Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 31
Á Ieið í afmælisveizluna. Frá Legolandi. Þetta var mjög góð ferð og þó ég reyndi þá gæti ég ekki fundið að neinu. Eg er eins og þú hefur tekið fram í samráðsnefndinni - sjö manna - og vil segja það að það er mjög mikilvægt að mega þannig vera með í ráðum um hvaðeina. Eg hefi haft mjög gaman af þessu nefndarstarfi. Eg verð að koma því að að hann Tryggvi er einstakur fararstjóri. Til útlanda hefi ég komið áður, til Noregs fyrir einmitt réttum 17 árum og svo til Spánar, var á Benidorm. Ég segi nú eins og Hildimundur að mér þótti heimsóknin í Legoland alveg frábær en það mun vera um 30 ára gamalt. Þarna sigla skip úr kubbum á vatninu, flugvél- ar eru á flugbrautum o.s.frv. Svo var þarna alvöru foss sem mér kom á óvart, því ég hafði nú ekki búist við fossum á Jótlandi. Lands- lag allt þarna er mjög fall- egt. Mér þóttu allar ferðirnar frá Egmont mjög skemmti- legar. Sumarhúsin þarna sem við höfðum til umráða vom einstaklega vel útbúin, við vorum 6 í hverju. Svo var þessi fína afmælisveisla úti - annar í afmæli - og þar voru ýmis heimatilbúin atriði. Ég las þar upp köku- uppskrift með tvíræðu ívafí, enda húsmæðraskóla- gengin og hafði æfingu í upplestri frá vist minni hjá Kjuregei Alexöndru. Einn- ig lét ég nokkra brandara fjúka með, en ég hefi gam- an af að lesa upp og koma fólki til að hlæja. Já, þetta var yndisleg ferð og allir samtaka um að skemmta sér vel. s Irabbi á eftir kom fram að talið er að endar nái saman og Tryggvi vildi sér- staklega koma því að að styrkurinn frá Öryrkja- bandalaginu hefði farið beint til íbúanna. Öll voru þau sammála um að fyrirkomulagið með tengiliðina hefði verið til fyrirmyndar. Ferðalangam- ir komu svo heim 18. júlí sælir yfir ferðinni og heim- komunni um leið, allir heilu og höldnu, ferðin í raun glæsilegt sýnishorn af því hvað er mögulegt í þessum efnum sem öðrum ef allt er undirbúið sem allra best og fyrir öllu séð áður en í för er lagt. Það er við hæfi að ljúka þessu stutta ágripi af ferðasögu með frásögn Guðnýjar Öldu af minnis- stæðu atviki. “Mér þótti fallegt þarna, skógurinn alveg niður að sjó. Ég vaknaði við þennan fjöl- breytta fuglasöng, var raun- ar með skrítið suð í eyrum eftir flugið, en einn fugl söng þó sýnu hæst og ein- kennilegast. Þegar að var gáð reyndist þetta vera ugla.” Ein minning af mörgum eftirminnilegum úr þessari ágætu ferð sem ylja mun hverjum ferðalanga í fram- tíðinni. Enn og aftur er Sjálfs- bjargarheimilinu og öllum þar óskað til hamingju með aldarfjórðunginn og far- sældaróskir um framtíð alla fylgja hér með. H.S. Hlerað í hornum Einu sinni var maður gestkomandi á bæ einum og fékk sér heldur betur af landabirgðum húsbóndans, kastaði öllu upp í klósettið, sturtaði niður, en varð þess þá áskynja sér til skelfingar að fölsku tennurnar voru farnar veg allrar veraldar. Hann bar sig upp við bónda, en hann sagðist kunna ráð við þessu, hann ætlaði að nota sína kraft- miklu haugsugu og síðan skyldi gestur bara vera við ræsisopið og tennurnar mundu birtast. Allt var sett í gang og tennurnar skiluðu sér, en þegar bóndi sagði síðar frá bætti hann við: “En mest var ég hissa þegar hann kom frá ræsinu með tennurnar uppi í sér. En hann gat nú hafa skolað af þeim”. Á Stöð 2 var frá því sagt að hin ein- ræktaða ær, Dollý hefði eignast lamb. Mörgum þóttu þó enn meiri tíðindi þegar sagt var að lambið hefði hún eignast með skozkum fjallasauð. *** Unga parið var á leið til kirkju til að ganga í hjónaband, prúðbúin að sjálf- sögðu. Þau lentu hins vegar í bílslysi og létust bæði. Þau komu svo til himna og fóru í biðröðina hjá Sankti Pétri og þegar að þeim kom spurðu þau Pétur hvort þau gætu ekki látið gifta sig þama inni, þeim þætti svo leiðinlegt að vera ógift enda ætlað að bæta lir því þegar svona fór. Pétur bað þau doka við og fór innfyrir, svo leið og beið og alltaf lengdist bið- röðin. Eftir tvo daga kom hann til baka móður og másandi og sagði að þetta væri hægt og þau skyldu fara inn. En eitthvað höfðu þau nú hugsað ráð sitt þarna í biðröðinni því nú spurðu þau hvort ekki væri hægt að fá skilnað þarna inni ef svo bæri undir. Pétur varð öskugrár í framan af bræði, grýtti bókinni frá sér og stappaði fótum á skýinu: “Það gekk nú nógu illa að finna prest þama inni, þó maður þurfi nú ekki að fara að leita að lögfræðingi”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.