Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 30
FERÐ SJÁLFSBJARGAR- HEIMILISMANNA Svo sem ljóslega kom fram í síðasta tölublaði Fréttabréfsins í viðtali, fróðlegu mjög, við Tryggva Friðjónsson framkvæmda- stjóra Sjálfsbjargarheim- ilisins þá varð það ágæta heimili 25 ára í júlíbyrjun sl. Þar var frá því greint að ferðalag mikið stæði fyrir dyrum til Danaveldis og því heitið að frá því yrði síðar sagt. A afmælisdeginum sjálfum 7. júlí var haldin smáathöfn á heimilinu þar sem sérstakir gestir fengu viðurkenningu þ.e. þeir heimilismenn og starfsfólk sem verið hafði 20 ár eða lengur á heimilinu eða starfað við það. Þar af var Jónína Bjarnadóttir búin að dvelja á heimilinu frá upphafi og Erla Sandholt hárgreiðslumeistari, Kristj- án Hjaltested matreiðslu- maður og Þórdís Davíðs- dóttir sjúkraliði sem starfs- menn frá upphafi. Aðrir sem aldarfimmtungi höfðu náð af íbúum voru: Ásgerður Þórarinsdóttir, Finnur Kári Sigurðsson og María Skagan. Af starfs- fólki þau Lára Jóhanns- dóttir starfsmaður, Sigríður Ágústsdóttir sjúkraliði og Örn Bjarnason læknir. Tryggvi flutti þarna stutt ávarp og veitti viðurkenn- ingarnar og afar góður málsverður var fram bor- inn. n svo beint að ferð- inni. Ritstjóri fór í heimsókn einn bjartan sólskinsdag í júlí og innti þrjá ferðalanga eftir að- draganda og nokkrum ferðapunktum um leið. Viðmælendur voru Tryggvi Friðjónsson fram- kvæmdastjóri og heimilis- fólkið Guðný Alda Ein- arsdóttir og Hildimundur Sæmundsson. Tryggvi gat þess fyrst að á vegum heim- ilisins væri starfandi sam- ráðsnefnd um heimilishagi ýmiss konar, væri umsagn- ar- og tillöguaðili um það sem betur mætti fara, nefndi sem dæmi um beint verkefni sem væru svo- kallaðir fegrunardagar heimilisins sem hefðu afar vel til tekist. Þarna eru heimilismenn sem starfs- fólk á jafnréttisgrundvelli, þetta væri 7 manna nefnd og þar af 3 fulltrúar íbúa. Hinir viðmælendur ritstjóra voru einmitt úr þessari samráðsnefnd svo og Tryggvi auðvitað einnig. Tryggvi sagði nefndina hafa átt stóran þátt í öllum undirbúningi og skipu- lagningu þessarar ferðar. Heimilismenn slepptu árshátíð í vetur og víða var svo leitað fanga um styrki m.a. hjá Öryrkjabanda- laginu sem styrkti ferðina sérstaklega um 125 þús.kr. sem sannarlega var gott gleðiefni hér á bæ. Af um 40 íbúum heim- ilisins fóru 26 í ferð- ina og má það kallast einstaklega góð þátttaka miðað við aðstæður allar. Annar eins hópur starfs- manna fór enda brýn nauð- syn, nánast allir sem tengi- liðir þ.e. hver íbúi átti aðgang að sínum tengilið í förinni einkum hvað snerti persónulega hagi og mál- efni. Síðan fóru nokkrir aðrir í ferðina s.s húsvörð- ur, bifreiðastjórinn Stein- dór, hjúkrunarfræðingar og hluti stjórnar Sjálfsbjarg- arheimilisins. Alls voru í ferðalaginu 69 þ.á m. sér- stakir hirðljósmyndarar sem voru Árni Salómons- son og Jón Tryggvason. Nú ferðin var svo farin 11. júlí eða í raun var kom- inn 12. þegar í loftið var farið og landið kvatt. Ferð- inni var heitið til Jótlands í Danaveldi, en dvalið var í Egmont hpjskolen og sumarhúsum þar í kring. Egmont er sérstaklega ákjósanlegur staður fyrir fatlað fólk að dvelja á, um- hverfið er fagurt og frið- sælt. Væri sannarlega ástæða til þess síðar meir að segja frá Egmont höjskolen og starfseminni þar, en það verður að bíða betri tíma. Þaðan var svo farið í fjöl- breyttar skoðunarferðir og á fimmtudeginum ló.júlí var afmælishátíð mikil haldin. n gefum nú Hildi- mundi Sæmundssyni orðið: Þetta var alveg himnesk ferð, vel skipu- lögð og mjög vel heppnuð, mér þótti a.m.k. mjög gam- an og naut ferðarinnar afar vel. Við fengum náttúrulega íslenskt veður enda var víst ekki hægt að skipuleggja það fyrirfram, en í heild var það skaplegt og hvfldardag- urinn okkar eða frjálsi dag- urinn eini rigningardag- urinn. Til útlanda hefi ég aðeins einu sinni farið og þá til Júgóslavíu, en þar mun nú allt hafa verið sprengt í loft upp. Ferðaáætlun stóðst fyllilega og Tryggvi ásamt öllum hinum fær mikið hrós fyrir ferðalagið og hann sér í lagi fyrir frábæra fararstjórn. Mér þótti heimsóknin í Legoland bera af öðru, sá undraheimur vakti furðu mína, hvað hægt er að gera úr þessum litlu kubbum, aðgengi tiltölulega gott og garðurinn í heild snyrti- legur og mjög fallegur. Hafnarhátíðin í Hou var líka mjög skemmtileg og gaman var að sækja Árósa heim. Viðureignin við snobrödet er mér minnis- stæð, bálstæði er við ströndina og þar tendrað bál, síðan er deigi vafið framan á prik og bakað svo yfir eldinum og er býsna bragðgott. Gistiaðstaðan í Egmont var afar góð, að- gengi til fyrirmyndar, mað- ur var þarna svo frjáls og óhindraður. Þarna var nóg- ur og góður matur en þó þótti mér nú dönsku ost- arnir fullsterkir á bragðið. En sem sagt himnesk ferð. á var komið að Guðnýju Öldu Einars- dóttur og henni gefið orðið: 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.