Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 20
Leifur Sveinsson lögfr: OGLEYMANLEGUR JOTI Vorið 1947 lá ég í 25 daga á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn á húðsjúk- dómadeildinni (H-III), en þar var yfirlæknir hinn heimsþekkti prófessor Baron von Haxt- hausen. Húð- kvilli minn var psoriasis og var lækningin fólgin í því að bera tjöru á sjúklingana fyrir hádegi, en eftir hádegi var verið að reyna að ná tjörunni af. Eg vareinifslending- urinn á deildinni, nema Guðmundur Guðmundsson læknir (f. 1898-d. 1968) lengi kenndur við Reykhóla var þama til námsdvalar og urðu góð kynni með okkur Guðmundi. Ýmsir húðkvillar þjáðu sjúklingana, herbergisfélagi minn þjáðist af illkynjuðum svepp milli tánna, sem síðan breiddist út um allan líkamann. Hann var skipasmið- ur í Helgsingör Skibsværft. Fjölda- margir voru með psoriasis, en samt var það eldri maður frá Jótlandi, lág- vaxinn, sköllóttur og þybbinn, sem varð mér sérstaklega minnisstæður. Hann hafði dvalið á deildinni um mánaðartíma í mars, verið útskrifaður alheill, en ekki var hann fyrr kominn til Jótlands, en hann útsteyptist að nýju og nú svo, að vart var nokkur hluti líkamans með heilli húð. Minnti húðin mest á skráp. Starfsfólk og allir sjúklingar höfðu mikla samúð með manni þessum, töldu meira á hann lagt en nokkur maður gæti borið. Nú er það að morgunlagi, að við Jótinn og ég erum færðir niður í kjallara til tjörumeðferðar að undan- gengnu baði. Guðmundur læknir var ekki langt undan í kjallaranum. Eftir nokkra stund heyri ég hlátrasköll mikil og fóru þau vaxandi. Einhver var að segja brandara á svo ólíklegum stað og virtist í banastuði. Um hádegið hitti ég Guðmund lækni, er stofugangur stóð yfir og spyr hann: “Hver var þriðji sjúklingurinn, sem reif af sér alla brandarana, ég vissi ekki af öðrum en Jótanum og mér í kjallaranum?” Þá svarar Guð- mundur: “Það var nú einmitt Jótinn, eins ótrúlega og það nú hljómar”. Fyrir þessum Jóta hefi ég borið meiri virðingu en nokkrum öðrum manni, sem ég hefi kynnst á lífsleið- inni. A hann hafði verið lagt ólýsan- legt kvalræði, en þrátt fyrir allt, þá var það hann, sem sigraði. A einni morgunstund bjó hann mig út með það veganesti, sem hefur dugað mér í lífinu síðan. Leifur Sveinsson. Eftirmáli. Sá ágæti lögfræðingur og sagnamaður Leifur Sveinsson sendi ritstjóra þessa ágætu frásögn, sem birst hafði fyrir margt löngu í fjölriti þeirra SPOEX - manna. Leifur segir svo frá: I apríl 1987 hitti ég stúlku á leið til Lansarote í psoriasisferð og sagði móðir hennar mér, að þegar dóttirin var um það bil að bugast undan kvilla sínum, þá hefði hún lesið þessa grein og ákveðið að þrauka eins og Jótinn seigi. Kærar þakkir. Hlerað í hornum Nískupúkinn og aurasálin Jón var að deyja. Hann bað konu sína að setja alla peninga sína í poka upp á háaloft svo hann gæti tekið þá með sér. Þetta gerði konan og svo dó Jón og löngu síðar átti hún leið upp á háaloft og þar vorupeningamirenn. Þá sagði konan: “Þetta vissi ég, ég hefði átt að setja þá niður í kjallara.” Vinur í grennd í grenndinni veit ég um vin, sem ég á í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir óðfluga æða mér frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinirnir þá, af vinnunni þreyttir nú erum. Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífróður rérum. “Ég hringi á morgun,” ég hugsaði þá, “svo hug minn þó fái hann skilið,” en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milli okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk að í grenndinni ennþá hann væri. Þýtt úr ensku Sigurður Jónsson tannlæknir. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.