Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 37
að minna uggaþjóð á svengd sína. Kannski var hann að hlusta. En við börnin vorum þögul. Hið eina sem heyrðist var hávaðinn í stelkunum, sem gerðu sitt besta til að sýnast veik- burða og gott ef ekki vængbrotnir, en þeim leikhæfileikum var svo sannar- lega sóað á sexmenningana á árbakk- anum. Fuglarnir róuðust svo smátt og smátt og við hættum að taka eftir þeim. Eg var orðinn votur í fætur. Hafði farið upp fyrir í mýrinni. Gúmmí- skórnir voru svo lágt sniðnir eftir venju skósmiðsins. Eg hugsaði að þetta væri vonlaust. Enginn fiskur mundi taka beitu í svo mórauðu vatni, þar að auki var þetta engin veiðiá þótt stöku sinnum mætti sjá nokkrar bröndur við bestu skilyrði. En allt í einu svignaði hin langa, enska stöng og það söng í hjólinu þegar línunni var rykkt út af því. Ég man að við börnin urðum gripin æsingi en fullorðnu mennirnir héldu ró sinni. Veiðimaðurinn reisti stöng- ina varlega og aðgætti bremsuna á hjólinu. Ég man að félagi hans sagði við hann að vonandi væri þetta ekki gaddavírsflækja. Það kom brátt í ljós að þetta var enginn gaddavír, því allt í einu stökk stór fiskur upp úr ánni um 30 metrum fyrir neðan okkur. Það þarf ekki að orðlengja það, að þarna landaði hinn blindi veiðimaður lang- stærsta fiski sem nokkurntíma hefur komið úr þessari litlu á. Hann dró hann eftir stutta baráttu inn í lítið srki rétt hjá nesinu, og ég man að ég hugs- aði að hann þekkti árbakkann afar vel. Hann stóð fyrir hugskotssjónum hans jafn greinilega og hann var fyrir aug- um okkar sjáandi. Fiskurinn var urriði, 6-7 punda, og svona eftir á að hyggja hefur þetta sennilega verið niðurgöngufiskur. egar veiðimaðurinn var búinn að losa úr fiskinum þá rétti hann sig upp og um varir hans lék dauft bros. Bros manns sem í áratuga myrkri dró torveiddan fisk úr dimmum straumi árinnar. Það var verðugur andstæð- ingur. Maður og fiskur í myrkri báðir tveir. Ég hef nú komið þessari stuttu frásögn á blað, en hún hefur kúrt einhversstaðar í barnsminninu í 45 ár. Ef þú skilur hana á sama hátt og ég, þá er vel. Ef ekki, þá vona ég að þér hafi samt ekki leiðst hún mjög mikið. Hitt get ég sagt þér, að þessi blindi maður sem lét fötlun sína ekki ráða nema mátulega miklu, átti eftir að afreka margt í lífinu. Hann átti eftir að koma mörgum börnum á legg. Hann átti eftir að stofna og reka stórt fyrirtæki og hann átti eftir að veiða marga laxa í frægum ám. Þó hefur þessi fiskur ef til vill verið honum mikilvægastur. Þennan dag sá hann ljósið. Eftir þennan dag var bursta- gerðin aðeins minning. s Eg fer nú að slá botninn í þetta bréf. Ég vona að þú sláir ekki slöku við æfingarnar því árangur kemur aldrei af sjálfu sér. í þínu tilfelli er ekki verið að drepa tímann, heldur verja tímanum eins og einn kennarinn segir. Hver stund sem þú verð til að styrkja líkama og sál er sérstök, og hún kemur aldrei aftur. Þessvegna verður að nota hana mjög vel. Hún er tækifæri til að leiðrétta villu í forritinu. Þinn vinur. Á.J. Bæklingur um táknmálstúlkun ✓ Isíðasta tölublaði, vorblaðinu, var hér gerð grein fyrir bæklingi Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra um rittúlkun . Þá láðist að gera grein fyrir hinum bækl- ingnum sem er um táknmálstúlkun, glöggur og skýr með öll atriði sem rnáli skipta s.s. hinn er. Hann skiptist í nokkra þætti: tákn- málstúlkun, góð ráð, staðsetning túlks, undirbúning, nokkrar vinnu- reglur, túlkaþjónustu og svo almennar upplýsingar. Athygli er vakin á því að tákn- málstúlkun sé sérhæft verkefni sem krcfst menntunar á háskólastigi í tákn- máli og túlkun, viðurkenning fæst ekki fyrr en að loknu yfirgripsmiklu mati. íslenskukunnátta góð skilyrði einnig. Minnt er á hið mikla andlega og líkamlega álag, strangar siðferð- isskyldur þ.m.t. algjört hlutleysi svo TÁKNMÁLS TULKUN ö Samskiptani iðstiið huyrna rlausra og heyrnarskertra og skilning á samfélagi og menningu heymarlausra. Panta þarf túlk með helst viku fyrirvara, segir í góðum ráðum. Tala þarf beint til hins heyrnarlausa, tala þarf skýrt með eðlilegum styrk og venjulegum hraða. Góð ráð um túlkun í skóla, af töflu og af glærum. Varðandi staðsetningu segir m.a. að við kennslu sé best að túlkur sé sem næst kennara þannig að not- andinn sjái túlk, kennara, töflu og myndvarpa samtímis. Best er að ekk- ert sé á hreyfingu aftan við túlkinn. Góður undirbúningur er hin mesta nauðsyn, góðan fyrirvara þarf að hafa á því að fá hvers konar efni sem flutt er. í nokkrunr vinnureglum segir m.a. að allt skuli túlkað sem sagt er, túlkur hlutlaus með öllu og er bundinn þagn- arskyldu. Túlkaþjónustan býður upp á sam- skipti milli heyrnai'lausra og heyrandi, fá má túlka sem vald hafa á snerti- túlkun fyrir daufblinda og millitúlkun fyrir þá sem ekki tala hefðbundið táknmál. I almennum upplýsingum eru kynntar helstu stofnanir og félög sem heyrnarlausa og heyrnarskerta varðar mest um. Umsjónarmaður túlkaþjónustu er í síma 562-7702 eða 562-7738. Glöggur og góður bæklingur sem tekur á því sem helst skiptir máli og er Samskiptamiðstöð til nrikils sóma. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.