Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 46
Helgi Hróðmarsson, fulltrúi: Sumarnámskeið í samstarfi við Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Hér að neðan verður fjallað um sumarnámskeið sem starfrækt hafa verið und- anfarin sumur í samstarfi við Lands- samtökin Þroskahjálp og Öryrkja- bandalag íslands. REIÐNÁMSKEIÐ AÐ REYKJALUNDI Undanfarin sumur hefur verið boðið upp á reiðnámskeið við Reykjalund í Mosfellsbæ. Námskeiðin eru hugsuð fyrir þá sem þurfa á sér- stakri aðstoð að halda. Fram- kvæmdastjóri námskeiðanna í sumar var Berg- lind Árnadóttir íþróttakennari. Á reiðnámskeiðunum er farið í stutta reiðtúra auk þess sem undirstöðuatriði varðandi reið- mennsku og meðferð hestsins eru kennd. Þátttakendur kynnast hreyf- ingum hestsins, viðbrögðum hans og hvernig bera skuli sig að við stjórnun hestsins. Farið er ítarlega í alla hluti sem snerta hestamennsku, svo sem ásetu, taumhald, gangtegundir og einkenni hestsins. Þá eru gerðar bæði verklegar og bóklegar æfingar. Að sögn leiðbeinendanna má nota reið- aðferð til þess að þjálfa skert jafnvægi, viðbrögð, samhæfingu og styrk vöðva, þannig að bæði er um líkam- lega og andlega örvun að ræða. Þátt- taka á námskeiðunum hefur aukist mjög undanfarin ár. í sumar sóttu námskeiðin um 230 þátttakendur. Þeir komu frá eftirfarandi heimilum og stofnunum: Reykjalundi, Tjalda- nesi, Skálatúni, Fannafold, Reykjadal, Trönuhólum, Holtavegi, MS- félag- inu, Lækjarási, Sæbraut, Lyngási og Sjálfsbjörg dagvistun. Auk þess sótti námskeiðin fjöldi einstaklinga “utan úr bæ” á eigin vegum. Hér er um að ræða mikilvæga og sívaxandi starfsemi sem, allt í senn, má flokka undir tómstundir, þjálfun og endurhæfingu. Enda hafa á hverju hausti, þegar líða tekur að lokum námskeiðanna, komið spurn- ingar frá þátttakendum um hvort ekki verði boðið upp á námskeið einnig yfir vetrartímann. Af þeim sökum hafa fulltrúar Öryrkjabandalags og Þroskahjálpar hvatt til þess að borg- aryfirvöld stæðu að sams konar nám- skeiðum yfir vetrartímann. Fulltrúar samtakanna auk framkvæmdastjóra námskeiðanna fóru t.d. á fund fulltrúa íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík- urborgar þar sem látið var reyna á þetta. Það varð úr að haustið 1993 voru sett af stað reiðnámskeið fyrir fatlað fólk í Reiðhöllinni á vegum Reykjavíkurborgar. Þátttaka fólks af öllum aldri fór fram úr björtustu von- um. Fjárskortur olli því hins vegar að ekki varð áframhald á þessum vetr- amámskeiðum. Samtökin sendu bréf til Reykjavíkurborgar haustið 1994, þar sem farið var fram á aðstöðu fyrir reiðnámskeið fatlaðra í Reiðhöllinni um veturinn. Undirritaður fór á fund borgarstjóra, forseta borgarstjómar og formanns félagsmálaráðs til þess að tala fyrir þessu máli. Það varð úr að námskeiðin voru haldin aftur í nokkra mánuði haustið 1995. Fullástæðaer til að benda á mikla þörf sem sannar- lega er fyrir ofangreind námskeið ekki síður yfir vetrartímann. Við hjá hagsmunasamtökum fatl- aðra höfum undanfarin ár séð að nám- skeiðin hafa veitt ómælda ánægju og gleði sem vert er að gera allt til að viðhalda. Eins og í svo mörgum mál- um snýst þetta um peninga og póli- tíska forgangsröðun þeirra. Undirrit- aður getur fullyrt, af reynslu undan- farinna ára, að fjárveitingu til reið- námskeiða fyrir fatlað fólk er vel varið. SKÁTANÁMSKEIÐ Undanfarin sumur hefur verið starfræktur Utilífsskóli af skátafél- aginu Skjöldungum í samstarfi við samtök fatlaðra, Bandalag íslenskra skáta og Skátasamband Reykjavíkur. Markmið með rekstri Utilífsskólans, sem sniðinn er að þörfum þeirra sem þurfa sérstaka aðstoð, er að bjóða upp á starfsemi sem gerir þátttakendur hæfari til að takast á við daglegt líf. Fötluð jafnt sem ófötluð börn njóta dagskrárinnar þar sem leitast er við að sinna einstaklingnum á sem bestan hátt. I grófum dráttum má segja að tilgangurinn með starfi Utilífsskólans sé sá sami og tilgangur skátastarfsins þar sem markmið skátahreyfingar- innar eru höfð að leiðarljósi. Leitast er við að hafa dagskrá námskeiðanna uppbyggilega, fjölbreytta og spenn- andi. Hver dagur hefur ákveðið þema þar sem þátttakendur öðlast reynslu og spreyta sig á ýmsum verkefnum tengdum útilífi og skátaleikjum. Lokaáfangi hvers námskeiðs er úti- lega þar sem gist er í tjöldum eða skála. Á námskeiðunum er stuðst við hópefli til þess að styrkja hvern ein- stakling, jafnframt sem leitast er við að byggja hópinn upp með getu og þroska einstaklinganna í huga. Útilíf og útilífstengd viðfangsefni eru þungamiðja dagskrárinnar. Þátt- takendur fá þannig tækifæri til að taka þátt í útilífi þar sem hin ýmsu þemu tengd náttúrunni, landinu, sögu þess og samfélagi eru notuð. tarfsmenn Útilífsskólans hafa mikla reynslu af skátastarfi og starfi með fötluðu fólki. I því sam- bandi má t.d. benda á að Útilífsskólinn sendi einn leiðbeinenda á táknmáls- námskeið. Þátttaka á námskeiðin hefur minnkað nokkuð milli ára. Hluti skýringar á því má væntanlega rekja til þess að Reykjavíkurborg (ÍTR) hefur aukið þjónustu sína á þessu sviði og býður nú upp á mun fleiri kosti fyrir fötluð börn heldur en var þegar skátamir fóru af stað með Útilífsskólann í samstarfi við samtök fatlaðra fyrir u.þ.b. 8 árum. Helgi Hróðmarsson 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.