Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 26
VIÐHORF Arnór Pétursson. form. Sjálfsbjargar- landsambands fatlaðra: AUGLÝST EFTIR GÓÐÆRINU Arnór Pétursson Eg hvorki opna dagblað eða kveiki á útvarpi eða sjónvarpi að ekki sé þar verið að skrifa eða tala um “GÓÐÆRIД í íslensku efnahagslífi og þjóðfélaginu almennt. Þar hafa ráðherrar og þingmenn stjórnarflokk- anna ekki verið neinir eftirbátar annarra í yfirlýs- ingum, en menn hafa síðan haft varann á og sagt “það verður að gæta aðhalds og sparnaðar í ríkis- útgjöldum.” ---------------- í skjóli “GÓÐ- ÆRISINS” hafa margar stéttir knúið fram launahækkanir sem í sumum tilfellum nema á annan tug prósenta. Gerðir hafa verið aðlögunar- og vinnustaðasamningar hjá því opinbera og hjá ýmsum fyrirtækjum í einka- geiranum sem hafa fært launþegum verulegar launahækkanir. Sveitar- stjórnarmenn og forsvarsmenn fyrir- tækja og stofnana hafa notað tæki- færið og hækkað laun sín verulega. A meðan allt þetta gerist hafa engar hækkanir orðið á bótum al- mannatrygginga og reyndar tók steininn úr 1. september s.l. þegar nýtt frítekju- mark var ákveðið. Hækkun þess var aðeins 4% þegar launavísitala hækkaði um 8% á árinu 1997, en þetta þýðir að flestallir öryrkjar sem eru með einhverjar vinnutekjur eða greiðslur úr lífeyris- sjóðum lækka í greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Er nú búið að finna breiðu bökin til að halda ríkisfjármálum innan réttra marka? Er nema vona að öryrkjar spyrji: HVAÐA “GÓÐÆRI” ERU MENN AÐ TALA UM OG HVAR ER ÞAÐ????? Nýlega sá ég haft eftir forsæt- isráðherra að ákveðnar launa- hækkanir væru “alveg innan ramma.” Hver er sá “rammi” og rúmast aðeins lækkanir á örorkulífeyri og tengdum bótum innan hans, en hækkanir til allra annarra? Nú er utanríkisráðherra og for- maður annars stjómarflokksins ný- kominn úr 12 daga ferðalagi um Afríku til að kynna sér hvernig þróunaraðstoð Islendinga hefur skilað sér. Ekki skal ég efast um að þörf hafi verið á þessari ferð og víst er það að Islendingar hafa ekki staðið sig sem skyldi hvað varðar þróunaraðstoð. Eg legg til að þegar hann kemur heim taki hann á sig ámóta ferð um Frá vígsluathöfn við Elliðavatn. Sjá síðu 33 Island og kynni sér hvernig öryrkjar fara að því að sjá sér farborða á þeim lífeyri sem þeim er skammtaður úr hnefa. Eg efast ekki um að hann hefði gott af því og ef hann kynnti sér það ofan í kjölinn þá mun formaður þess stjórnmálaflokks sem háði síðustu kosningabaráttu undir kjörorðinu “Fólk í fyrirrúmi.” örugglega sjá og skilja að ekki einungis hefur ísland staðið sig illa í þróunaraðstoð heldur, ef heldur sem horfir verða öryrkjar á Islandi að sækjast eftir þróunaraðstoð. Oryrki er oft gerður algjörlega fjárhagslega háður maka sínum I 2. málsgrein 17. gr. laga um al- mannatryggingar segir: “ Ef aðrar tekjurörorkulífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga, bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð nr. 100/ 1994 fara ekki fram úr 241.347,- kr. á ári skal greiða uppbót (tekjutrygg- ingu) að upphæð 343.236 kr. á ári. Hafi bótaþegi hinsvegar aðrar tekjur umfram 241.347,- kr. á ári skal skerða uppbótina (tekjutrygginguna) um 45% af því sem umfram er. Sama gildir um hjónalífeyri eftir því sem við á.” (Feitletrun er af hálfu undirritaðs og orðið tekjutrygging er sett í sviga af und- irrituðum fyrir aftan uppbót þar sem þessi uppbót er í daglegu tali nefnd tekjutrygg- ing og í töflum og skýrslum Trygginga- stofnunar ríkisins nefnist hún tekju- trygging.) I 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 485/ 1975 eru hinsvegar sett nánari ákvæði 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.