Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 19
hafi svo farið í og lokið námi í táknmálsfræði við Háskóla Islands. Hann á heyrnarlausan dreng sem missti heym tæplega þriggja ára af völdum heilahimnubólgu. Þá var hann byrjaður að tala mjög eðlilega miðað við aldur, en þrem mánuðum eftir að heymarleysið tók völdin hætti hann að tala. Nú Sæmundur sagðist svo vera að huga að fullorðinsfræðslunni þ.e. fyrst og fremst endurmenntunar- námskeiðum og tómstundanám- skeiðum. Þau Hafdís sögðust vera í nánu sambandi við Tómstundaskól- ann þetta varðandi s.s. áðurhefur ver- ið getið um hér. Nú 22. sept. sögðu þau hefjast námskeið í táknmálskennslu fyrir heyrnarlausa sjálfa hjá Sam- skiptamiðstöð. Hafdís minnti á varð- andi námskeiðin dýrmæta forgöngu sl. vetur hjá þeim Sólveigu Helgu Jónasdóttur og Sigurjónu Sigur- bergsdóttur. Hafdís sagði það gleðiefni að daufblindir kæmu nú inn í þetta bæði varðandi námskeiðin og atvinnu- málin. í þessu sambandi nefndi hún gott samstarf Gerðar Sjafnar og Lilju Þórhallsdóttur hjá Daufblindra- félaginu. Hafdís sagði að betri og skýrari skilgreiningar skorti varðandi daufblinda, m.a. væri daufblint fólk hér og þar á stofnunum, en vistað þar vegna annarrar fötlunar s.s. hreyfi- hömlunar og þroskaheftingar. Þessu yrði úr að bæta, því mál þeirra snémst þá um allt aðra fötlun, ráðgjöf öll misvísandi og þar við bættist svo skortur á samskiptum, sem eðlilega skiptu þó öllu. Hafdís kom því svo að í lokin sem staðreynd að heyrnarlaust fólk úti á landi væri að vonum mun verr sett en hér á þessu svæði, m.a. þá vegna samskiptaleysis, væri því oft með meiri og flóknari vandamál og undir þetta tekurritstjóri sem veit um vanda þennan. Þeim Sæmundi og Hafdísi er gott og gagnlegt spjall þakkað og þeim alls góðs árnað. Megi árangur vera sem bestur í baráttu þeirra og annarra þeirra er þar að koma, baráttu fyrir betra lífí og lífsskilyrðum heyrnar- lausum til handa. H.S. Vinnusamningar öryrkj a Yinnusamningar öryrkja er heiti bæklings sem Tryggingastofnun ríkis- ins hefur gefið út og geymir góðan fróðleik um þessa vinnusamn- inga. Allt frá því laga- og reglu- gerðarbreyting varð á vinnu- samningum þessurn hefur þetta verið í umræðunni að þörf væri á greinargóðum bæklingi og því er þessu framtaki sérlega fagnað hér á bæ. Vinnusamningar öryrkja í breyttri og bættri mynd eru ekki margra ára, áður voru þeim settar svo þröngar skorður bæði hvað tíma og bætur varðaði að nær engir nýttu sér möguleikann. Það voru þau Elísabet Gutt- ormsdóttir forstöðum. Vinnu- miðlunar fatlaðra og Arnþór Helgason þáv. form Öryrkja- bandalagsins sem einkum beittu sér hér fyrir breytingunum, svo samningarnir yrðu aðgengilegir öryrkjum og þau störfuðu svo í nefnd á sínum tíma sem lagði fram nýja skipan mála. I nefndinni áttu sæti auk þeirra Elísabetar og Arn- þórs, Jón Sæmundur Sigurjónsson frá ráðuneyti tryggingamála, Hilmar Björgvinsson frá lífeyris- deild TR, Karl Steinar Guðnason forstjóri TR og undirritaður. Nýskipan s.s. nefndin lagði til tók svo gildi og nú eru margir slík- ir vinnusamningar í gangi, enda fer skerðing bóta nú eftir sömu reglum og af öðrum vinnutekjum en áður féllu bætur alveg niður svo á versta agnúa eldri skipunar sé minnt. kki skal farið út í almenna útlistun hér á fyrirkomu- laginu þar sem Tryggingastofnun ríkisins endurgreiðir laun og launatengd gjöld til viðkomandi fyrirtækis frá 25-75% eftir starfs- getu viðkomandi. Markmiðið að sjálfsögðu það að fatlaðir einstaklingar hafi möguleika á að þjálfast til starfa á Vinnusaraningar öryrkja Forsíða bæklingsins. almennum vinnumarkaði og öðl- ast reynslu í því starfi er þeir telja sig helst ráða við. Bæklingurinn tekur annars á undirbúningi, mati á vinnugetu og vinnusamningnum sjálfum. I vinnu skv. samningi þessum nýt- ur starfsmaður allra sömu réttinda og aðrir starfsmenn fyrirtækisins, starfið getur bæði verið fullt starf eða hlutastarf, TR tilnefnir um- sjónaraðila o.s.frv. Reynslan af þessum vinnusamningum í þessu formi er afar góð og vonandi að verðugt framhald verði þar á. Að ósk Öryrkjabandalags Islands er nú verið að gera ákveðna úttekt á vinnusamning- um þessum í Tryggingastofnun ríkisins m.a. raunkostnaði TR af þeim. En bæklingnum er vel fagnað og vonandi að menn verði sér úti um hann. Hann er m.a. til hér á skrif- stofu Öryrkjabandalagsins og þar geta menn fengið hann. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.