Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 40
Gísli Helgason forstöðum.:
Endurminningar, sem merluðu á
goslokahátíð í Vestmannaeyjum
að er undarlegt hvernig löngu
liðin tíð situr í undirmeðvit-
undinni og svo kemur hún upp
á yfirborðið við ákveðin tilefni:
Þannig var að ég var svo heppinn að
skreppa með fjöl-
skyldunni minni
til Vestmanna-
eyja, þegarhaldið
var upp á að aldar-
fjórðungur var
liðinn frá því að
eldgosinu í
Heimaey lauk. I
Eyjum var mikið
Helgason um ciýr(-)jr 0g anjr
““““voru hjartanlega
samtaka um að skemmta sér hið besta.
Eg gekk um götur, fór inn í hin ýms-
ustu hús, sem stóðu opin með söng
og gleðskap, hitti marga, raulaði með
Arna Johnsen og spilaði á flautu með
öðrum. Svona gekk þetta allt til kl.
hálfsex að morgni laugardagsins 4.
júlí. Það var aðeins rigningarsuddi, en
við klæddum hann af okkur og hugs-
uðum til þess að gróðrinum veitti ekki
af vætunni.
ar sem ég var á leið heim í
svefnstað okkar fjölskyldunnar
að Ofanleiti, en þar höfðum við leigt
okkur lítið hús, hitti ég fólk, sem ég
kannaðist við. Eg rölti með því áleiðis,
upp með Hánni, á leið út á Hamar og
þá komst ég að því að ein konan í
hópnum var dótturdóttir hennar Ingi-
bjargar Ólafsdóttur frá Bólstaðarhlíð
í Vestmannaeyjum. Móðir mín var
mikil vinkona hennar Ingibjargar og
á efri hæðinni bjó ágætis manneskja,
sem vann lengi hjá foreldrum mínum
og bjó heima hjá okkur, þegar ég var
peyi. Mátti hún margt af mér þola
manneskjan sú. Þegar við, ég og
barnabarnið hennar Ingibjargar röbb-
uðum saman, þá sagði ég henni frá
því hvernig hún Ingibjörg amma
hennar hjálpaði mér yfir einhvern
þann erfiðasta hjalla, sem ég hef
klifið: Árið 1971,
þann 5. aprfl átti
ég 19 áraafmæli. Þá
um kvöldið var
Hafsteinn Björns-
son miðill með
skyggnilýsinga-
fund í Mennta-
skólanum í Reykja-
vík, þar sem ég
stundaði nám í 5.
bekk. Við fórum þrír
saman á fundinn,
við Arnþór bróðir
minn og Friðrik
Hjartar, sem gegnir
nú prestsembætti úti
á landi. Hátíðarsal-
urinn í M. R. var
troðfullur og stóðum við þremenn-
ingar í norðvesturhorni salarins, út við
glugga. Brátt fer Hafsteinn að lýsa
þeim, sem vildu ná sambandi. Það var
eins og margir kæmu í hornið til okkar
þremenninga og þekktum við marga.
Allt í einu fer Hafsteinn að lýsa fjöll-
um, og manni, sem var í björgunum.
Mér fannst ég kannast við lýsinguna
og allt í einu áttaði ég mig á að þetta
var sonur hennar Ingibjargar í Ból-
staðarhlíð, sem hrapaði að ég held í
Bjarnarey fyrir nokkrum árum. Eg gaf
mig fram. Þá segir Hafsteinn fyrir
hönd þess framliðna, sem mig rámar
í að hafi heitið Bjami Ólafur: “Skilaðu
kveðju til hennar mömmu,” og það
gætti viðkvæmni í málrómnum. Eg
lofaði því, fundurinn leið og daginn
eftir hélt ég ásamt Arnþóri heim til
Eyja í páskafrí. Eg sagði móður minni
frá því hvaða kveðju ég hafði verið
beðinn fyrir og hún hvatti mig ein-
dregið að heimsækja Ingibjörgu og
bera henni sonarkveðjuna, en mig
brast kjark.
Svo kom skírdagurinn 8. apríl. Það
var léttskýjað þann dag og við
Amþór ásamt foreldrum okkar fórum
í kvöldkaffi til elstabróður okkar. Fyrr
um kvöldið hafði faðir minn legið
hljóður í sófa og tuldrað fyrir munni
sér vísu, sem eftirfarandi saga fylgdi:
Það var víst bóndi í Þingeyjarsýsl-
unum, sem Helgi hét. Hann féll niður
í keldu sem kölluð var Helvíti, en
bjargaðist við illan leik. Vegna þessa
ortu sveitungar hans:
Að því enginn geri gys.
Guðs er mikill kraftur.
Helgi fór til helvítis,
en honum skaut upp aftur.
Síðustu tvær línurnar raulaði hann
fyrir munni sér.
egar við komum heim, rétt fyrir
hálftólf, gekk hver og einn til
sinna kvöldverka. Faðir minn stóð við
salemið og ég beið. Allt í einu fer hann
að hósta og kúgast. Eg spyr hvort
eitthvað sé að, en hann svaraði ekki.
Eg kalla á móður mína og hún kemur
strax og spyr hvort eitthvað sé að.
Hann reisir sig upp, fórnar höndum
og rekur upp óp og fellur í fang
hennar.
Eg ætla ekki að reyna að lýsa því
áfalli, sem við urðum fyrir. Sár
söknuður og tregi ásamt djúpri sorg
yfir föðurmissinum heltók mig. Á
föstudaginn langa, daginn eftir andlát
40