Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 32
Ingveldur Friðriksdóttir sjúkraþjálfari: UM BOBATH NÁMSKEIÐ Undirrituð sótti átta vikna námskeið í greiningu og meðferð barna með heila- lömun, á Bobath Centre í London haustið 1997. Frumkvöðlar Bobath námskeið- anna voru hjónin Bertha og Karel Bobath. Hannvar sálfræðingur frá Tékkóslóvakíu, en hún þýskur sjúkraþjálfari. Þau voru gyð- ingar sem flúðu til Englands á heimsstyrjaldar- árunum. Athug- anir og reynsla Berthu við með- ferð heilalamaðra einstaklinga urðu grunnur að hugmyndafræði er þau settu fram á fjórða áratugnum um greiningu og meðferð heilalamaðra. Karel tengdi hugmyndafræðina við það umhverfi þekkingar og rannsókna sem þá var fyrir hendi. Hugmynda- fræði Bobath hefur síðan þróast og aðlagast nýjum uppgötvunum og aukinni þekkingu innan læknisfræð- innar. Bobath hjónin stofnuðu “The Western Cerebral Palsy Center” árið 1957 en það hefur nú verið endurnefnt þeim hjónum til heiðurs og heitir “The Bobath Centre” og er staðsett í Lon- don. Þau dóu bæði árið 1991 og við stjórnvölinn sitja nú fyrrum nemendur þeirra. Hlutverk Bobath Centre er margþætt. Þar fer fram grein- ing og meðferð einstaklinga með heilalömun og ráðgjöf til þeirra, aðstandenda og fagaðila. Samhliða eru stundaðar rannsóknir í tengslum við háskólastofnanir m.a. um eðli heilalömunar og hvernig hægt er að draga úr einkennum hennar. Margvís- leg námskeið eru haldin í London og víðar í heiminum til að kenna fagaðilum þessa nálgun. Þau eru ætluð læknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og talmeinafræðingum. Orsakir heilalömunar má rekja til heilaskemmdar á meðgöngu, í fæð- ingu eða á fyrstu tveimur árum ævinnar og getur hún valdið bæði líkamlegri og andlegri fötlun. Skemmdin er viðvarandi en sýnir á sér breytilega mynd eftir því sem einstaklingurinn stækkar og þroskast. Allir þessir einstaklingar eiga við hreyfivandamál að stríða. Margskyns önnur vandamál geta fylgt tengd sjón, heyrn, tjáningu, fæðuinntöku, skynj- un, greind o.m.fl. ✓ Anámskeiðinu sem ég sótti var kynnt sú þekking sem læknavís- indin búa yfir í dag um starfsemi heila og tauga svo og hugmyndafræðin sem Bobath meðferðin byggir á. Mikil áhersla var á fræðslu um eðlilegan og afbrigðilegan hreyfiþroska barna. Þátttakendur fengu bæði fræðilega og verklega kennslu í greiningu og meðferð barna með heilalömun. Þeir unnu einnig með börn á stofnuninni og í leikskólum/skólum. Settar voru upp aðstæður þar sem þátttakendur þurftu sjálfir að finna sínar aðferðir og svara fyrir þær. Nálgun Bobath veitir innsýn í þau víðtæku vandamál sem mæta einstakl- ingunt með heilalömun, greiningu þeirra og meðhöndlun. Meðferðin er sniðin að þörfum sérhvers ein- staklings. Markmið hreyfiþjálfunar er að hjálpa einstaklingnum til að fram- kvæma starfrænni og eðlilegri hreyf- ingar, kalla fram getu og hæfileika sem búa í honum, auka lífsgæði hans og sjálfstæði. Notaðar eru sérstakar aðferðir sem ýmist örva eða letja ákveðna virkni með það að markmiði að einstaklingurinn nái meira valdi yfir líkamsstöðum sínum og hreyf- ingum. Allir þættir daglegs lífs eru teknir inn í heildarmyndina þ.á.m. líkamsstöður og líkamsbeiting í hvfld, leik/vinnu og í tómstundum. Stoð- og hjálpartæki eru þar mikilvægur þáttur. Mikil áhersla er lögð á teymis- vinnu fagaðila og foreldra. Foreldrar eru mikilvægir þátttakendur í teyminu og þar með í ákvarðanatöku varðandi barn sitt. Allir í teyminu vinna að sama heildarmarkmiði, þekkja starfs- svið og áherslur hinna. Algengt er að tveir fagaðilar eða fagaðili ásamt foreldri vinni saman í meðferðar- tímum til að ná fram hámarksgetu barnsins. Gengið er út frá því að meðferðin sé skemmtileg, gjaman í formi leiks. Mörkin milli þjálfunar og hins daglega lífs verða óljós því foreldrar og umönnunaraðilar barn- anna vinna einnig að þeim áherslum sem teymið setur í leik og starfí hins daglega lífs. Námskeiðið var lærdómsrrkt og krefjandi, átta tíma skóladagur og heimaverkefni á kvöldin. Kennsluaðferðir voru lifandi, til þess gerðar að virkja alla þátttakendur og ýta undir gagnrýna hugsun. Ometan- legt var að fá tækifæri til að setjast niður og einbeita sér að fræðunum, án truflunar af daglegu amstri og um leið fróðlegt að bera saman aðstæður og nálgun fagmanna í öðru landi við sínar eigin. Starf mitt á Greiningar-og ráðgjaf- arstöð rfldsins er m.a. fólgið í grein- ingu, ráðgjöf og meðferð barna með heilalömun. Námskeiðið hefur tví- mælalaust aukið við þekkingu mína á þessu sviði og vonandi get ég miðlað öðrum af henni. Kærar þakkir fyrir veitta styrki: Sjóður Odds Ólafssonar, Styrktarsjóð- ur Þorsteins Helga, Foreldra- og styrktarfélag Greiningarstöðvar, Jólagjafasjóður Guðmundar Andrés- sonar, Styrktarfélag vangefinna og Starfsmenntunarsjóður BHM. Með góðri kveðju og kærri þökk fyrir veittan styrk. Ingveldur Friðriksdóttir. Ingveldur Friðriksdóttir 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.