Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 43
varð hann forseti þess. Þannig var
sama upp á hverju bryddað var:
heimspeki, trúarbrögðum, tæknileg-
um málum, stjómmálum eða skáld-
skap. Einar átti svör við ýmsum
spurningum og lagði drjúgan skerf til
samræðna á þessum sviðum.
Það var snemma í júnímánuði að
ég framdi dálítið skemmdarverk á
tölvu minni og þurfti ákveðinn íhlut
sem ég vissi að Einar seldi hjá
Öryrkjabandalaginu. Við höfðum
ekki hist í nokkur ár og urðu sam-
fundir okkar einlægari en ég bjóst við.
Að skilnaði héturn við hvor öðrum að
hittast oftar því að hvor saknaði hins.
Þessi hlýja kveðja Einars gerði með
dálítið viðkvæman og vermdi mig um
hjartaræturnar. Hugsaði ég með mér
að fölskvalausa framkomu hans og
einlægni mættu ýmsir hafa að leiðar-
ljósi. Eitthvað var Einar í huga mér
næstu vikurnar á eftir. Aðfararnótt
föstudagsins 10. júlí síðastliðinn
dreymdi mig að við stæðum frammi
fyrir óleystu, tæknilegu vandamáli. I
draumnum sagði Einar að lausnin
lægi í raun ljós fyrir en hann þyrfti
tíma til þess að inna hana af hendi.
Ég áleit að þetta væri eins og hver
annar draumur fyrir daglátum og
þeim hremmingum sem tölvurnar og
nútímatæknin færa okkur mann-
fólkinu og leiddi ekki frekar hugann
að draumnum. Tíminn leið við ann-
ríki og ýmis störf. Nokkru síðar frétti
ég að hann hefði látist suður á Ítalíu
þar sem hann sótti Evrópuþing guð-
spekinga. Mér hnykkti við og spurði
sjálfan mig hvað nú yrði um það starf
sem hann bar svo mjög fyrir brjósti.
Stundum ákveður maðurinn með
ljáinn að reiða til höggs gegn þeim
gróðri sem hæst ber og stendur í
blóma. Okkur, sem á horfum, reynist
það torskilið og spyrjum hvort verið
geti að skaparinn kæri sig ekki um
að við sjáum fölva haustsins hylja
fegurð sumarsins. Einar átti margt
eftir ógert, en enginn veit sitt enda-
dægur.
Ég minnist þessa samstarfsmanns
míns með virðingu og þakklæti. Ég
votta um leið eiginkonu hans, Önnu
S. Björnsdóttur og börnum þeirra
einlæga samúð mína. Megi fordæmi
Einars og minningarnar um hann
styrkja þau í sorg sinni.
Arnþór Helgason.
ENDURHÆFINGU
FÓLKS MEÐ
LANGVINNA
LUNGNATEPPU
Norrænar
viðmiðunarreglur
Norrænu hjarta- og lungnasamtökin hafa gefið út lítið snoturt kver
sem nefnist: Norrænar viðmiðunarreglur fyrir endurhæfingu fólks
með langvinna lungnateppu.
í formála segir að áætlað sé að um 10% íbúa á Norðurlöndum greinist
með langvinna lungnateppu. Endurhæfing þessa fólks verður æ
mikilvægari.
Að reglum þessum vann sérstakur starfshópur á vegum samtakanna,
einn frá hverju landi, Kolbrún Ragnarsdóttir iðjuþjálfi frá Islandi. Aðeins
verður hér á því tæpt hverjar fyrirsagnir eru en þær gefa hugmynd um
innihaldið. Markmið lungnaendurhæfingar. Markhópur. Aðstæður í
hverju landi. Skipulag lungnaendurhæfingar. Möguleg nýting
viðmiðunarreglna. Grundvallaratriði við gerð viðmiðunarreglna.
Endurhæfing - ferli í sífelldri þróun. Mat á högum og ástandi sjúklings.
Fræðsla og upplýsingar fyrir sjúklinginn og aðstandendur um sjúkdóminn
og afleiðingar hans. Lyfjameðferð. Þjálfun í athöfnum daglegs lífs.
Ráðgjöfísjúkraþjálfun. Líkamlegþjálfun. Streitustjórnun. Hjálpartæki.
Reykingavarnir. Næringarfræðsla. Sálfélagslegir þættir. Félagsleg
réttindi. Lok meðferðar - eftirlit. Rannsóknir. Síðast eru svo lokaorð
formanna norrænu aðildarfélaganna þar sem Haukur Þórðarson form.
SÍBS skrifar undir fyrir íslands hönd. í lokaorðum er sagt að fólk í
samtökunum hafi miklar væntingar til nýtingar þessara viðmiðunarreglna.
Formennirnir vænta þess einnig að heilbrigðisyfirvöld í hverju
Norðurlandanna beiti sér fyrir frekari forvörnum gegn langvinnri
lungnateppu.
I grundvallaratriðum við gerð viðmiðunarreglna er sérstaklega bent á
þetta: “Ekkert mun bæta almennt heilsufar fljótar og betur en að fá
reykingamann til að hætta að reykja og að koma í veg fyrir að ungt fólk
byrji nokkru sinni að reykja,” en tilvitnunin beint tekin úr yfirlýsingu
Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Fyrir leikmenn er kver þetta á
auðskildu máli svo allir mega hafa not af. Svo er vonandi að framfylgja
megi sem best.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
43