Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 11
náms. Þó tókst mér að læra hrafl í dönsku hjá Kristni Armannssyni í Ríkisútvarpinu. Hálfan vetur dvaldi ég hjá Þorgrími Sigurðssyni, presti á Staðastað, ágætum skólamanni sem tók til sín nemendur á veturna og kom mörgum til framhaldsnáms. Pen- ingaleysi kom í veg fyrir skólagöngu hjá mér.” Eftir að hafa eytt unglingsárunum til að hjálpa við bústörfin, fannst Sveini kominn tími til að þéna peninga. Nítján ára fór sveinninn undan Jökli til Reykjavíkur, og stefndi á vertíð. “Eg var eitthvað svo slappur fyrstu dagana í Reykjavík, og einhver velviljaður benti mér á berklavarnastöðina Líkn. Skoðunin var ókeypis og niðurstaðan kom samstundis: “Berklar í báðum Hjólbörudeildin á Vífilsstöðum. lungum” og samdægurs var ég sendur á Vífilsstaði. En ég reyndist ekki með smitandi berkla, hafði sloppið við að smita fólkið mitt. Loftbrjóstaðgerð var reynd, sem var fólgin í að hleypa lofti á milli brjósthimnu og lunga til að hvíla lungað, en ekkert gekk. Eg hafði svo oft fengið brjósthimnu- bólgu sem unglingur, að allt var gróið saman. Framundan var þá rifjaaðgerð eða höggning, en ég fór eftir öllu sem læknamirráðlögðu, fitnaði og hresst- ist og slapp við allar aðgerðir. Berklalyfin voru þá rétt ókomin. Ef ég man rétt, þá fengust tveir skammtar af Streptomycin 1947 eða Við undirskrift kaupsamnings Gigtarfélagsins á Ármúla 5. Fremri röð: Einar Ingólfsson hdl. G.I., Sveinn Indriðason G.I., Geir Magnússon SIS. Aftari röð: Sigurður H. Ólafsson G.Í., Magnús Tryggvason Frey, Bernhard Petersen Frey, Jón Þorsteinsson G.I. ’48. Lyfið var komið á tilraunastig 1943 og haft fyrir satt að þessir tveir skammtar væru þeir fyrstu sem fóru út úr Bandaríkjunum. Við áttum ágætis lækna og auðveldara í litlu samfélagi að fylgjast vel með. Enda vorum við á góðri leið með að útrýma berklunum þegar lyfin komu. Harður en góður skóli Dvölin á Vífilsstöðum var harður en góður skóli. Að lifa af berklana kenndi manni að gefast aldrei upp. Eg lá í átta manna stofu. Stofufélagar mínir komu úr öllum landshlutum og voru hver öðrum skemmtilegri. Meðalaldurinn var á milli 20 og 30 ár, og margir hæfileikamenn börðust þarna fyrir lífi sínu. Bókasafnið var gott og þar lærði ég að lesa góðar bækur. Síðarkomst ég upp á að lesa fagurbókmenntir svo sem Hemingway eftir leiðsögn húsfélaga míns á Reykjalundi, Baldvins Jónssonar. Hann kenndi mér líka bridds, og fyrir hans for- göngu spiluðum við saman fjórir félagar í marga áratugi. Baldvin skipulagði happdrætti SÍBS og happdrætti DAS, sem hann var framkvæmdastjóri fyrir í nærri 40 ár. Fáir hafa unnið meira fyrir fatlaða en hann.” Já, þau styrktu hvort annað í baráttunni og stóðu saman í verki sjúku ungmennin á Vífilstöðum. Nú eru margir fagrir skógarreitir í Heiðmörk, en fyrsta plöntunin á sögulegt gildi. Austan við vatnið gef- ur að líta fagran trjálund, sem berkla- sjúklingar á Vífilsstöðum eiga heið- urinn af. “Þama kynntist ég fyrst tilraunum til trjáræktar,” segir Sveinn. “Hörður Ólafsson, langlegusjúkl- ingur á Vífilsstöðum, var mikill áhugamaður um trjárækt og fékk reit- inn til afnota. Fyrsta verkið var að girða landið af fyrir búfé, og við það hjálpaði hópurinn sem var að frískast vorið 1948. Enginn vegur var austur fyrir vatnið, svo að siglt var á segl- bátum, sem sjúklingar voru með á vatninu. Það var góð tilfinning að komast í “hjólbörudeildina”, eins og hópurinn var kallaður, og hafa öðlast kraft til að aka hjólbörum og lyfta skóflu. Vífilsstaðadvöl mín hófst í janúar ’47 og þaðan útskrifaðist ég á Reykjalund í september ’48, sem þótti gott. Hugsjónamaðurinn Oddur Það var erfitt fyrir ungan mann að vera bundinn á spítala eða vinnuhæli þau æviár sem flestir nýta nú til frekara náms, en á Reykjalundi kynntist ég einum mesta hugsjóna- manni á landinu, Oddi Ólafssyni yfirlækni. Oddur var allt í öllu á Reykjalundi fyrstuárin. Hannáttieinnafþessum Willys jeppum og fólk þurfti að FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.