Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 21
Hingað berst á borð mikill og fjölbreyttur fróðleikur af ýmsu tagi og aðeins tök á því að greina frá hinu allra helsta. Ársskýrsla Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997 birtist hér á sólarríkum sumardögum og mála sannast að þar kennir margra góðra grasa. Ársskýrslan er mikil að vöxtum og aðeins hér drepið á örfá atriði og þá þau helst sem hingað tengjast með einum eða öðrum hætti. Á óvart kemur ekki hvert umfang starfseminnar er, hversu umsvif öll eru mikil, en árið 1997 var hlutfall F.R. um 19,3% af heildarrekstrar- útgjöldum Reykjavíkurborgar eða 2378 millj.kr. Þar er fjárhagsaðstoð fyrirferðarmest eða um 30%, þá kemur starfsemi í þágu aldraðra 26%, framkvæmd félagsmála tekur til sín 14%, félagsleg heimaþjónusta 66 ára og yngri 5% og 5% fara til aðkeyptrar vistar, húsaleigubætur eru 4% af heild svo og 4% til heimila fjölskyldudeild- ar, liðveisla tekur til sín 2% og annað er svo 10%. Húsaleigubætur fengu alls 3285 eða samtals 258.5 millj.kr. Þar eru nemar og fólk í atvinnu langfyrirferð- armestu hóparnir eða rúm 70%, öryrkjar eru 428 eða 13% og atvinnu- lausir fylgja þar fast eftir. Einhleypar konur eru flestar þeirra sem fá húsa- leigubætur, þá einhleypir karlar og síðan einstæðir foreldrar. Fjárhagsaðstoð var veitt í 3529 málum alls. Atvinnulausir eru þar með 55%, lífeyrisþegar F.R. eru með 15,6%, þar af eru öryrkjar með 13,5% eða samtals 476 mál. Vekur það vissulega athygli miðað við almenna kjarastöðu öryrkja, en þess þá um leið getið til skýringar að tekjuviðmiðun Félagsmálastofnunar er ofurlág eða rétt rúmar 53 þúsundir á mánuði. Þó hlutfall öryrkja sé 13,5% í málafjölda þá er hlutfall greiddrar fjárhagsaðstoðar til þeirra mun lægra eða 7,5%, þar gnæfa atvinnulausir efst með tæp 64% allrar fjárhagsaðstoðar. Málafjöldi hverfisskrifstofa sem taka til hinna margvíslegustu þátta s.s. félagslegrar ráðgjafar og heimaþjón- ustu, þjónustu við börn, unglinga og fatlaða, húsnæðismála að ógleymdri fjárhagsaðstoðinni, þar eru öryrkjar alls 814 með 17,5% allra mála en Úr ársskýrslu F.R. atvinnulausir tróna á toppnum með nær 2200 í tölu eða um 47%. Þá er vikið sérstaklega að rnálefn- um fatlaðra en sérstakri þjónustu við þá sinna tveir starfsmenn stoðþjón- ustusviðs. ar er liðveislan, tvö heimili fyrir fötluð börn, þ.e. skammtímavist- heimili fyrir fötluð börn og skamm- tímaheimili fyrir fötluð börn. 100 börn og ungmenni fengu úthlutað liðveislu alls 9514 liðveislutímum. 277 fullorðnum varúthlutað liðveislu, alls 21.909 tímum. Umtalsverð aukn- ing er þarna milli ára. Stoðþjónustu- svið F.R. hefur umsjón með 11 vernd- uðum heimilum í samvinnu við geð- deildir sjúkrahúsa í Reykjavík. Á hverju heimili búa 3-6 einstaklingar. 41 íbúi hafði nýtt sér þessa þjónustu. I skammtímavistun fyrir fötluð börn að Álfalandi 6 geta 6 fötluð börn 0-12 ára dvalist í einu og þar voru dvalardagar samtals 2164. Á skammtímaheimili að Akurgerði 20 geta 3 börn dvalist tímabundið en auk þess er eitt neyðarpláss. Skamm- tímavistun er opin allt árið og meðal- dvalartími barnanna var rúmlega 80 dagar. í sérkafla um félagslega heima- þjónustu kemur fram að sú þjónusta jókst verulega frá árinu áður að því er tók til fatlaðra, fjölda og þjónustu- þyngd. I íbúðum Hússjóðs Öryrkja- bandalagsins var veitt þjónusta í 92 íbúðum, í SEM húsinu í 13 íbúðum og í Sjálfsbjargarhúsinu í 17 íbúðum. Þar til viðbótar er svo 144 einstakl- ingum veitt þjónusta í 57 íbúðum (íbúðir, sambýli, vernduð heimili) í samvinnu við Svæðisskrifstofu, Styrktarfélag vangefinna, Geðhjálp, geðdeild Landspítalans og Sjúkrahús Reykjavíkur. Eins og fram kom hér í upphafi tekur starfsemi aldraðra til sín 26% útgjalda F.R. eða um 620 millj. kr. Þar er víða að verki staðið vel og eru félagsmiðstöðvarnar og íbúðir aldraðra þar gleggst dæma um gott starf og afar fjölbreytt. Um allt það skal ekki fjölyrt hér en af ágætri árs- skýrslu og ítarlegri vel má fá marg- háttaðan fróðleik frekari en hér er rak- inn. Ljóst að þar á vettvangi er verka- fjöld af ýmsu tagi og sannarlega þarf þar í mörg hom að líta. Félagsmálastjóri er Lára Björns- dóttir og núverandi formaður félags- málaráðs þ.e. frá miðju þessu ári er Helgi Hjörvar. Bæði hafa bærilega að málefnum fatlaðra komið og við hér á bæ vonumst eftir sem allra bestu samstarfi við þau sem og allt starfs- fólk F.R. Góðar óskir um vænan velfarnað eru héðan færðar. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.