Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 33
Unaðsreitur við Elliðavatn Frá vígsluathöfninni. s Ifréttum af þingi Sjálfsbjargar- lands- sambands fatlaðra hér í blaðinu kemur fram að þing samtakanna var haldið á Siglufirði nú sakir þess að félagið þar varð 40 ára á þessu ári, en það var um leið fyrsta félag Sjálfsbjargar. En fleiri eru fertugs- afmælin því í kjölfarið átti svo Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu sitt 40 ára afmæli. I tilefni afmælisins var utivistarsvæði félagsins við Elliðavatn opnað við hátíðlega athöfn laugar- daginn 27.júní að við- stöddu miklu fjölmenni. Sól var úti sem inni og fagnaður fjarska góður með ýmsum dagskrár- atriðum. Þetta er glæsi- legt framtak hjá félaginu og allt gjört á svæðinu sem unnt er til að greiða fólki leið að gæðum þess. Upphafið má rekja til höfðingsskapar Magnúsar bónda á Vatns- enda s.s. fram kemur hér á eftir í máli Jóhannesar framkvæmdastj óra. Formaður Sjálfsbjarg- ar á höfuðborgarsvæðinu, Sigurrós M. Sigurjóns- dóttir, flutti ávarp í upp- hafi og setti þar með hátíðina. Minnti á 40 ára afmæli félagsins og kvað lang- þráðan draum þeirra Sjálfsbjargarfélaga um fallegt og aðgengilegt útivistarsvæði nú að vænum veruleika orðið. Varla væri unnt að halda betur upp á 40 ára afmæli félagsins. Framkvæmda- stjóri félagsins, Jóhannes Þór Guðbjartsson rakti svo í stuttu máli sögu þessa verks. Fara hér á eftir nokkur atriði þess: Það var 17.maí 1995 sem gengið var frá lóðarleigu- samningi við Magnús á Vatnsenda en leigu- greiðslur skulu hefjast 1. okt. eftir andlát Magnúsar og verða þá vægast sagt afar sanngjarnar. Skipu- lag svæðisins annaðist Auður S veinsdóttir lands- lagsarkitekt og skilaði því með sóma. Vigdís Finn- bogadóttir forseti Islands gróðursetti þarna tré ásamt Sjálfsbjargar- félögum 21. júní það ár, og þá afhenti Magnús landið formlega og Skóg- rækt með Skeljungi gaf plöntustyrk. Styrkir frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði voru í formi þess að ráðnir voru menn til verka en þeir greiddu, sama gilti um Kópavogsbæ. Mjög margir aðilar hafa lagt þeim lið og ekki þá síst Sigurður Pálsson Sjálfs- bjargarfélagi sem á þarna óteljandi vinnustundir við verkstjórn og störf ýmiss konar, allt án endurgjalds. Beinir fjárhagslegir styrkir komu frá: Landvernd, 500 þús.kr.; Framkvæmdasjóði fatl- aðra, 1 millj. kr. og Um- hverfissjóði verslunar- innar, 500 þús.ki'. Fjáröflun annars feng- in með happdrættum m.a. listaverkahappdrætti. Helstu framkvæmdir sem sannarlega hafa skil- að sér vel eru stígagerð, flutningur og miklar lagfæringar á húsi, pallar og skjólgarðar við húsið og svo þessi fallega stein- bryggja - hlaðin, byrjað á trébryggju sem á að vera svo útbúin að hjólastólar geti farið beint út. Svæð- ið er afgirt smekklega og aðgengi allt ágætt. Jóhannes sagði í lokin að talsvert sé nú þegar um að félagar nýti sér svæðið og færði svo fram bestu þakkir til þeirra fjöl- mörgu sem hafa veitt sitt dýrmæta lið á einn eða annan veg. Avörp tluttu Snæbjörn Þórðarson f.h. Sjálfs- bjargar landssambands svo og Sjálfsbjargar á Akureyri, Friðrik Arsæll Magnússon f.h. Sjálfs- bjargar á Suðurnesjum, Sigmar Maríusson og Helgi Seljan f.h. Öryrkja- bandalags Islands. Þeir Snæbjörn og Friðrik Ársæll færðu góðar gjafir frá systra- félögum og Sigmar færði Sjálfsbjörg fagran grip gjörðan af sínum lista- mannshöndum. Helgi flutti ljóð sem birtist í afmælisblaði Sjálfs- bjargar. að var svo Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs sem opnaði svæðið formlega með ávarpi en tvær ungar konur klipptu á borða til að opið væri og var vel fagnað. Sigurður fagnaði þessum framkvæmdum mjög og kvað Kópavogs- búa stolta af framtakinu, Kópavogsbær hefði lagt þessu lið gott og myndi áfram gjöra. Ágæt skemmtiatriði voru milli atriða m.a. söng Jón Jósep Snæ- bjarnarson (Þórðarsonar) mjög fallega Island er land þitt og ungt fólk í Gradualekór Langholts- kirkju söng af mikilli snilli nokkur lög sem sannarlega glöddu eyru viðstaddra. Á eftir var viðstöddum, fríðum fjölda fólks á öllum aldri, boðið til grillveislu sem greinilega var vel þegin, enda gustaði nokkuð af Elliðavatni svona rétt til að minna á það að við erum nú einu sinni á Islandi og rétt að vera við öllu búin. Öryrkjabandalag íslands endurtekur hlýjar árnaðaróskir til Sjálfs- bjargar með farsælt starf í fjörutíu ár og fagnar með þeim góðum áfanga um leið, sem örugglega á eftir að verða ærnum fjölda unaðsgjafi. Megið þið vel njóta unaðsreitsins við Elliða- vatn. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.