Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 29
íþróttafélagið Nes, Suðumesjum - 1991 íþróttafélagið Gróska, Sauðárkróki - 1992 íþróttafélagið Fjörður, Hafnarfirði - 1992 Iþróttafélagið Þjótur, Akranesi - 1992 og íþróttafélagið Kveldúlfur Borgarnesi - 1992. Þetta er mikil upptalning og kynning félaganna allra felur í sér ágrip af sögu þeirra og verkefnum og síðast en ekki síst sagt frá keppendum þeirra knáum. Næst er svo rakin ítarlega saga Iþróttasambands fatlaðra, sýnt skipurit sambandsins, sagt frá húsnæði þess sem nú er í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal, greint frá starfsfólki, sagt frá útgáfumálum góðum, kynningar- og útbreiðslustarfi og stofnun NORD HIF á Loftleiðahótelinu 1976, einnig greint frá öðrum erlendum samskiptum. Norræna trimmlandskeppnin fær sitt rúm, merki sambandsins er kynnt, gróðurreiturinn Vilborgarlundur kynntur en þar árlega gróðursett tré. Sumarbúðir að Laugarvatni, það merka framtak sem ÖBI hefur myndarlega styrkt, fá sína umfjöllun, sömuleiðis bocciakynning hjá eldri borgurum. Innlend íþróttamót og þátttaka á erlendri grund eru nokkuð rakin en þá afrekssögu þekkir þjóðin. Síðan er ýmiss konar fróðleikur um sam- bandið. Þá eru fróðleg viðtöl viðformenninaþrjá: Sigurð, Ólaf og Svein Aka svo og ýmsa aðra liðtæka vel þá: Ólaf Þ. Jónsson stjómarmann frá upphafi, Markús Einarsson fyrrum framkvæmdastjóra, Ólaf F. Magnússon fram- kvæmdastjóra IF og Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur fram- kvæmdastjóra íþrótta- og útbreiðslusviðs ÍF. Öll hafa þau miklum fróðleik að miðla, af viðtölum við þau er umfangið ljóst, hve mikil vinna margra er lögð í íþróttastarfið og hefur verið á liðnum aldarfjórðungi. Það sanna máske best myndasíðurnar með íþróttamönn- um ársins úr röðum fatlaðra og gullverðlaunahöfum á ólympíumótum, heimsmeistaramótum og Evrópumeist- aramótum en þeir síðamefndu eru hvorki meira né minna en 16 og flestir með mörg gull á hinum ýmsu mótum. Alexander Harðarson einn hinna fræknu garpa. Ekki fer milli mála að það eru hin verðugustu verðlaun fyrir þá sem að hafa svo vel unnið. Ekki er það þó síðra hversu almenn íþróttaiðkun fatlaðra er og hefur reynst þeim góður gæfuauki. Hér hefur vel til tekist með útgáfu og ber að senda þökk fyrir svo greinargóða umfjöllun og víðfeðma um leið. Iþróttasambandi fatlaðra er allra heilla árnað á sóknar- og sigurbraut. Lokaorðin verða úr ávarpi forseta Islands, Ólafs Ragn- ars Grímssonar: “Að finna sigur í eigin brjósti, að sjá árangur hjá sjálfum sér og öðlast þannig kraft til nýrra verka er þó allri keppni æðri”. H.S. Hlerað í hornum Kvensjúkdómalæknirinn var orðinn leiður á atvinnu sinni og skellti sér í Iðnskólann. Þar lærði hann bifvéla- virkjun og á verklega lokaprófinu lentu prófdómendur í stökum vand- ræðum með einkunnagjöfina varðandi það að taka vél sundur og setja hana saman aftur. Svo fór að þeir gáfu hon- um 15 í einkunn, 5 fyrir að taka vélina sundur, 5 fyrir að setja hana saman aftur og svo 5 fyrir að hafa gert þetta allt í gegnum púströrið. Á kránni gerðist það að þegar tilkynnt var um lokun þá gekk einum gestanna afar illa að komast út, datt hvað eftir annað, og á stuttri heimleið endurtók sagan sig og loks datt hann inn úr dyrunum heima hjá sér, inn í svefn- herbergið datt hann svo og á endanum datt hann ofan í rúmið sitt og sofnaði þar. Um morguninn vakti konan hann og spurði hvort hann hefði nú verið á fylleríi eina ferðina enn. Hann umlaði já-yrði við því og var eðlilega í afar bágbornu ástandi. “Já, það hlaut að vera og heldur betur”, sagði frúin, “þeir voru nefnilega að hringja frá kránni og segja að þú hefðir gleymt hjólastólnum þínum í gærkvöldi.” Konan var að kaupa skó á eiginmann- inn og afgreiðslumaðurinn spurði hana hvernig skó hún vildi. “Ja, þeir eiga nú að vera anzi útskeifir”. *** “Af hverju segir fólk að hún Jóna sé heimsk?”, spurði konan mann sinn. Hann svaraði: “Ja, ekki veit ég það en hún fór til hugsanalesara og svo mikið er víst að hún fékk endurgreitt”. Á safnaðarfundi fyrr á öldinni reis upp höfðingsfrú ein og lagði til að söfnuð- urinn safnaði fé til að efla kristniboð í Kína. Þá stóð upp eldri maður og sagði: “Ætli væri nú ekki nær að efla kristniboðið okkur nær og byrja þá hér í sókninni”. Tillagan var ekki rædd. Prestur einn eystra þótti með afbrigðum klaufskur bílstjóri. Hann ók með biskup landsins milli fjarða og eftir glæfralega ökuferð sagðist biskupnum svo frá. “Alla leiðina sá ég fyrir mér risafyrirsagnir í blöðun- um: Biskup Islands ferst í bílslysi á Austfjörðum”. *** Sá litli kom í fyrsta sinn í sunnudaga- skólann og fékk þar sem aðrir biblíu- mynd. Hann fór með hana til prestsins á eftir og spurði: “Hvar á maður svo að skafa?”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.