Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 48
kona og sjúkraliði aðstoða Chris við að þvo sér og klæða, þá fara þau með hann í teygjuæfingar. Að liggja á bakinu hreyfingarlaus heila nótt án þess að hreyfa vöðva dregur úr manni allan mátt. Ef hann gerði ekki teygjur daglega, væri hann undirlagður af vöðvakrampa allan daginn. Chris notar sérhannað reiðhjól: hann hefur rafskaut tengd við fæturna sem senda lítil rafboð gegnurn líkama hans niður á fótstigin sem stjórnast af vélum og heldur uppi svolitlu af vöðvum hans. Allt þetta tekur um það bil þrjá klukkutíma. Hann eyðir miklum tíma inni á skrifstofu sinni, er rnikið í símanum eða fyrir framan talgervilinn sinn. Svo er hann oft með fundi.” Ferðu oft út að skemmta þér, Chris? „O já, ég er alltaf á ferðinni. Eg held oft fyrirlestra hvar sem er á landinu og við förum oft á veit- ingastaði á kvöldin eða að hitta gamla vini.” Hortlr þú einhverntímann á gamlar myndir með þér? „Nei - og þó, ég horfði aldrei á þær áður en ég slasaði mig. Undantekn- ingalaust. Það yrðu engin vandræði fyrir mig að horfa á sjálfan mig ófatlaðan, ef þú átt við það.” Þegar þú varst meðvitundarlaus eftir slysið, bað móðir þín læknana að aftengja tækin sem héldu í þér lífinu. Hefurðu nokkurntíma rætt það við hana? „Til að skilja þann þátt, þarftu líka að skilja að ég hafði sjálfur oft sagt að ef eitthvað kæmi fyrir mig, þá vildi ég frekar vera dauður en lamaður og geta ekkert gert af þeim líkamlegu hlutum sem ég var vanur að gera. Þegar læknarnir uppgötvuðu að ég væri lamaður, hafði móðir mín það hugrekki að biðja þá að leyfa mér að sofa áfram og vekja mig ekki aftur, vegna þess að það var það sem ég vildi þá. Það kostar gífurlegt hugrekki hjá móður að óska barni sínu dauða og ég elska hana bara meira fyrir að hafa haft þetta hugrekki.” -Og við gefum Dönu orðið:„Til allrar hamingju gat móðir hans ekki tekið ákvörðun um líf sonar síns, hún var bara að útskýra hvað hann hafði viljað áður en hann slasaðist. Hún vildi ekki sjá barnið sitt þjást. En strax og Chris kom til með- vitundar þá skiptu menn snögglega um skoðun." Chris bætir við: „Upp frá því gat ég tekið eigin ákvarðanir um líf mitt.” Leitastu við að tinna annað fatlað fólk til að tala við? „Til að byrja með, þegar ég átti í vandræðum með að sætta mig við hvemig ég var orðinn. Eg sótti mikinn stuðning til fólks í sörnu aðstöðu og ég er í. Ég þarfnast þess ekki lengur.” I bók þinni, segir þú að þú sért aðeins frjáls í draumum þínum. Að vakna færi þér aðeins fáeinar sársaukafullar sekúndur. Finnurðu enn fyrir þessu? „Já, á hverjum morgni og þá ekkert endilega á meðan ég sef. Vegna þess að í draumum mínum geng ég um og geri hluti sem ég gerði áður. Mig dreymir aldrei að ég sé í hjólastól. Þú sérð að undirmeðvitund mín er ekki ánægð með ásigkomulag mitt.” Aður en þú lentir í slysinu, þá varstu sannur trúleysingi. Hefur það eitthvað breyst núna? „Nei, ekkert hefur breyst í þeim málum. Ég trúi ekki enn á Guð og er þess fullviss að mannkynið er í villu um ýmislegt sem gerist tilviljanakennt en er ekki fyrirfram ákveðið. Kannski hefur kærleikurinn gagnvart annarri manneskju þar sitt að segja. Eða að ást á annarri manneskju sé einmitt lausnin sem ég hafði verið að leita að fyrir slysið sé fundin. I alvöru, jafnvel þótt ég trúi ekki á Guð hef ég reynt að haga mér eins og Hann sé að fylgjast með. Hefur þú fundið fyrir þörf til að fara á fleiri námskeið fyrir hreyfihamlaða? „Þegar ég vil eða finn að ég verð, þá tala ég við Dönu. Um tíma var ég í meðferð hjá sálfræðingi, en það hjálp- aði ekki. Allavega minna en að tala við konuna mína. Þú elskaðir einveruna hér áður fyrr. Nú þegar þú hefur hjúkr- unarfræðing yfir þér 24 tíma á sólarhring. Hvernig líkar þér það? „Það sem hefur meiri áhrif á mig en að vera sviptur þessu sjálfstæði, er sú staðreynd að ég get ekki lengur gert neitt af sjálfsdáðum - allar mínar athafnir verður að skipuleggja fyrir- fram. Við hjónin getum ekki bara allt í einu ákveðið að fara út að borða eins og við vorum vön að gera. Nú verð ég að taka tillit til aðstæðna og má ekki eyða tíma í að vorkenna sjálfum mér og ímynda mér hluti sem ég get ekki gert aftur.” Eru nokkrar vitsmunalegar athafnir sem þú gafst upp á áður, sem þú hefur gaman af núna? ,,Ég tala við annað fólk miklu meira núna, miklu meira en ég gerði áður. Ég var svo upptekinn af að hlaupa í kringum sjálfan mig, að ég gaf mér aldrei tíma fyrir dýrlegar samræður.” Koma tímabil sem þú neitar að yfirgefa rúmið? „Aldrei. Ekki í neinum tilvikum. 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.