Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 7
mismunað vegna hjúskaparstöðu og einnig eftir því hvort þeir eiga við atvinnuleysi eða heilsubrest að stríða. Slík mismunun er andstæð anda stjórnarskrárinnar. Reglugerðin er einnig að mínu mati brot á 11. grein stjórnsýslulaganna.” Næst tók til máls Guðný Guð- björnsdóttir sem kvað marga alvar- lega fleti á þessu máli. Að setja reglu- gerð sem ekki ætti sér lagastoð sagði hún mjög alvarlegt mál sem þingið hlyti að taka á. í þessu sambandi vildi hún “ítreka þá grundvallarafstöðu okkar kvennalistakvenna að líta beri í auknum mæli á fólk sem einstakl- inga, óháð hjúskaparstöðu.” Svavar Gestsson sagði að hér væri verið að vekja athygli á mjög alvar- legu máli og fyrir það vildi hann þakka málshefjanda. Svavar gagn- rýndi heilbrigðisráðherra fyrir að bera fyrir sig álit umboðsmanns Alþingis með þeim hætti sem hún gerði, enda hefði hann málið nú til umfjöllunar á grundvelli þeirra breytinga sem gerðar hefðu verið á almannatrygg- ingalögum, lögum sem raunar væri búið að breyta á milli 150 til 200 sinn- um. “Það er auk þess rangt,” sagði ^jj Jóhanna Sigurðardóttir: “Hér er stórmál á ferðinni. ” hann, “að ákvæði það sem hæstvirtur ráðherra vitnaði til hafi verið óbreytt frá setningu laganna.” Þegar Svavar hafði bent á veigamiklar breytingar sem orðið hefðu frá 1971 sagði hann: “Það er ótrúlegt að bera það fyrir sig að reglugerð standist tímans tönn þó að lögunum sem voru undir þeirri reglugerð í upphafi hafi verið breytt.” Að endingu sagði hann: “Niðurstaða mín af málinu er sú að það er óhjá- kvæmilegt að höfðað verði prófmál í þessu máli til að tryggja að öryrkjar og aldraðir fái sinn rétt.” Lúðvík Bergvinsson lýsti von- brigðum sínum með svör heilbrigðis- ráðherra. Tók hann undir hvatningu Svavars um að á þetta yrði látið reyna fyrir dómi. “Á hinn bóginn vil ég segja að ef löggjöfin er þannig úr garði gerð að hún kveður skýrt á um það hver réttur þessa fólks er, þá getur framkvæmdavaldið ekki komið upp og breytt þessum réttindum einhliða. Það er alveg kristaltært.” I lokin sagði Lúðvík: “En enn og aftur verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum með svör hæstvirts heilbrigðisráðherra sem voru að mínu viti fyrir neðan allar hellur.” “Hér er stórmál á ferðinni,” sagði Jóhanna Sigurðardóttir, sem næst tjáði sig um málið. “Það breytir ekki örorku viðkomandi þó maki hans hafi tekjur.” Jóhanna tók undir það viðhorf sem fram kom hjá Guðnýju Guð- björnsdóttur að líta bæri á fólk sem Ólafur Þ. Þórð- arson: Þeir tím- ar upp runnir að við eigum að horfa meira á einstaklinginn sem einstakling, en ekki eins mikið á hjáskaparstöðuna. einstaklinga óháð hjúskaparstöðu þess. “Ég tek líka undir það sem fram kom hjá háttvirtum þingmanni Svav- ari Gestssyni, að það væri rétt að láta reyna á þetta sem prófmál. Fyrst af öllu tel ég að heilbrigðis- og trygg- inganefnd eigi að láta þetta mál til sín taka.” Olafur Þ. Þórðarson kvaðst þeirr- ar skoðunar að í stað tímafrekra mála- ferla væri nær að Alþingi tæki af allan vafa með löggjöf sem væri nógu skýr til að ekki yrði um túlkun hennar deilt. “Ég held að þeir tímar séu upprunn- ir,” sagði Ólafur, “að við eigum að horfa meira á einstaklinginn sem ein- stakling en ekki horfa eins mikið á hjúskaparstöðuna.” Ásta R. Jóhannesdóttir sagði að á meðan þessi mannréttindabrot við- gengjust þýddi lítið að vera að tala um fjölskylduna sem hornstein sam- félagsins. “Ég þekki mörg dæmi þess,” sagði hún, “að fjölskyldur hafa brotnað, hjónaböndin þola ekki það álag sem þau þurfa að bera þegar svona stendur á og þessar reglur koma til fullra framkvæmda. Það er stað- reynd að mörg hjónabönd hafa brotn- að vegna þessa.” Margrét Frímannsdóttir tók nú aftur til máls og kvaðst hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum með þau svör ráðherra “að hér sé um óbreytt orðrétt ákvæði að ræða frá því 1974 eða 1971, því það er byggt á allt öðrum grunni.” I reglugerð sem sett hefði verið 1995 kæmi fram að hún væri sett með stoð í 17. og 18. gr. þágildandi laga. “Og það er fráleitt,” sagði Mar- grét, “að vísa til álits umboðsmanns sem hefur verið tekið upp vegna breyttra forsendna.” Þrátt fyrir þær upplýsingar sem fram höfðu komið í þessari umræðu kvaddi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, sér hljóðs að nýju og sagði þá m.a: “Ég minni á að við erum að talaum lagastoð og reglugerð sem hefur verið óbreytt í 25 ár.” Áður en ráðherra lauk máli sínu vildi hún hnykkja enn frekar á þessari stað- hæfingu og sagði: “Það hefur ekkert breyst síðan lögin voru sett árið 1971 varðandi þetta mál.” Þann 27. maí s.l. kom málið aftur til umræðu, nú að frumkvæði Ástu R. Jóhannesdóttur. I millitíð- inni hafði það gerst að umboðsmaður Ásta R. Jóhann- esdóttir: “Þessar reglur hafa sundrað fjölda fjölskyldna og þetta hefur vald- ið öryrkjum og ástvinum þeirra ómœldri sorg. ” Alþingis sendi forseta þingsins 27 síðna álitsgerð þar sem farið er fram á að löggjafinn láti mál þetta til sín taka. Til að bregðast við beiðninni lögðu fimm þingmenn fram breyt- ingartilllögu þar sem lagt er til að við 17. gr. almannatrygginga bætist svo- hljóðandi málsgrein: “Tekjur maka hafa ekki áhrif á tekjutryggingu líf- eyrisþega.” Auk Ástu R. Jóhann- esdóttur voru flutningsmenn tillög- unnar Margrét Frímannsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Ossur Skarphéðinsson og Kristín Ást- geirsdóttir. Ekki náði tillagan fram að ganga, en um hana spunnust athyglisverðar umræður. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.