Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Síða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Síða 28
Fríður hópur og föngulegur í Atlanta. STÆRSTI SIGURINN Svo nefnist nýútkomin glæsileg, myndum prýdd bók, útgefin af íþróttasambandi fatlaðra. Undirtitillinn er: íþróttir fatlaðra á íslandi í 25 ár. Ritstjóri þessarar bókar er sá ágæti frumherji íþrótta fatlaðra Sigurður Magnússon, sem er þarna öllum hnútum kunnugastur, en Sigurður Á. Friðþjófsson sér um hinn ritaðatexta. Fremst í bókinni eru ávörp: Forseta Islands, menntamálaráðherra, forseta ISI og formanns IF. Iþróttir fatlaðra í árdaga er svo fyrsta greinin og þar kemur fram að þó heimildir sýni að fyrir ævalöngu hafi íþróttaiðkun verið ætluð til stuðnings líkamlega fötluðu fólki þá megi rekja hið eiginlega upphaf íþrótta fatlaðra til miðrar þessarar aldar. Sir Ludwig Guttman skrifar um hvers virði íþróttir séu fötluðu fólki - fyrst og síðast mikilvægur endurhæfingar- þáttur, mikið gildi fyrir sál og líkama og um leið eru íþróttir liður í félagslegri samþættingu. Síðan er á ítarlegan hátt fjallað um aðdraganda að stofnun Iþróttasambands fatlaðra og kemur þar vel fram hinn góði hlutur Sigurðar Magnússonar sem verðugt er. Fyrsta íþróttafélag hreyfihamlaðra var svo stofnað 1974 - Iþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, en fyrsta íþróttafélag þroskaheftra var stofnað 1978, Eik á Akureyri. Fyrsti formaður IF var Sigurður Magnússon sem gegndi formennsku í 5 ár og síðan tók við Ólafur Jensson í 12 ár og nú er Sveinn Áki Lúðvíksson formaður. Ágæt kynning er svo á hinum fræknu frumherjum og skulu þeir nefndir hér til sögu. Skal fyrst og fremst frægan telja Arnór Pétursson sem m.a. greinir glögglega frá byggingu íþróttahússins glæsilega hér í Hátúni 14. Ritstjóri getur ekki stillt sig um að endursegja það að þegar kona Arnórs skoðaði húsið og Ásgeir Guðlaugsson forstöðumaður spurði hvernig henni litist á: Þetta er geysilegur munur frá því við vorum með þetta uppi í hjónarúmi. Þá eru viðtöl góð við Gísla Halldórsson fyrrum forseta ÍSÍ, virkan hvata- og áhugamann um íþróttir fatlaðra, Eddu Bergmann sem stofnaði Trimmklúbb Eddu m.a., Erling Þ. Jóhannsson sundþjálfara, en sundárangur fatlaðra íþróttamanna hér frábær, Sonju Helgason sem m.a. byggði upp íþróttastarfsemi í Bjarkarási, Magnús B. Einarsson endurhæfingarlækni á Reykjalundi sem átti drjúgan þátt í að koma á heilsusporti svokölluðu á Reykjalundi. Iþróttirnar gera kraftaverk fyrir þetta fólk, segir Magnús. Þá er viðtal við Magnús H. Ólafsson íþróttakennara og sjúkraþjálfara sem var ráðunautur ISI við uppbyggingu íþróttastarfs fatlaðra á sínum tíma og að lokum er viðtal við Elsu Stefánsdóttur margfaldan borðtennismeistara með meiru enda setið í stjóm Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavík frá byrjun og einnig hún talar um að íþróttir geti gjört kraftaverk. Vönduð kynning er svo á aðildarfélögum íþróttasambands fatlaðra en þau eru hvorki meira né minna en 22. Til frekari fróðleiks eru þau talin upp hér: íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík - 1974 Iþróttafélagið Akur, Akureyri - 1974 íþróttafélagið Eik, Akureyri - 1978 íþróttafélagið Björk, Reykjavík - 1978 Iþróttafélag heyrnarlausra, Reykjavík - 1979 íþróttafélagið Ösp, Reykjavík - 1980 íþróttafélagið Gáski, Skálatúni - 1982 íþróttafélagið Hlynur, Kópavogshæli - 1983 íþróttafélagið Gnýr, Sólheimum - 1983 íþróttafélagið Tjaldur, Tjaldanesi - 1984 íþróttafélagið Örvar, Egilsstöðum - 1985 íþróttafélagið Viljinn, Seyðisfirði - 1985 íþróttafélagið Suðri, Selfossi - 1986 íþróttafélagið Snerpa, Siglufirði - 1987 Iþróttafélagið ívar, ísafirði og nágrenni - 1988 Iþróttafélagið Ægir, Vestmannaeyjum -1988 Bocciadeild Völsungs, Húsavík - 1990 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.