Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Page 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Page 34
Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir, Heilsuverndarst. Reykjav.; BERKLAVEIKI Á HVERFANDA HVELI Baksvið Talið er að um þriðjungur jarðarbúa hafi tekið berklabakteríuna (berkla- smitun). Arlega kemur berklaveiki fram hjá um níu milljónum manna og þrjár milljónir deyja á ári. Allt bendir til að dán- artalan verði fjórar milljónir eftir aðeins 6 ár. Hvað eru berklar? H e i 1 a b r o t manna um eðli berkla hafa frá öndverðu verið ærið breytileg. Þrjár meginhugmyndir rísa og hníga í flaumi tímans en hafa þó aldrei horfið alveg. Þær eru erfðir, umhverfi og smitefnið (sóttkveikja, örveran). A síðustu öld voru ritaðar lærðar bækur um að berklar væru erfðasjúk- dómur. Rökin voru einföld. Værufor- eldrarnir veikir, kom sjúkdómurinn líka upp hjá börnum þeirra. Kirfileg ættartré sýndu, að ekki var um að villast. Þessar hugmyndir um berklaveiki sem erfðasjúkdóm nutu einkum vinsælda í N-Evrópu. Þjóðverjinn Robert Koch (1843- 1910) breytti þessum hugmyndum. Hann notaði lungnavef frá sjúkl- ingum með óðatæringu til að fram- kalla berklaveiki í marsvínum og 1882 birti hann aðferð sína til að lita og skoða berklabakteríur í smásjá. I fyrsta sinn var hægt að horfast í augu við óvininn og berklar voru nú skilgreindir sem smitsjúkdómur. Allar hugmyndir um erfðir voru þar með á bak og burt, í bili. Þær hafa þó snúið aftur en í nýrri mynd. Vit- að er að aðeins einn af hverjum 10 sem taka bakteríuna veikjast og er nú talið að ónæmikerfi þeirra sé skert og ráði ekki við að njörva bakteríuna niður eins og gerist hjá 9 af hverjum 10. Sýking með eyðniveiru skerðir mótstöðuna gegn berklum og berklaveiki kemur þá framhjáfleirumenella. Einsoger tengjast um 8-10% af öllum berkla- tilfellum eyðni, í sumum Afríku- löndum 20%. Samspil erfða og smitefnis getur magnast á margvíslegan hátt. Bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni ruku berklar upp úr öllu valdi og vitað er að sjúkdómurinn fær aukið vaxtarmegn með þröngbýli, fátækt, drykkjuskap og fáfræðslu um smitleiðir berkla. I Bandaríkjum N-Ameríku veit nú aðeins einn af hverjum þrem íbúum hvernig berklar smitast þ.e. með úðasmitun frá manni til manns. Ekki er víst að þekking sé á hærra stigi í Evrópu. Lyfþolnar berklabakteríur Allar örverur og reyndar allar lifandi verur eru stöðugt að laga sig að umhverfi sínu eins og það er á hverjum tíma. Berklabakteríur eru þar engin undantekning. Lyfjanotkun áhverjum stað og á hverjum tíma beinir þróun bakteríutegundarinnar í ákveðinn farveg. Et' berklalyfin væru ekki til, væri naumast heldur til neitt lyfþol gegn þeim. Lyfjaviðnám hefur samt komið fram hraðar og í meiri mæli en veraætti. SamkvæmtkönnunAlþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar 1994- 1997 var fjöllyfþol til staðar í um 4- 5% berklatilfella á heimsvísu en gat í einstöku löndum verið allt frá 1% (Nýja Sjáland) til 22% (Lettland). Samspil fleiri þátta á hér hlut að máli t.d. rangt val á lyfjum, ónóg notkun næmisprófa, röng tímalengd meðferðar og loks slök samvinna lækna og sjúkl- inga. Það síðastnefnda á sér oft skýr- ingar í vanmætti þeirra til að takast á við atvinnuleysi, drykkjusýki, stjóm- leysi í heilbrigðisþjónustu, eiturlyf og fátækt. Málaörðugleikar samfara stórfelldum fólksflutningum eiga einn- ig hlut að máli. Nú eru aflóga viðhorf stjórnmálamanna og háskaleg verð- lagningarstefna á áfengi eins og lík í lestinni t.d. í Eystrasaltslöndunum. Eg var á ferð í Litháen 1997 og í Lettlandi 1998 og fékk að skoða aðstöðu og ræða við starfsfólk. Samkvæmt því er lækn- ar í Litháen og Lettlandi sögðu mér, var þar áður viðkvæðið: “Berklar em félagslegur sjúkdómur. í Sovétríkj- unum eru engir félagslegir sjúkdómar. Þess vegna eru berklar ekki til.” Slík viðhorf leiddu til hirðuleysis við fram- kvæmd meðferðar og sjúkdómurinn var oft ekki einu sinni skráður. Sjúkl- ingurinn taldist varla hluti af samfélag- inu. Vegna alls þessa er nú tala Ævintýrið “Þetta er ekki í mínum verkahring” Einu sinni fyrir langa löngu voru fjórir menn. Þeir hétu Allir, Einhver, Hver sem er og Enginn. Nú lá fyrir áríðandi verkefni, sem þurfti að leysa og Allir héldu að Einhver myndi taka að sér. Hver sem er gæti vel gert það, en Enginn gerði það samt. Einhver varð reiður, því að þetta var verk Allra. Allir héldu að Hver sem er gæti unnið verkið, en Enginn skildi að Allir myndu ekki gera það. Málinu lauk því þannig, að Allir ásökuðu Einhvern þegar Enginn gerði það sem Hver sem er hefði átt að gera. Höfundur ókunnugur. Þorsteinn Blöndal 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.