Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 50
r. • I B RENNIDEPLI Oft er það svo að um hag og kjör öryrkja er fjallað af harla lítilli þekkingu og enn minni sanngirni. Hversu oft heyrir maður ekki um það að öryrkjar hafi nú alls kyns fríðindi og afslátt af ýmsu sem hljóti að leiða til þess að þeir hafi það nú bara bærilegt, allt yfir í það að sakir þessara hlunninda lifi þeir í raun sældarlífi. Um sannleikann varðar það fólk ekki sem þannigtalarogjafnvel skrif- ar. Því meginatriði er þá oft gleymt, viljandi eða óvilj- andi, að þau fáu tilvik sem til fríðinda eru talin hjá öryrkjum eru til komin einfaldlega sakir þess að vegna fötlunar sinnar búa þeir við aukakostnað af ýmsu tagi og oft afar til- finnanlegan. Þetta hafa ráðandi aðilar viðurkennt að hluta, en þó búið svo um hnúta að hægt er með einu pennastriki að breyta því sem þó hefur verið til bóta gjört og því miður þá venjulega í skerðingarátt. Eitt af því sem oft heyr- ist hnjóðað í varðar hreyfihamlaða og bifreiðakaup þeirra. Þar sé nú heldur betur ríflega skammtað og skerfurinn ótæpilega úti látinn. Þó munu nú fæstir neita viðbótar- þörf hreyfihamlaðra fyrir bifreið til afnota umfram okkur hin sem greið- lega getum komist allra okkar ferða. ✓ Oneitanlega hefur hins vegar verið að þessum réttindum sótt eins og þeirn sem málum stjórna hafi nú þótt of í lagt. Þetta gildir bæði um styrki til bifreiðakaupa svo og lán T.R. til bifreiðakaupa. Eftir að bifreiða- kaupastyrkir tóku við af ívilnunum í innflutningsgjöldum þótti stjórnvöld- um þó allt fram til 1995 eðlilegt og sanngjarnt að þessir styrkir yrðu 650 talsins á ári, þar af 50 til hjólastóla- fólks og annarra álíka. En þá voru þrengingar í þjóðar- búskap, ekki bullandi góðæri eins og nú er sagt og þá þótti það helst ráða að skera þarna niður um hvorki meira né minna en 265 styrki á ári þannig að lægri styrkir eru síðan þá aðeins 335. Engin frambærileg rök voru færð fyrir þessu: af því bara - viðkvæðið var í raun eina andsvarið. Á hverju ári hefur úthlutunamefnd styrkjanna því verið sett í margfaldan vanda og orðið að synja alltof mörgum sem uppfylltu þó í raun skilyrðin. Fyrstu árin eftir tilkomu styrkjanna héldu þeir fullu verðgildi miðað við þróun bifreiðaverðs, en nú hafa þeir verið óbreyttir að krónutölu í fleiri ár og notagildi þeirra fyrir hinn hreyfi- hamlaða þar með hríðminnkað. Til viðbótar fækkun styrkja var einnig þrengt að með endurnýjunar- möguleika svo og aldur þeirra sem heimilt var að veita styrki. Eina jákvæða gjörðin var nefndar- skipan um endurskoðun þessara mála allra en alllangt nú um liðið frá því hún skilaði af sér án þess að bóli á viðbrögðum þeirra sem valdið hafa. Annar þáttur þessara mála snýr að lánum til bifreiðakaupa, sem menn hafa lengi haft einhver undarleg horn í síðu á. Sannleikurinn þó sá að innheimta þeirra hefur verið með afbrigðum góð enda bótakerfið sjálft til þess nýtt að ná afborgunum inn. Fyrir nokkrum árum sáu menn þó svo ofsjónum yfir þessari sjálfsögðu fyrirgreiðslu að tryggingaráðsmeiri- hlutinn vildi leggja lánin af með öllu og vísa öllu slíku á hinn almenna markað. Að lokum var sæst á það að lánin héldu áfram, en vextir yrðu þá hækk- aðir úr 1% í 4%. Það þótti okkur hér á bæ sem höfðum verið að vinna í þessum málum undir forystu Olafar Ríkarðsdóttur vera ásættanlegt og töldum um leið að hér væri til fram- tíðar tjaldað. En nú á vordögum kom fólk hingað aldeilis dolfallið yfir kjörunum á þeim lánum sem það var að taka - kjör- vextir skyldu það vera í stað prósentanna fjögurra - kjör- vextir á verðtryggðum lán- um. Það kom svo í ljós við eftirgrennslan að ákveðið hafði verið á æðstu stöðum tryggingamála að frá og með 1. jan. 1998 skyldi þessi framangeinda skipan gilda. Og nú munu ráðandi menn eflaust segja í kjölfarið: Nú eru þessi lánakjör ekkert hag- stæðari en á hinum almenna lánamarkaði og því komið kjörið tækifæri að ekki sé sagt “kjörvaxta- tækifæri” til að leggja lánin af með öllu. Þá er allt fullkomnað. Sannleikurinn er sá að þessir tveir samverkandi þættir: styrkimir og lánin hafa gjört æði mörgum hreyfi- hömluðum öryrkja kleift að eignast bifreið og þannig t.d. gjört honum kleift að stunda eðlilega atvinnu sem svo aftur hefur lækkað útgjöld T.R. hans vegna. Tæpast geta þessar aðgerðir því hagkvæmar talist til hvaða áttar sem horft er. Aðalatriðið er þó það að mönnum þótti á sinni tíð full ástæða til þess að halda hvoru tveggja vel í heiðri, töldu öryrkja með hreyfi- hömlun ekki of sæla af hlut sínum þó þetta yrði nú sæmilega myndarlega gjört, nú þykir það hin mesta ofrausn. Bifreiðakaupastyrki fá nú aðeins um 55% hreyfihamlaðra öryrkja ár- lega miðað við upphaflega ákvörðun sem gilti þó allnokkur ár og þeir styrkir eru stórskertir að verðgildi. Nú þykir heldur ekki hæfa að 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.