Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 49
Mér líður illa í rúminu.” -Dana bætir við: „Það hefur ekki komið sá dagur sem Chris hefur sofið frameftir. Ekki einn. Jafnvel þó að hann vilji það ekki, fer hann framúr.” Hvernig hefur samband ykkar sem hjóna þróast? Chris: „I kringumstæðum eins og þessum, hefði svona hjónaband farið út um þúfur, hefði það verið vont fyrir. Okkar var frábært fyrir og hefur jafnvel orðið enn nánara og betra.” Dana: „Ég kem fram við Chris alveg eins og ég gerði áður. Að sjálfsögðu er margt hérna heima sem hann getur ekki gert, en þó var hann ekki neinn afburða eiginmaður áður en hann slasaðist. En okkar hjónaband hefur alltaf verið kærleiksríkt og er það enn. Ég sýni honum enga miskunn.” Hafið þið kynferðislegt samband? „Miklu meira en það, við lifum kynlífi! Það er sagt að það gerist í höfðinu og ég fyrir mitt leyti get sagt að það er satt”, segir Chris. Hvað gerið þið saman sem fjölskylda? Chris: „Ég tefli við Will. Ég kenndi honum. Ég segi honum til í píanó- náminu líka. Hann elskar ísknattleik, svo við förum oft á leiki saman. Við höfum líka íþróttavöll fyrir framan húsið; -ég og stóllinn minn gegn honum og hjólinu hans. Hann vinnur alltaf.” Heldur þú að þú getir gengið einn góðan veðurdag? „Já, vegna þess að ég vil það! En þráin ein færir mig ekki aftur á fæt- urnar. Ég trúi og treysti á læknavís- indin og lyfin sem ég er á. Ég er alltaf í sambandi við lækninn minn og fæ upplýsingar frá rannsóknarstofunni daglega. Af þátttöku minni í félagi lamaðra og fatlaðra í Ameríku hef ég aðgang að öllum upplýsingum um þau málefni allsstaðar að úr heiminum. Það lítur út fyrir að við séum að reynaað endurvekjataugarnarímæn- unni á einu ári héðan í frá sem er með öllu ómögulegt, því að slík læknis- meðferð kostar 1.800 milljónir. Vandamálið er meira fjárhagslega óyfirstíganlegt heldur en vísindalegt. I mörg ár héldum við að taugarnar til mænunnar gætu ekki endurlífgast, en 1991 uppgötvuðu vísindamenn að vandamálið kæmi frá tveimur aðskild- um vefjum. Allt vandamálið stafar af tregðu hjá hvítu blóðkornunum að endurlífga taugamar. Eigi líkami minn að starfa eðlilega á ný, verða taugarnar að geta brúað gat upp á 20 millimetra. Hefurðu ákveðið dagsetninguna strax? „Fyrir tveimur árum veðjaði ég við vin minn, um að ég gæti skálað stand- andi við félaga mína og vini, þegar ég yrði fimmtugur. Ég trúi að það geti orðið. Það yrði skref fram á við, trúðu mér.” Attu enn í vandræðum með að fá tryggingagreiðslurnar? „Hlutirnir eru að þróast.” Hvernig verður þér við að sjá fullorðið fólk kveinka sér í daglegu lífí? „Ég reyni að dæma ekki aðra. Fólk á sitt líf og ég á mitt.” Dana heldur áfram: „Slysið sem Chris lenti íhefur líka breytt mínu í þessu tilviki. Við reynum alltaf að segja hvort öðru á hverjum degi, hvað við erum hamingjusöm yfir að hafa það sem við höfum.” Chris, hugsar þú stundum um að þetta sé of erfítt fyrir þig? „A mínum sorgarstundum hugsa ég hvað það var leiðinlegt hvernig fór. En ég held áfram. Ég vona að ég verði í góðu ástandi þegar ég verð fær um að ganga á ný. Ég einblíni á vöðvana, ég styrki mín bein. Ég nota vélar til að geta staðið uppréttur í augnablik. Jafnvel þegar ég vil það ekki, þá neyði ég sjálfan mig til að gera æfingar á hverjum degi. Þegar ég hugsa neikvætt, geri ég eitthvað jákvætt. Ég leyfi sjálfum mér ekki að leggjast í leti.” Dana heldur áfram: „Þegar hann fær viljann, þá hvet ég hann áfram, en ekkert meira nú en áður, þegar framfarirnar hjá honum voru ekki svona miklar sem dæmi. Nú eru stökkin stærri og framfarirnar eftir því. Chris er ekki daprari en áður. I öllum tilvikum þá er hann baráttujaxl - þegar hann hittir í mark, þá kýlir hann og kemur aftur.” Viðtalið tók ROMAIN CLERGEAT Endursagt af Ingólfi Erni Birgissyni, ritstjóra Klifurs. 2 júní 1998. Tekið upp úr “HELLO”, 23 maí 1998 Hlerað í hornum Þegar ákveðið hafði verið að skepnan Keikó skyldi vistast í Vestmanna- eyjum þá varð gamalli konu á Eski- firði þetta að orði. “Allt fá þessir Vest- mannaeyingar. Þeir fengu Tyrkjarán- ið, þeir fengu eldgosið og nú fá þeir hann Keikó okkar sem átti að koma á Eskifjörð”. * * * * Orðtök geta vissulega brenglast vel. Einn ágætur kunningi ritstjóra segir ævinlega þegar eitthvað hefur óvænt og skyndilega gerst: “Það skeði bara eins og hundi væri veifað”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.