Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Side 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Side 4
að hjá allt of mörgum er það viðhorf í gangi að gigt sé hrörnunarsjúkclómur eða jafnvel vosbúðar sem ágerist með aldrinum og ekkert við að gera nema sætta sig við. Meðal almennings er ofansagður hugsunarháttur algengur. Margir heil- brigðir einstaklingar eiga bágt með að setja sig í spor gigtarfólks, þrátt fyrir það að líkindin segi okkur að flestir eigi nákominn ættingja illa haldinn af gigt. Ef til vill má skýra afskiptaleysi og aðgerðaleysi í þessum málum í því ljósi að gigtin er í fæstum til- fellum bráðatilfelli sem krefst skjótra viðbragða vegna ótímabærs dauða fórnarlambanna. Gigtin vinnur hægt en er stöðugt að og íþyngir meira og meira ef ekkert er að gert. Vissulega geta gigtarsjúkdómar leitt til dauða, en sem betur fer er það sjaldan. Þá má vera að hugsunarleysið tengist daglegu birtingarformi sjúkdómsins. Gigtar- Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur Hinn 11. júní sl. fór fram í kaffi- stofu Öryrkjabandalagsins af- hending styrkja úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur. Athöfnin var óvenju vel sótt af þeim sem styrkjanna skyldu njóta. Fólk byrjaði á því að gæða sér á gómsætum veitingum sem voru í boði Öryrkjabandalagins. Formaður sjóðs- stjórnar, Hafliði Hjartarson, flutti stutt ávarp og bauð styrkþega sem og full- trúa þein'a sérstaklega velkomna. Hann minntist þeirrar höfðingskonu er sjóð- urinn er kenndur við, Sigríðar Jónsdótt- ur, með nokkrum vel völdum orðum. Rausn hennar er hún ánafnaði bandalaginu húseign sinni væri nú að bera ávöxt í árlegum úthlutunum til svo margra, sem vissulega þyrftu á að halda. Úthlutun færi ævinlega fram á fæð- ingardegi hennar 11. júní. Hafliði minnti á megintilgang sjóðs- ins, annars vegar að veita styrki til öryrkja til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs og í listgreinum, hins vegar til þeirra sem sérhæfa vilja sig til starfa í sjúkdómar eru lítt sýnilegir dags- daglega. Flest gigtarfólk ber ekki utan á sér sterk einkenni (sem betur fer) sem hægt er að eyrnamerkja gigtinni. Það hverfur í fjöldann. En fylgifiskurinn er sá sami, hröð leið til fötlunar ef ekkert er að gert og duga ráð þó ekki alltaf til. Ef gengið væri út frá arðsemis- kröfu í heilbrigðis- og félagsmálum þá er ég þess fullviss að þessum málaflokki væri hærra forgangs- raðað, t.a.m. væri þá ólíklega fjöldi gigtarfólks á biðlista eftir bæklun- araðgerðum. Slíkir listar væru ekki til. rátt fyrir þennan ósóma sem hér að ofan hefur verið lýst er ljóst að úrræði fyrir gigtarfólk eru mörg. Einstaklingur með nýgreindan gigt- arsjúkdóm, vel upplýstur um sjúk- dóm sinn og möguleg úrræði, er bet- ur í stakk búinn til þess að takast á við lífið en sá sem lítið veit. Hlutverk Gigtarfélags íslands er stórt í þessum efnum og sterkur vilji í þeim her- búðum til þess að sinna því sem best. Fræðsla hefur smátt og smátt aukist og ætlunin að gera stórátak í því. Verið er að undirbúa leiðbeiningaþjónustu fyrir gigtarfólk sem mun nýtast öllum landsmönnum. Lögð verður áhersla á miðlun upplýsinga um þau úrræði sem fyrir hendi eru fyrir gigtarfólk í leit að betri heilsu og öðrum lífsgæðum. Þegar árangur næst og efahyggju og afskiptaleysi er breytt í skilning þá segir reynslan okkur að mikill kraftur leysist úr læðingi. Kraftur sem breytt hefur miklu til hins betra á síðustu 20 árum. Við þurfum á skilningi að halda því mikið verk er óunnið svo vandi gigtarfólks verði viðurkenndur svo viðunandi sé. Eg tala nú ekki um að hann verði leystur. EMIL THÓRODDSEN. Styrkþegar og þeirra fulltrúar. þágu þroskaheftra. Hafliði sagði að styrkir nú næmu frá 25 þús. kr. upp í 50 þús. kr. og alls hefði 21 hlotið styrk, allir sem sóttu. Heildarupp- hæð styrkja væri 705 þús.kr. Styrkþegar nú voru í stafrófsröð: Agnes Elídóttir, Anna K. Frið- riksdóttir, Arndís Ó. Hauksdóttir, Ágúst Jónsson, Árni B. Steinarsson, Bragi H. Ólafsson, Friðrik Guð- mundsson, GrétaE. Pálsdóttir, Guð- mundur Bj. Gíslason, Guðný Ragn- arsdóttir, Guðný Stefánsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Isleifur Jónsson, Kristín Magnúsdóttir, Lóa Guðjóns- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Margrét Ríkharðsdóttir, Rut Sverr- isdóttir, Sigríður H. Sigurþórsdóttir, Sigurður J. Boersma og Sigvaldi Búi Þórarinsson. Það var Margrét Mar- geirsdóttir, sem er í sjóðsstjórninni frá félagsmálaráðuneytinu, sem afhenti styrkina með hamingjuóskum. Ágúst Jónsson, einn styrkþega, flutti stutt þakkarávarp til stjómarinnar og minnti um leið á hlut Guðrúnar Hannesdóttur og Starfsþjálfunar fatlaðra í því að koma fólki út í lífið á nýjan leik, sem flestu væri dýrmætara. Stjórn sjóðsins skipa: Hafliði Hjartarson form., Margrét Margeirs- dóttir og undirritaður. Það var sérstak- lega ánægjulegt að 16 styrkþegar eða fulltrúar þeirra skyldu sjá sér fært að mæta og setja um leið þekkan hátíð- arblæ á þessa ágætu athöfn. Helgi Seljan. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.