Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 27
um framkvæmdina og þar segir m.a.: “Nú nýtur annað hjóna elli- eða örorkulífeyris, en hitt ekki, og skal þá helmingur samanlagðra tekna þeirra teljast tekjur lífeyrisþegans og að öðru leyti farið með uppbót hans sem tekju- tryggingu einstaklings.”. Það er álit mitt að framkvæmd Tryggingastofnunar ríkisins í sam- ræmi við reglugerðina orki tvímælis ef hún er ekki hreinlega brot á lögum, því ákvæðið í lögunum segir: “Hafi bótaþegi hinsvegar aðrar tekjur um- fram 241.347,- kr. á ári skal skerða uppbótina o.s.frv.” Það er því skýrt í lögunum að átt er við tekjur bótaþeg- ans. Þá getur reglugerð ekki gengið lengra og þrengt það svo að farið er að reikna með tekjum maka eða sambúa. Standist þessi framkvæmd lög er hún a.m.k. í alla staði siðlaus og í engum takti við nútímaþjóðfélag. Þetta hefur það í för með sér að örorkulífeyrisþegi sem lýtur slíkum skerðingum vegna tekna maka eða sambúa verður algjörlega ijárhagslega háður maka eða sambúa sínum og jafnvel lítur á sig sem ómaga á honum. Þetta hefur líka í för með sér að öryrkjar hika við og jafnvel treysta sér ekki til að gifta sig eða fara í sambúð. Auk þess sem nokkuð er um að sambúðarfólk skráir sig á sitthvort heimilisfangið og fer þannig í kringum framkvæmd laganna. Einnig eru þess dæmi að fólk hefur skilið hreinlega vegna þessara fram- kvæmda á reglugerðinni. í sumum til- fellum hefur verið um raunverulegan skilnað að ræða, en í öðrum um “pappírsskilnað” að ræða og fólk býr enn saman en skráir sig á sitthvort lögheimilið. Hverskonar þjóðfélagi og hvers- konar siðferði er ríkisvaldið að stuðla að með að halda til streitu slíkri fram- kvæmd laga sem hvetur og neyðir fólk til að fara á bak við lögin og öll hefð- bundin gildi í þjóðfélaginu þar sem hjónaband og eða sambúð fólks er talinn einn af hornsteinum þjóð- félagsins? Hvaða boðskap, skilning og virðingu fyrir lögum ríkisvaldsins og hefðbundnum gildum í þjóðfélag- inu fá þau böm og unglingar sem alast upp við þessar aðstæður? Framkvæmdin jafngildir því að laun fólks á almennum vinnumarkaði væru reiknuð út með tilliti til launa maka eða sambúa, sem má lýsa með nær- tækum dæmum: Ætli ráðherra í ríkisstjórn Is- lands mundi sætta sig við að laun ráðherrans væru reiknuð út frá launum fram- kvæmdastj óra útgerðarfyrir- tækis á Vesturlandi? Og ætli ráðherra í ríkisstjórn Islands mundi sætta sig við að laun hans væru reiknuð út frá launum borgarfulltrúa í Reykjavík? Tekjutengingar komnar í algjörar öfgar og orðnar vinnuletjandi I dag eru allar greiðslur frá Trygg- ingastofnun tekjutengdar. Þessi tekju- tenging er komin út í það miklar öfgar að í mörgum tilfellum borgar sig ekki fyrir öryrkja að vinna nokkuð þó hann gæti. Greiðslur hans og það sem þeim tengist s.s. hlutdeild Trygginga- stofnunarí tannlæknakostnaði, lækna- og lyfjakostnaði og ýmis þjónusta og aðstoð frá sveitarfélagi skerðist eða fellur niður við svo lágar tekjur að ef öryrkja býðst hlutastarf getur hann orðið fyrir það miklum skerðingum að afkoma hans verður verri. Öryrkjar hugsa sig því oft tvisvar um áður en þeir taka vinnu þar sem þeir geta ekki gengið að því vísu m.a. vegna heilsu sinnar og vinnugetu hvort það yrði starf til langframa. Það styrkir sjálfsvirðingu og eykur allt sjálfsöryggi og veitir andlega og líkamlega vellíðan ef öryrki getur tekið þátt í atvinnulífinu á einhvern máta. Slfkt getur líka haft í för með sér minni læknis- og sjúkrakostnað hjá viðkomandi sem skilar sér aftur í minni útgjöldum bæði hjá öryrkjanum og Tryggingastofnun. Þessu verður að breyta. Endur- skoða verður frítekjumark og allar tekjuviðmiðanir og það hækkað veru- lega. Einnig er það grundvallar- misskilningur ríkisvaldsins að slíkt kalli á það mikil útgjöld að ríkissjóður riði til falls. Á meðan skattleysismörk eru aðeins tæplega 60.000,- kr. kemur strax rúmlega 39% staðgreiðsla af þeirri hækkun sem öryrkinn fær og síðan nær ríkisvaldið rúmlega 24% af því aftur til baka í formi virðisauka- skatts. Þjóðfélagsumræða á villigötum Eg get ekki skilið umræðuna í þjóðfélaginu og ummæli ráðherra, þingmanna, hagfræðinga og annarra ráðamanna öðruvísi en þannig: Það er innan “ramma” þegar þeir sem meira hafa og betur eru settir fá verulegar launahækkanir, en þegar kemur að öryrkjum og þeim sem minnst hafa milli handanna, þá verða landsfeður áhyggjufullir því þá verður að gæta aðhalds og sparnaðar í ríkisútgjöldum svo verðbólgan og skuldir ríkissjóðs keyri ekki um þverbak. Já, mikil er ábyrgð öryrkja að vera að krefjast bættra kjara, en hann afi minn heitinn sem aðeins gekk örfáa mánuði í skóla mundi hafa kallað þessar áhyggjur þeirra “hundalógik” og ég geri slíkt hið sama. Hvort, hvenær eða hvernig ríkis- bankarnir eða önnur ríkisfyrirtæki verða seld er ekki það sem skiptir öryrkja máli. Það sem skiptir máli er hvort þeir eiga fyrir salti í grautinn og brýnustu nauðþurftum, en það eiga þeir ekki í dag. Að sama skapi geri ég þá kröfu til landsfeðranna að þeir komi niður á jörðina og geri sér grein fyrir að ef öryrkjar eiga að fá tækifæri til að lifa þó ekki sé krafist nema eðlilegu lífi verða þeir að leiðrétta kjör þeirra til muna. Við munum því fylgjast grannt með hvað gerist á næstu vikum og hvetja öryrkja, skyldmenni og aðstandendur þeirra til að nota kjör- seðil sinn í samræmi við það í kom- andi prófkjörum flokkanna og alþingiskosningum á næsta ári. Arnór Pétursson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.