Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 35
berklaveikra að aukast ár frá ári og
berklahælin orðin hrollkaldur veru-
leiki að nýju, full af fólki, sem oft er
ekki unnt að útskrifa vegna þess að
það er ólæknandi smitberar.
Hvað er til ráða?
Fleiri aðilar hafa nú tekið saman
höndum um að ráða bót á þessari þró-
un. Norðurlöndin, þar á meðal Island,
eru þátttakendur í verkefni gegn
berklum í Eystrasaltslöndunum þar
sem þjóðarframleiðsla á mann er um
6 sinnum minni en á Norðurlöndum.
Aðrir aðilar sem koma að málinu eru
Alþjóðlega berklafélagið og Alþjóða
heilbrigðismálastofnunin (WHO). Nú
er ætlunin að gerbreyta framkvæmd
meðferðar og byrja að nota meðferð
undir beinu eftirliti. Heilbrigðis-
starfsmaður horfir þá á sjúklinginn
taka lyfin annað hvort heima eða á
vinnustað eða á heilbrigðisstofnun.
Það er miklu meiri vinna að fram-
kvæma meðferð með þessum hætti,
en hún getur snúið við hraðri óheilla-
þróun á sviði berkla og lyfþols berkla-
baktería. Island og hin Norðurlöndin
geta hjálpað til með reynslu sinni,
þekkingu og fjármunum. SÍBS sam-
böndin á Norðurlöndum vinna nú
þegar að því að styðja við stofnun
SIBS samtaka í Eystrasaltslöndunum.
Þorsteinn Blöndal
Framsöguerindi flutt á 60 ára
afmæli SIBS og 50 ára afmæli
Norrænu hjarta- og
lungnasamtakanna 22.ágúst 1998
(lítillega breytt).
Hlerað í hornum
Skipstjóri á strandferðaskipi var
kominn í heimahöfn á Hrafnistu í
Reykjavík. Hann var þar spurður að
því hvort hann hefði ekki átt kærustu
í hverri höfn. Hann hugsaði sig aðeins
um og svaraði svo: “Nei ekki á
Kópaskeri”.
* * * *
I maraþonumræðu á Alþingi sl. vor
var ræðumaður einn búinn að þruma
lengi í stólnum. Þá fór þingmaður
einn til forseta sem þá var Guðni
Agústsson og spurði hann að því hvort
hann ætlaði nú ekki að gefa svolítið
fundarhlé svo að ræðumaður gæti nú
létt á sér. Þá svaraði Guðni með sinni
stóísku ró: “Eg held þess þurfi ekki,
þetta kemur allt út um munninn”.
Gátur frá Elínu
Þorbj arnardóttur
1. a. Eg er svæði ekki klætt.
Eg er klæði á svæði?
b. Mig hafa þræðir margir fætt.
Mína fæði ég þræði?
2. Býr mér innan rifja ró
reiði, hryggð og kæti.
Kurteisi og Kári þó
koma mér úr sæti?
3. Við erum margar systur saman
svo er oss skipt í hópa smá.
I ógnarhita, sem ekki er gaman
allar kolsvartar verðum þá.
Svo erum muldar með tannatein
til okkar heyrist óp og vein?
4. Hvað gera allir hlutir í heimi hér?
5. Hvað færðu tvisvar ókeypis en borgar fyrir það í þriðja sinn?
6. Hvað getur þú ekki eignast fyrr en það er tekið af þér?
7. Hvað eru meyjar mannlausar?
8. Hvaða sjúkdómur hefur aldrei geisað í nokkru landi?
9. Hvað er líkt með ekkjumanni og gulrót?
10. Sá sem á það selur það, sá sem kaupir það notar það ekki sjálfur,
sá sem notar það veit ekki af því?
11. Hvar geta allir setið nema ég?
12. Hvað sérðu bjartara en brúnt hross í haga?
13. Þú ferð inn um eitt gat, út um tvö göt og þú ert ekki inni í því
fyrr en þú ert kominn út úr því?
14. Kerling ein á kletti sat
kletta byggði stræti.
Veginn öllum vísað gat,
var þó kyrr í sæti?
15. Hver er sá spegill, spunninn af guði,
bjartur á að vera, blettóttur oft.
Líkam sinn sjá þar lýðir engir
en sál sína má þar sérhver skoða?
16. Rótin upp, toppurinn niður og vex um vetur?
Svör við gátum á bls. 39
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
35