Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 38
Kynning framkvæmdastjóra aðildarfélaganna að hefur verið venja hér í Fréttabréfi okkar að kynna nýja framkvæmdastjóra félaga okkar, ekki af fordild einni saman af því þetta eru nú “stjórar” heldur eru það einmitt þeir sem eru í hinum daglegu störfum hjá félögun- um og við þá auðveldast að hafa samband af hálfu annarra félaga eða félagsmanna þeirra. Tveir nýir framkvæmdastjórar skulu hér kynntir. Þetta eru þau Helga Guðmundsdóttir hjá SPOEX sem tekur þar við af nöfnu sinni, Helgu Ingólfsdóttur og Vilmundur Gíslason hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sem tekur við af Sigrúnu Benedikts- dóttur. Hjá SPOEX eða Samtökum psor- iasis- og exemsjúklinga er það Helga Guðmundsdóttir sem nú stýrir hinu daglega starfi. Hún veitti ljúflega nokkrar upplýs- ingar um sig en Helga tók við af Helgu hinni um miðjan ágúst sl. Helga er fædd í Reykjavík, 24. júní 1939. Foreldrar hennar hjónin Laufey Halldórsdóttir og Guðmundur H. Oddsson skipstjóri og fjármálastjóri Sjómannadagsráðs. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1955. Hún starfaði svo á Endurskoðunarskrifstofu N Mancher & Co í 5 ár og fékk þá m.a. tækifæri til að fara á 4ra mánaða námskeið í London í ensku og skrifstofustörfum. Svo tók hjónabandið við, en Helga var gift Finnbirni Hjartarsyni prentara og prentsmiðjueiganda, en hann var kunnur maður í þjóðlífinu. Finnbjörn lést árið 1994. Saman eignuðust þau 5 börn. Helga var svo heimavinnandi húsmóðir í 23 ár en í húsinu hjá þeim hjónum var prentsmiðjan, þar sem öll fjölskyldan hjálpaðist að við verkin. Eftir að þau keyptu svo Hagprent 1981 má segja að Helga hafi verið í tvöföldu starfi og vel það. Um svipað leyti var Helga formaður Safnaðar- félags Áskirkju, var þar í 5 ár á kafi í tjáröflun m.a. en þá var kirkjubygging aðalverkefnið. Helga var einnig í Helga Guðmundsdóttir stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík í nokkur ár, varaformaður í 6 ár. Þar gerðist hún frumkvöðull að stofnun nefndar - hagsmunanefndar heima- vinnandi húsmæðra sem leiddi til stofnunar Landssamtaka heimavinn- andi fólks sem því miður hafa lognast út af. Ári eftir lát manns síns hætti Helga prentsmiðjurekstri og síðustu tvö ár hefur hún unnið sem ritari á skrifstofu hjúkrunarforstjóra Land- spítalans. Helga segir að sér lítist mjög vel á starfið og aðstöðu alla. Segist hafa skynjað vel það dáðríka hugsjónastarf sem félagið hefur staðið fyrir, enda sé mikið í gangi. Nefnir sér í lagi hið fallega og metnaðarfulla fréttabréf félagsins. Margt sé þó enn ógert og meðal þess sé það að fá aftur viður- kenningu fyrir ferðum psoriasissjúkl- inga til loftslagsmeðferðar - ákveðn- um stuðningi Tryggingastofnunar ríkisins til þeirra enda enn í gildi lög þar um. Ritstjóri þakkar Helgu fróðlegt viðtal og góðar upplýsingar og árnar henni sem félaginu allra heilla í framtíðinni. á er komið að því að kynna hinn nýja framkvæmdastjóra Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra sem þar tók til starfa nú l.sept sl. Vilmundur Gíslason heitir hann og kom beint úr sveitarstjórastarfi austur á Vopnafirði. Vilmundur Gíslason er fæddur í Reykjavík 24. maí 1955 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin: Sig- ríður Stefánsdóttir og Gísli Vilmund- arson símvirki. Vilmundur fór í Versl- unarskóla Islands að loknu gagn- fræðaprófi og lauk verslunar- skólaprófi 1974. Hann hóf þá vinnu hjá endurskoð- anda en fór jafnframt í nám í endur- skoðun í Viðskiptadeild Háskólans og lauk því námi. Hann sinnti síðan störfum endur- skoðanda í Reykjavík og á ísafirði þar til hann gerðist fjármálastjóri Tanga hf. á Vopnafirði 1989. En 1990 var óskað eftir því við hann af þáv. meiri- hluta sveitarstjórnar Vopnafjarðar- hrepps að hann gerðist sveitarstjóri þar og því starfi gegndi hann þar til nú 1 .sept. Vilmundur segist hafa kunnað mjög vel við sig á Vopnafirði enda verið þar í sveit á surnrin sem strákur, á Ljótsstöðum. Vilmundur er kvæntur Sigrúnu Oddsdóttur íslenskukennara og eiga þau 2 dætur, 19 og 12 ára. Hann segist hlakka til að takast á við verkefnin framundan hjá Styrktarfélaginu, enda af nógu að taka og félagið með mikil rekstrarleg umsvif. Reykjadalsdæmið þætti sér sérstaklega skemmtilegt við að fást, en þar væri vetrarstarfið nú að hefjast. Ásókn í helgarþjónustu þar fer mjög vaxandi enda þar sem á æfingastöð- inni mikið afbragðsfólk. Hann vildi og taka fram að engum væri neitað um sumarvist í Reykjadal. Á æfingastöðinni á Háaleitisbraut- inni væru nú biðlistar í endurhæfingu, sér í lagi í iðjuþjálfun. Þar benti Vil- mundur á nauðsyn þess að færa iðju- þjálfunina meira út á heilsugæslu- stöðvarnar ef unnt væri. Vilmundur kvað hins vegar nauðsynlegt að auka nýtingu hinnar nýju sundlaugar hjá þeim. En eitt væri víst, af verkefnum væri nóg. Við þökkum Vilmundi fróðleikinn og árnum honum og félaginu alls hins besta í farsælli framtíð. H.S. Vilmundur Gíslason 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.