlípanalauka. Hann þekkti vel Dr. Kenneth Post, yfirmann blómadeildar Cornell háskóla, sem var þá með þeim fremstu í heiminum í blómarækt og kom okkur í aukatíma til hans. Eg komst líka inn í kvöldskóla fyrir innflytjendur og lærði þar mikið í ensku. Nú, maður var alltaf með eyrun opin fyrir meiri menntun og einhversstaðar frétti ég af áætlun Bandaríkjastjórnar fyrir hermenn sem misst höfðu af námi á stríðs- ámnum. Fyrirvelvilja vinnuveitanda og Dr. Post var mér komið inn á þessa áætlun. Eg fékk vegabréfsáritun annað ár og námslán með góðra mannahjálp. Strákurinn undan Jökli var kominn í bandarískan háskóla með íslenskt farskólapróf í far- teskinu! Væntingar voru miklar og stíft var lesið. Niðurstaðan var 84 af 100 mögulegum, en framhald var von- laust. Engir peningar til viðbótar hugsanlegum námslánum, og nýja vegabréfsáritun þurfti að sækja heim. Eftir tveggja ára dvöl kom ég heim með Tröllafossi 7. júlí 1955. Engin vinna framundan, og menntunin að sumu leyti lakari en engin til að fá vinnu.” Berklasjúklingur í 11 ár Þótt vinnan væri ótraust, var ævifélaginn traustur sem heima beið. Ótrúlegt að konan, sem bíður hér upp á ljúffengar rjómapönnukökur með heimalagaðri rifs-, bláberja- og hrútaberjasultu, hafi barist við berkla og gigt um ótalin ár. Svo vel lítur hún út, Sigrún Arnadóttir, eiginkona Sveins. “Við kynntumst á Reykjalundi,” segir hún brosandi, “og skrifuðumst alltaf á. Eg vann hjá Happdrætti SIBS þegar Sveinn kom heim.” “Glíma Sigrúnar við berklana stóð í 11 ár, á heilsuhælum eða á Reykja- lundi,” segir Sveinn. “Hún veiktist aftur alvarlega 1958 og dvaldi þá í níu mánuði á Vífilsstöðum. í bjart- sýni höfðum við gengið í bygginga- félagið Framtak og íbúðaháhýsi var að rísa að Sólheimum 27. Eg vildi hætta við, en Sigrún tók það ekki í mál. Inn í íbúðina fluttum við 1960. Berklarnir léku Sigrúnu svo grátt, að hún gat ekki eignast börn og bannað af heilsufarsástæðum að ættleiða bam. Ekkert bannaði okkur samt að taka börn í fóstur. Fyrra fósturbamið kom til okkar ’60, sonur vinafólks sem missti móður sína. Seinna fósturbarnið, stelpu, tókum við ’64. Börnin ættleiddum við, þegar þau höfðu aldur til. Þau hafa lokið háskólaprófi, eignast góða 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.