Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 6
TEKISTÁ UM SKERÐINGARAKVÆÐI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Eins og komið hefur fram hér í blaðinu hefur hvorki heil- brigðisráðherra né umboðs- manni Alþingis tekist að svara því hvar í almannatryggingalögum sé að finna heimild til skerðingar tekju- tryggingar öryrkja vegna tekna sem makar þeirra afla sér. I nýjasta áliti umboðsmanns Alþingis kemur fram að heimildina sé ekki lengur að finna í texta laganna og vill hann að Alþingi taki af skarið um þessa skerðingu - skerðingu sem hann efast um að geti talist réttlát eða heppileg. Bent hefur verið á að ekki sé nóg með að heim- ildina sé hvergi að finna heldur gangi skerðingin þvert á ákvæði almanna- tryggingalaga, stjórnsýslulaga og stjórnarskrár. Að auki brjóti hún gegn Guðný Guð- björnsdóttir ítrekaði þá grundvallar- afstöðu Kvennalistans að líta bœri í auknum mœli á fólk sem einstaklinga, óháð hjúskaparstöðu. alþjóðasamningum og mannréttinda- sáttmálum sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að virða. x Istuttu máli snýst málið um það að gagnstætt því sem viðgengst um atvinnuleysistryggingar og aðrar tryggingabætur er tekjutrygging öryrkja svo háð tekjum maka þeirra að segja má að ekki sé ætlast til að þeir séu í hjónabandi eða sambúð með öðrum en þeim sem efni hafa á að taka þá algerlega á sitt framfæri. Taki þeir upp sambúð með heilbrigðum ein- staklingi missa þeir ekki aðeins heim- ilisuppbætur heldur byrjar tekjutrygg- ing þeirra að auki að skerðast um leið og mánaðartekjur makans fara yfir 40 þúsund krónur, svo eftir stendur gjarnan grunnlífeyririnn einn, rúmar 15 þúsund krónur á mánuði. Varla þarf að fara mörgum orðum um hvílík áhrif þetta hefur á möguleika öryrkja Svavar Gests- son: “Það er ótrúlegt að bera það fyrir sig að reglugerð stand- ist tímans tönn þó að lögunum sem voru undir þeirri reglugerð í upphafi hafi verið breytt.’'’ til sambúðar og hjónabands, enda hafa bæði prestastefna og umboðsmaður fatlaðra hjá S.Þ. gert athugasemdir við þessa meðferð á fólki. Þótt hljótt hafi farið í fjölmiðlum hefur hin umdeilda reglugerð stjórnvalda komið til umræðu á síð- ustu tveimur þingum. Þann 17. apríl í fyrra kvaddi Margrét Frímanns- dóttir sér hljóðs utan dagskrár og spurði heilbrigðisráðherra: “Hvarí 17. eða 18. gr. eða öðrum greinum laga um almannatryggingar telur ráðherr- ann að heimild sé fyrir því að telja helming af tekjum maka til tekna líf- eyrisþega þegar um tekjutryggingu er að ræða?” I máli Margrétar kom fram að hún fengi ekki með nokkru móti séð að umrætt skerðingarákvæði ætti sér stoð í lögum og væri sú skoðun sín m.a. studd áliti Arnmundar Backman hæstaréttarlögmanns. “Svo raunverulegt dæmi sé tekið um áhrif þessa ákvæðis,” sagði Margrét, “þá get ég nefnt einstakling sem er öryrki, bundinn í hjólastól, hefur tekjutrygg- ingu, tekjulaus að öðru leyti, á eigin- konu sem stundar vinnu í frystihúsi og hefur þar af leiðandi ekki háar tekjur. Tekjutrygging eiginmannsins er þó skert sem nemur helmingi tekna eiginkonunnar.” í svari til málshefjanda hélt heil- brigðisráðherra, Ingibjörg Pálma- dóttir, því fram að umrædd ákvæði reglugerðarinnar og almannatrygg- ingalaga hefðu staðið “orðrétt óbreytt allt frá árinu 1974.” I þessu sambandi vísaði hún til ákvæðis um svokallaðan hjónalífeyri, ákvæðis sem hún sagði að túlkað hefði verið á þann veg að heimilt væri að beita umræddri skerð- ingu. Þá vitnaði hún til álits umboðs- manns Alþingis frá 1988 og sagði: “Niðurstaða umboðsmanns Alþingis er sú að reglugerðarheimild almanna- tryggingalaganna nái til umræddra tekjutrygginga og þar með að reglu- Lúðvík Berg- . 'f vinsson: Svör heilbrigðisráð- ^ )\ herra fyrir neð —I an allar hellur. gerð sama efnis og hér er til urnræðu ætti sér næga lagastoð.” Ráðherra sagði að sá möguleiki væri að sjálf- sögðu opinn að höfða dómsmál. “En það kæmi trúlega fleirum á óvart en mér ef óslitin lagaframkvæmd s.l. 25 ár á grundvelli ákvæða sem er orðrétt óbreytt allan þann tíma verði dæmd ólögleg.” Asta R. Jóhannesdóttir kvaddi sér næst hljóðs og tók undir þá skoðun málshefjanda að reglugerðin ætti sér ekki stoð í lögum. “Það er ekkert í lagagreinunum sem snúa að tekju- tryggingunni sem heimilar þessa reglugerð,” sagði Ásta. Þá sagði hún: “Þetta er niðurlægjandi og brýtur niður hinn sjúka bæði andlega og oft líkamlega einnig. Öryrkjum er þarna 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.