Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 22
Frá 29. þingi Sjálfsbjargar
29. þing Sjálfsbjargar - landssam-
bands fatlaðra var haldið á Siglufirði
dagana 5.-7. júní sl.
Þingstaðurinn var valinn með tilliti
til þess að 9. júní sl. voru einmitt 40
ár frá því fyrsta Sjálfsbjargarfélagið
á landinu var stofnað og einmitt á
Siglufirði.
Frumkvæði að stofnuninni hafði
hugsjónamaðurinn og tónskáldið
snjalla Sigursveinn D. Kristinsson.
Alls sóttu þingið 46 þingfulltrúar
auk á annan tug áheyrnarfulltrúa frá
aðildarfélögum Sjálfsbjargar vítt um
land en þau eru nú 17 talsins.
Þingið var sett við hátíðlega athöfn
á föstudeginum þar sem formaður
Sjálfsbjargar á Siglufirði, Valey Jón-
asdóttir flutti ávarp og bauð fólk
velkomið, Guðríður Olafsdóttir, form.
landssambandsins setti þingið form-
lega, Arni Gunnarsson, aðstoðarm.
félagsmálaráðherra flutti ávarp sem
og Guðmundur Guðlaugsson bæjar-
stjóri á Siglufirði. Þá flutti og ávarp
Haukur Þórðarson form. Öryrkja-
bandalagsins og færði kveðjur og
heillaóskir bandalagsins, innsiglaðar
með blómakörfu. Milli þessara atriða
voru tónlistaratriði sem Alftagerðis-
bræður, Kvennakór Siglufjarðar og
nemendur Tónlistarskóla Siglufjarðar
sáu um og góður rómur gerður að.
ingforsetar voru svo heima-
mennirnir Hannes Baldvinsson
og Kristján Möller. Margar góðar
skýrslur voru lagðar fram á þinginu
og urðu miklar umræður um þær sem
önnur mál þingsins.
Má þar nefna skýrslu fram-
kvæmdastjórnar og skrifstofu, skýrsl-
ur nefnda á vegum Sjálfsbjargar:
húsnefndar, ferlinefndar, ritnefndar,
æskulýðsnefndar, atvinnumálanefnd-
ar, tryggingamálanefndar, félagsmála-
nefndar, farartækjanefndar, Hjálpar-
liðs og Styrktarsjóðs Sjálfsbjargar.
Sömuleiðis skýrsla Sjálfsbjargar-
heimilisins.
Aðalmál þingsins voru kjara- og
atvinnumál og var haldinn sérstakur
fundur um þau þar sem framsögu
höfðu Asgeir Magnússon forstöðum.
skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri og
Helgi Seljan.
Hringborðsumræðum þar um
stjórnaði svo Guðríður Ólafsdóttir og
urðu af fjörugar umræður og fyrir-
spurnir sem svarað var. Fólk var vel
haldið nyrðra í mat og drykk og mót-
tökur heimamanna hinar höfðingleg-
ustu í alla staði m.a. móttaka í boði
bæjarstjómar.
5 starfshópar störfuðu á þinginu og
skiluðu góðu starfi sem og ályktunum
um sitt málasvið.
Nýr formaður Sjálfsbjargar-
landssambands fatlaðra var
kjörinn Arnór Pétursson Reykjavík,
varaformaður er Snæbjörn Þórðarson
Akureyri, gjaldkeri Ragnar Gunnar
Þórhallsson Reykjavík, ritari Hildur
Jónsdóttir Reykjavík og meðstjórn-
andi Jón Stígsson, Reykjanesbæ.
Ragnar Gunnar Þórhallsson er einn
um það að hafa verið í fráfarandi
stjórn. Einsogáðursegirvorukjara-
málin aðalmál þingsins og hér fer á
eftir kjaramálaályktunin í heild:
29. þing Sjálfsbjargar, landssam-
bands fatlaðra, krefst þess að fatlaðir
fái tækifæri til að lifa mannsæmandi
lífi enda hefur ríkisstjóm íslands und-
irgengist það með samþykkt Mann-
réttindasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna.
Vel var veitt á virðulegu þingi,
Að undanförnu hafa kjör fatlaðra
verið skert til muna. Nú hafa ráðherr-
ar lýst yfir batnandi hag og að bjart
séyfirefnahagþjóðarinnar. 29. lands-
sambandsþing Sjálfsbjargar skorar
því á stjórnvöld að verða við eftir-
farandi:
1. Atvinnuþátttaka fatlaðra má aldrei
leiða til þess að ráðstöfunartekjur
minnki vegna skerðingarákvæða í
lögum almannatrygginga, lögum
um félagslega aðstoð og lögum um
félagsþjónustu sveitarfélaga.
2.Sett verði reglugerð um hækkun
frítekjumarks, sem hækki í sam-
ræmi við launavísitölu.
3. Tryggja þarf að nægilegt framboð
af viðunandi húsnæði verði fyrir
fatlaða á viðunandi kjörum, hvort
sem um leigu og/eða eignaríbúðir
er að ræða.
4. Felld verði úr gildi reglugerð sem
skerðir eða sviptir öryrkja tekju-
tryggingu vegna tekna maka.
5.Skorað er á ríkisvaldið að hækka
þegar menntunar- og tækjastyrki
sem geta nýst sem atvinnutækifæri.
6. Tryggja þarf fötluðum jafnan rétt
til náms.
Næsta þing - hið þrítugasta verður
í Reykjavík árið 2000.
H.S.
enda matur mannsins megin.
22