Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 15
rjúkandi bílflök. Sjúkrabfla og lög- reglubfla drífur að. Skyldi einhver öryrki koma út úr þessum árekstri? Hver ber ábyrgðina á hraðakstri þjóðfélagsins? Sveinn og Sigrún búa vissulega yfir útsýni og víðsýni lífs- reynslunnar. “Enn ein sönnun þess, að það er þjóðfélagið sem ber ábyrgð á örkuml- un,” segir Sveinn, “og því ber skylda til að endurhæfa þá sem fyrir henni verða sem allra fyrst, koma þeim á ról og til starfa. Allir sem hafa kynnt sér heilsuhagfræði vita, að þetta er ódýrast. Fötlun er dýr fyrir þann sem fyrir henni verður. Það hlýtur því að vera eðlilegt að þjóðfélagið greiði þann kostnað án skattlagningar, en atvinnutekjur séu skattlagðar eins og hjá fullfrískum. Það væri nokkurt jafnræði.” ÚTGÖNGUVERS Við Réttarhálsinn er verið að reka mann. Á meðan hann tínir til dótið sitt er stjórnin að horfa á hann. Það er janúarmyrkur og jagandi austan hríð. Þetta er þreyttur maður og þrotinn að heilsu eftir þrjátíu ára stríð. Einn stjórinn, í hálfgerðu fáti finnur hjá sér þörf. Ég vil bara þakka vel unnin störf. S.I. Oddný Sv. Björgvins. Hlerað í hornum Þegar gestir koma í fiystihús landsins eru þeir færðir í hvíta sloppa og sett á þá hárnet og þannig útbúnir tölta þeir svo um salarkynni. Forsætis- ráðherra var í heimsókn í frystihúsi einu þar sem margar pólskar konur voru í vinnu og þar sem hann gekk nú þarna heldur torkennilegur á að líta þá heyrði hann eina innfædda hvísla að annarri: “Ætli þetta sé enn ein ný frá Póllandi?”. * * * * Þegar kynlífsmál Clintons voru sem mest í umræðu var kona ein að vor- kenna honum og sagði svo: “Og þurfa svo að vera með þessi mál fyrir kviðdómi.” * * * * Ritstjóri mætti hinum kunna söngv- ara Oðni Valdimarssyni á dögunum og sagði: “Nú menn eru bara farnir að safna skeggi.” Þá svaraði Óðinn: “Já, það er það eina sem maður getur safnað. * * * * Gömlu hjónin voru farin að gerast gleymin og læknir þeirra ráðlagði þeim að skrifa nú niður það helsta sem þau þyrftu að muna. Eitt kvöldið bað gamla konan bónda sinn að ná fyrir sig í ís fram í eldhúsið og bætti við að kannski ætti hann nú að skrifa það hjá sér, hverju hann harðneitaði. Hún bætti svo við pöntun sína jarðar- berjum og þeyttum rjóma og karl hélt nú að þetta myndi hann nú muna. Eftir mikinn fyrirgang í eldhúsinu kom hann loks inn með spælt egg og beikon á diski, en þá spurði sú aldr- aða: “Heyrðu, hvar er ristaða brauð- ið?” * * * * Jón Eiríksson, oft nefndur Drang- eyjarjarl er sagnamaður með ágætum og þess hafa þeir notið sem í Drang- eyjarskoðunarferðir með honum hafa farið. Meðal þess sem hann segir frá er gömul þjóðsaga um tilurð Drang- eyjar að tröllahjón hafi þurft að fara með kú sína undir naut og orðið svo sein fyrir að sól reis og þau urðu öll að steini. En einu sinni sagði Jón að eftir frásögn sína af þessu hefði einn í hópnum spurt spekingslega með ábúðarmikinn þekkingarsvip: “Hvaða ár heldurðu að þetta hafi verið?”. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir: Kveðjur til Ijóðskálda i. Stendur í gluggakistunni og bíður þar - glugginn ekki verið opnaður svo lengi auk þess er glerið moldarlitt af hirðuleysi húsbænda og hjúa sem alltof lítið að krúsum hlúa en draga þykkildin fyrir. Ljóðið veit - í slíkri stöðu fæst engin hungurlús til að dafna langar ekki meir að gefa - er næstum því bæði að ærast og kafna... á milli mannanna verka. II. Hálfkveðið Ijóðið hljóp berfætt til dyra á eftir konunni sem þráaðist við að skilja... fráhverfandi manninn. A.S. Höfundur hefur fengist við Ijóða- og sagnasmíð allt frá barnæsku ásamt myndlist. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.