Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 9
í stað þess að samþykkja þá tillögu sem fyrir lægi kvaðst ráðherra telja heppilegast að nota sumarið, gefa sér tíma til hausts, til að vinna málið betur. Um hinar misvísandi tölur ráð- herra, um ýmist kostnað eða sparnað af breyttu fyrirkomulagi, sagði Asta R. Jóhannesdóttir að erfitt væri að reikna þetta út “vegna þess að við höfum ekki tölur um á hversu mörgum er brotið. Það er fjöldi fólks sem býr hvort í sínu lagi vegna þess að þessi regla viðgengst, og getur ekki verið í sambúð, fjölskyldur eru tvístraðar. Þessi regla hefur varanleg áhrif á samskipti fólks í fjölskyldum. Það er ekki hægt að reikna það ná- kvæmlega út hvað það kostar að leið- rétta þetta, hvorki fyrir hæstvirtan ráð- herra né mig.” Vangaveltur ráðherrans um fjár- upphæðir í þessu sambandi, kostnað eða sparnað, kölluðu fram hörð við- brögð Ogmundar Jónassonar sem minnti á að hér væri væri verið að tala um fyrirkomulag sem færði tekjur einstaklings úr rúmum 63 þúsund krónum niður í 15 þúsund á mánuði og gerði viðkomandi algerlega háðan maka sínum. “Og þótt það kostaði þúsund milljónir,” sagði hann. “Þótt það kostaði tvöþúsund milljónir, bæri að laga þetta. Við eigum ekki að una mannréttindabrotum og það ber að laga þetta þegar í stað.” Umræðan hélt áfram nokkra hríð og kom þá glöggt fram sú skoðun heilbrigðisráðherra að hún teldi ekki óeðlilegt að tekjur maka skertu tekjutryggingu öryrkja. I um- ræðunum fyrr um kvöldið hafði Mar- grét Frímannsdóttir vitnað í samantekt þar sem því er haldið fram að í nefnd- aráliti höfunda almannatrygginga- laganna komi ótvírætt fram að með löggjöfinni skuli vera um hreina per- sónutryggingu að ræða. Heilbrigðis- ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, reyndist á nokkuð öðru máli um þetta, því undir lok umræðunnar setti hún fram svofellda skilgreiningu á þeirri hugsjón sem hún kvað liggja til grundvallar almannatryggingum: “Varðandi það á hverju almanna- tryggingahugsjónin er byggð, þá er hún byggð á sameiginlegri fram- færsluskyldu hjóna.” Varðandi helstu rök ráðherra í framangreindum umræðum er nauð- synlegt að þrennt komi skýrt fram. I fyrsta lagi er lagagrundvöllur ekki sá sami og hann var fyrir 25 árum. I öðru lagi er ekki um “hjónalífeyri” að ræða. I þriðja lagi á gagnkvæm framfærslu- skylda hjóna ekki við í þessu máli, þótt ekki væri nema af þeirri einföldu ástæðu að slík lagaskylda gildir alls ekki um sambúðarfólk, en í reglugerð sinni gerir ráðherra engan greinarmun á hjónum og sambúðarfólki. G.Sv. Nokkur kjarnakorn Það er lélegur gleðskapur þar sem ekkert brotnar, sagði konan. Maður- inn hennar hálsbrotnaði. Eg hef hugsað of mikið og gert of lítið. Frá þessari stundu er því snúið við. í silfurbrúðkaupi í Danmörku: Karlmaður segir: Af hverju eru menn að gifta sig þegar páfagaukar fást fyrir fimmtíu krónur. Elskuleg kvenrödd segir: Það er sök sér þó konur vilji giftast. Asni kostar mörg þúsund. Ur einkamálaauglýsingum: Eg er ekkja í stóru, tvíbreiðu rúmi. Það finnst mér léleg nýting. Hjálp! Ódrukkinn þori ég ekki að nálgast kvenmann. Drukkinn get ég það ekki. Frúin segir við bónda sinn: Ekki batnar það. Hefurðu nú tekið svo ósiðlegar myndir að ekki er hægt að framkalla þær nema í myrkri? Hjónin eru á heimleið úrboði. Konan talar um að gestgjafinn hafi verið ósköp leiðinlegur en maður hennar reynir að afsaka það og segir: Það hefur legið eitthvað illa á honum íkvöld. Þettageturalltaf komiðfyrir. Mér er sama, segir frúin. Kurteisir menn láta það bitna á konunum sín- um. Frá Asgerði fengið. Trúnaðarmenn Blindrafélagsins Avordögum, rétt eftir að fréttabréfið fór í prentun kom til okkar tilkynning frá Blindrafélaginu um trúnaðarmenn félagsins. Þessir trúnaðarmenn eru blindir og sjónskertir aðalfélagar sem ráðnir eru sérstaklega til að veita öðrum blindum, sjónskertum og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. Tilvísendur eru Sjónstöð íslands og augnlæknar allra helst. í frétt frá félaginu segir að engir séu hæfari til leiðbeinendastarfa og þrír aðalfélagar hófu störf l.júní: Arnheiður Björnsdóttir, Ragnar R. Magnússon og Sigrún Jóhannsdóttir. Hlutverk trúnaðarmanna eru m.a. að veita andlegan stuðning, veita almennar upplýsingar um réttindi og þjónustu, vera vakandi fyrir nýjungum, hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þeir eru bundnir þagn- arskyldu og þjónustan er þeim sem hana þiggja að kostnaðarlausu. For- eldrar blindra og sjónskertra barna veita öðrum foreldrum sambærilegan stuðning sé þess óskað. Settar hafa verið nákvæmar starfsreglur og búið hefur verið út glöggt tilvísunareyðublað þar sem beðið skal um trúnaðarmann hjá Blindra- félaginu. í framhaldi af frétt þessari hefur ritstjóri í huga að ræða við einn þessara trúnaðarmanna eftir að reynsla hefur fengist af þessu fyr- irkomulagi. En framtakið er firna gott og vísar sannarlega veg fram á við. Megi farsæld fylgja því og þeim sem þess njóta. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.