Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 25
Forsíða ritgerðar Hörpu. hvernig fátæktin skemmir út frá sér, ekki síst hvernig hún brýtur niður sjálfsvirðingu barnanna sem verða óvirkir áhorfendur að tómstundaiðk- unum jafnaldra sinna, sem verða æ dýrari, og læra fljótt að þau eru annars flokks, tileinka sér vonleysi og biturleika sem þau sjálf og samfélagið súpa seyðið af í fyllingu tímans. Þannig viðhelst ákveðinn vítahringur. Harpa Njáls álítur að nærri 30 þúsund einstaklingar líði skort á íslandi, búi við aðstæður sem geri þeim ókleift að njóta þeirra lífsgæða sem almennt eru viðtekin. En hvers vegna er þetta svo? Skýring Hörpu er um margt athyglisverð. Hún bendir á að það sé eitt og annað í okkar sam- félagi sem hafi ýtt undir einstaklings- hyggju og þá sýn að hver sé sinnar gæfu smiður. Þessu fylgi það viðhorf að bætur og tekjutryggingar hins opinbera skuli vera í algjöru lágmarki. Hún segir: “Fordómar og neikvæð viðhorf samfélagsins endurspegla þá skoðun að það sé eitthvað að einstaklingum sem ekki geta bjargað sér, það séu þeir sem beri ábyrgðina. Þessi viðhorf eru ennþá ríkjandi og hafa verið alla þessa öld. A þennan hátt brennimerkir samfélagið þegna sína.” Neyðin gegnir sínu hlutverki Með því að einstaklingsgera vand- ann á þennan hátt firrir samfélagið sig augljóslega ábyrgð. En Harpa lætur sér ekki nægja að draga þessa fordóma fram í dagsljósið. Með vísan til kenninga þekktra fræðimanna varpar hún athyglisverðu ljósi á sam- félagslegt hlutverk fátæktarinnar. Hin lágu laun séu ekki aðeins niður- greiðsla til hinna efnameiri heldur leiði þau óhjákvæmilega til þess að margar lélegri vörutegundir gangi út, gömul matvæli, fatnaður og drasl sem aðrir líti ekki við. Þá skapi fátæktin störf fyrir fagaðila á borð við félags- ráðgjafa, lögreglu og allan þann fjölda fólks sem á einn eða annan hátt lifir af því að snúast kringum vandamálið, hefur lifibrauð sitt af fátækt annarra. í ljósi þess sem áður var sagt um hin niðurbrjótandi áhrif fátæktarinnar kemur ekki á óvart sú staðhæfing í rit- gerð Hörpu að fátækir undirmáls- hópar séu oftast óvirkir og taki hlut- fallslega lítinn þátt í hinu pólitíska kerfi og verkefnum þess. Harpa hefur. það eftir þjóð- félagsfræðingnum Herbert J. Gans að pólitísk umræða verði á þennan hátt stöðugri, endaþjóni það ekki hagsmun- um stjórnmála- manna að beita sér mest fyrir þá sem óvirkastir eru og taka minnstan þátt. Fyrir bragðið sé svo komið að þeir flokkar sem segist þjóna hinum fá- tæku geri það ekki, heldur þjóni þeir fyrst og fremst millistéttinni. A hinn bóginn þjóni hinir fátæku þó þýðingarmiklu hlutverki fyrir ýmsa stjórnmála- flokka, bæði þá sem segjast vilja draga úr velferðar- kerfinu og hina sem segjast vilja efla það. Hin falda fátœkt Margur furðar sig e.t.v á því hvernig öryrkjar fara að því að láta enda ná saman, einkum þegar á það er litið að flest örorka hefur í för með sér margvíslegan kostnað sem hinar svokölluðu almannatryggingar taka ekkert tillit til. Því er til að svara að auðvitað gengur dæmið alls ekkert upp. Fái fólk enga viðbótaraðstoð verður það að velja á milli þess að greiða ekki nauðsynlegustu reikninga eða halda í við sig í mat. Harpa bendir á að gjaman sé fátæktin falin bakvið fjárhagsaðstoð, fatnað, mat og húsa- skjól sem fengið er hjá ættingjum og vinum. Rannsóknir sýni líka að fólk leiti fyrst til ættingja áður en það leiti á náðir félagsmálastofnana, jafnvel þótt það hafi til þess allar forsendur. Það sé síðasti kosturinn þegar allar aðrar leiðir eru fullreyndar. Þegar Harpa talar um hungur á íslandi og að hinir fátæku séu í sömu sporum og þeir voru við upphaf aldarinnar, líði skort og hafi ekki efni á að taka þátt í þjóðlífinu (sem vita- skuld er mun kostnaðarsamara nú en þá), er rétt að hafa í huga að hún er ekki aðeins fræðimaður á þessu sviði heldur einnig umsjónarmaður Innan- landsdeildar Hjálparstofnunar kirkj- unnar þar sem hún hefur kynnst af eigin raun þeirri neyð sem fátæktinni fylgir, neyð sem bitnar ekki síst á þeim sem eiga við fötlun og heilsuleysi að stríða, neyð sem er pólitískt ákvörðuð af þeim sem með völd fara í einu ríkasta landi veraldar. Hvað œtla íslensk stjórnvöld að gera? Niðurlag ritgerðarinnar er um- hugsunarvert. Þar spyr höfundur: “Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera? Ætla þau að taka á orsökum fátæktar og koma þannig í veg fyrir mikið stærri vanda? Vanda sem verður samfélaginu bæði dýrari og dýrkeypt- ari og elur af sér ógæfu fyrir einstakl- inga og samfélagið í heild. Ef ekkert verður að gert má áætla að kostnaður af völdum fátæktar og afleiðingar hennar verði ekki lægri en það kostaði samfélagið að hækka greiðslur sem tryggja afkomuöryggi og lífsskilyrði þess fólks sem lifir við framfærslu- neyð í dag.” Garðar Sverrisson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ AB ANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.