Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 24
• • / Garðar Sverrisson varaform. OBI: GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKA VELFERÐARRÍKIÐ Meðal lokaverkefna við Háskóla íslands leynast stöku sinnum ritgerðir sem eiga brýnt erindi við okkur öll. Ein slík, Fátækt í velferðarsamfélagi, BA-verkefni Hörpu Njáls í félagsfræði, barst okkur í hendur nú fyrir skömmu. Höfundurinn fær- ist mikið í fang, varpar skýru ljósi á viðfangsefnið og sviptir með margvíslegum rökum hulunni af goðsögninni um íslenska velferð- arríkið. Hálfdrœttingar meðal nágrannaþjóða í ritgerð sinni staðfestir Harpa Njáls eitt og ann- að sem við höfum verið að reyna að vekja athygli á, m.a. að því fer víðs fjarri að við stönd- um jafnfætis nágrannaþjóðum okkar í útgjöldum til velferðarmála, þ.á.m. tryggingamála. Auk þess að draga fram mikilvægar staðreyndir leitar Harpa félagslegra og pólitískra skýr- inga á þeim viðhorfum sem rrkjandi eru gagnvart þeim sem eiga undir högg að sækja. Eins og flest okkar vita hefur Island um nokkurt skeið verið í hópi tekjuhæstu ríkja OECD. Sé stærð velferðarríkisins aftur á móti skoðuð kemur í ljós að síðasta áratug vorum við að meðaltali með þriðju lægstu heildarútgjöldin á þessu sviði, með um helmingi lægri útgjöld en þær nágrannaþjóðir sem mestan skilning hafa á siðferðilegri nauðsyn jafnréttis. Þá sýna opinber gögn að þótt öryrkjar séu hlutfallslega mun færri á íslandi en í flestum hinna Norðurlandanna eru tryggingabætur einstaklinga þar að meðaltali allt að tvöfalt hærri og rúmlega það. Nú kynni einhver að hafa tilhneigingu til að álykta sem svo að íslenskum öryrkjum hljóti að vera bættur þessi munur á einhvern annan hátt, t.d. með hærri lífeyrissjóðs- greiðslum eða meiri aðstoð sveitar- félaga. Svo er þó ekki og sýnir Harpa fram á það í ritgerð sinni að einnig sveitarfélögin standa sig verr hér á landi, og ekki þurfum við vitnanna við um þjónustugjöldin. Island dregst aftur úr Harpa rifjar upp að á fjórða og fimmta áratugnum var það yfirlýst stefna og metnaður íslenskra stjórn- valda að koma hér á velferðaröryggi sem væri í engu síðra því sem best gerðist með öðrum þjóðum. Um mið- bik aldarinnar megi segja að grunnur hafi verið lagður að nútímavel- ferðarkerfi hér á landi og hafi það um 1950 verið sambærilegt við það besta sem tíðkaðist á Norðurlöndum og í Bretlandi. En strax um 1960 segir Harpa að við séum farin að dragast aftur úr og árið 1970 orðnir verulegir eftirbátar hinna Norðurlandaþjóð- anna. í upphafi níunda áratugarins verji bæði Danir og Svíar um tvöfalt hærrahlutfalli landsframleiðslu sinnar til velferðarmála en við íslendingar. Þegar hér er komið sögu standa Norð- menn og Finnar okkur einnig langtum framar og vex sá munur enn frekar eftir því sem líður á áratuginn. Sam- anburður frá 1993 sýnir að munurinn hefur haldist óbreyttur og ekki líklegt að auknar þjóðartekjur okkar síðustu árin hafi gert annað en að tryggja enn frekar þetta Norðurlandamet, a.m.k. hvað öryrkja snertir. Einstaklingurinn brotinn niður Eins og Harpa bendir á er fátækt stundum skilgreind á þann hátt að einstaklingur sé fátækur ef kjör hans duga ekki til að nærast, taka þátt í félagsháttum samfélags síns og búa við þau lífsskilyrði og þægindi sem teljast eðlileg og eru almennt viður- kennd í því samfélagi sem hann býr í. Undir þetta tók umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum þegar hann benti okkur á að fátækt færi fyrst og fremst eftir því að hve miklu leyti viðkomandi væri kleift að taka þátt í því lífi sem lifað væri í kringum hann. Vera má að það fari eitthvað eftir pólitískri sýn hvers og eins hvar hann dregur mörkin í þessum efnum. En hvað sem því líður ættu engir að þurfa að deila um það að einstaklingur sem býr við þau kjör sem íslenskir ráðamenn ákvarða öryrkjum er fjarri því að geta notið þeirra lífshátta og lífsgæða sem viðtekin eru í landinu. Slíkur einstaklingur er í flestum til- fellum dæmdur til þjóðfélaglegrar útskúfunar og má kallast góður ef hann á fyrir heitum mat og húsaskjóli. Rannsóknir á áhrifum fátæktar hafa sýnt að hún hefur margvísleg skaðleg áhrif á þann sem við hana býr og er þjóðfélaginu dýrkeyptari en margan grunar. Hvað einstaklinginn sjálfan áhrærir bendir Harpa á rann- sóknir sem sýna hvernig ýmis sálræn og félagsleg persónueinkenni setja smámsaman mark sitt á fólk sem býr við þessar aðstæður. Fólk verður ómannblendið, finnur til skammar og hneigist til ofnotkunar áfengis. “Áföll og siðferðileg niðurlæging hvílir á fólki. Það tapar hæfileikanum til að upplifa ánægju og gleði, horfa til framtíðar og skipuleggja hana. Fólk er njörvað niður í vonlausar aðstæð- ur.” Alið á ranghugmyndum Við þetta bætast ýmis önnur heilsuspillandi áhrif fátæktarinnar sem oft geta skipt sköpum þegar um öryrkja er að ræða, enda margir sjúkdómar háðir andlegri og líkam- legri vellíðan fólks. Þá er ótalið Garðar Sverrisson Harpa Njáls 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.