Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 45
fagnað. Var þar vel mætt. Þeirrihátíð stýrðu Helga Friðfinnsdóttir fram- kvæmdastjóri Happdrættis SIBS og Bo Mánsson framkvæmdastjóri Norrænu hjarta- og lungnasamtak- anna- NHL. I ávarpi Hauks Þórðarsonar, þar sem hann fagnaði vel afmælunum báðum, kom fram að í byrjun október færi fram mikið og voldugt söfnunar- átak á vegum SÍBS, en frá því í árdaga hefur SIBS átt fyrsta sunnudag í október sem árlegan merkjasöludag. Haukur sagði að þá yrði leitað til landsmanna um stuðning við nýtt átak á Reykjalundi, það fé myndi fara í að kosta viðbótarbyggingu þar til að auka mætti enn endurhæfingarrýmið. Mikið stæði til og vel til alls vandað m.a. yrði kvölddagskrá Sjónvarps helguð þessu átaki þ.e. dagskráin yrði allt kvöldið. Erland Johansson formaður NHL flutti svo setningarávarp. Þetta væri gleðidagur en þó vissulega hefðu kraftaverk verið unnin þá yrði áfram að halda og nefndi átakið í Eystra- saltslöndunum sérstaklega sem hið verðugasta verkefni á afmælisári. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti snjallt ávarp og mælti bæði á íslensku og sænsku. Hann fagnaði því tækifæri að mega hylla hugsjónaríka frumherja sem frábærum árangri hefðu skilað, ekki síst í ljósi þess hvílíkur skelfilegur vágestur berklarnir hefðu verið og erfitt í dag að gera sér í hugarlund hvílíkur örlagadómur þetta hefði verið að fá berkla, bæði þeim sem fengu og þeirra fólki. Rifjaði upp sína minn- ingu um berklaveika móður, baráttu hennar og örlög, fátt eitt hefði meira vægi í huga sér. Frumherjana hefði einkennt hug- sjónahiti, atorka og framkvæmd hug- sjónanna. Hann sagði Reykjalund kjarna og fyrirmynd í velferðarkerfi okkar. Ólafur Ragnar lýsti sérstakri ánægju með hið norræna samstarf, minnti um leið á hversu framarlega Norðurlönd- in stæðu á velferðarsviðinu. Á nýrri öld þyrfti að leggja enn meiri áherslu á heilbrigðismál þar sem þáttur frjálsra félagasamtaka væri afar dýrmætur. Minnti á mikilvægan þátt góðra forvarna. Flutti SÍBS og norrænu samtök- unum einlægar hamingjuóskir. Bergþór Pálsson söng þessu næst okkur til yndis og ánægju við undir- leik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur m.a. SIBS - söng þeirra Oddgeirs Kristjánssonar og Árna úr Eyjum. Bo Mánsson framkvæmdastjóri NHL rakti svo samvinnuna innan NHL í 50 ár. Kvað samtökin hafa unnið vel að mörgu, verið sterk- ari saman. Mikilvæg væri hin góða samvinna við heilbrigðisyfirvöld landanna. Bo kvað samtökin hafa tekið fleiri hópa inn á tímanum en í upphafi hefðu verið s.s. astmasjúka, hjartasjúklinga og sjúklinga með lungnaþembu. Hann ræddi endur- hæfingarmál og í þeim efnum taldi hann Reykjalund glæstasta dæmið. Árangur samtakanna fælist í bættu heilsufari, betri endurhæfingu. Nú þyrfti að hjálpa öðrum utan Norðurlanda í baráttunni gegn berkl- um og þar væri Eystrasaltsverkefnið efst á baugi. Að loknu kaffihléi talaði Svein Erik Myrseth formaður norsku samtakanna um heilbrigðisþjónustu fyrir lungnasjúklinga á komandi öld. Hann minnti á áhættuþættina mestu: reykingarnar sem væru nr.l, þar væru forvarnaraðgerðir hvorki nógu öflugar né víðtækar; þá vaxandi mengun - bílarnir - iðjuverin - gróðurhúsaáhrifin, allt þetta og fleira þyrfti að fá meira viðnám og auka allar rannsóknir á þessu sviði. Mennta þyrfti lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk enn betur en meginatriðið væri þó það að fólk tæki ábyrgð á sinni eigin heilsu. Samstarf við stjórnvöld væri slfk- um samtökum sjúklinga og öryrkja mikil nauðsyn. Vék svo m.a. að langvinnri lúngna- þembu og skelfilegri aukningu hennar - 380 þús. lungnasjúklinga í Noregi t.d. Gegn þessu yrði sannarlega að snúast og það væri allra hlutverk í raun. Forvarnir og endurhæfing væru þarna í öndvegi. Að lokum yndis- þýðum leik Auðar Hafsteinsdóttur á fiðlu og Bryndísar Höllu Gylfadóttur á selló flutti Þorsteinn Blöndal yfir- læknir erindi: Berklaveiki á hverf- anda hveli. Erindi hans mun birt hér í blaðinu. Lokaorð fluttu svo Erland Johansson og Haukur Þórðarson. Hátíð þessi fór hið besta fram, fróðleikur gjöfull mjög og mikill fyrir okkur borinn ásamt með góðum veitingum. Norrænu samtökunum er allra heilla árnað og SÍBS færðar innilegar hamingjuóskir og þökk fyrir sex áratuga frábært starf, þar sýna verkin merkin. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.