Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 5
Réttarstaða fatlaðra Einn af styrkþegum Sjóðs Odds Ólafssonar á liðnu vori var Lára Helga Sveinsdóttir þá lögfræðinemi, nú lögfræðingur, en hún lauk einmitt embættisprófi í lögfræði í júní sl. Lokaverkefni hennar til emb- ættisprófs var um réttarstöðu fatl- aðra, hin athyglis- verðasta ritgerð. I formála seg- ir Lára Helga Sveinsdóttir orðrétt: “Ein- kennandi fyrir þróun löggjafar á tuttugustu öldinni á þessu sviði er, að hún hefur breyst frá því að litið var á hinn fatlaða sem “óæðri” veru sem vegna líkamlegs eða andlegs atgervis var sviptur nán- ast öllum réttindum mannlegs sam- félags, til þess viðhorfs sem nú er ríkjandi að hinn fatlaði eigi jafnan rétt og aðrir.” Hér verður aðeins að kaflaheitum vikið sem til kynna gefa um hvað rit- gerð Láru Helgu fjallar í meginatrið- um. Varðandi lög og löggjöf þá rekur Lára Helga þróunina - löggjöf fyrr á öldum, löggjöf frá lokum “Jónsbókar- tímabils” 1782 til 1936 - löggjöf frá 1936-1979- lög um aðstoð við þroska- hefta og öryrkja 1979 og síðast lög um málefni fatlaðra 1983. Er það fróðleg lesning fyrir okkur nútímafólk sem kvörtum stundum um of út af of Hlerað í hornum Prestur einn mætti ölkærum manni alldrukknum en þann vantaði þó drykkjarföng. Þá sagði sá ölkæri: “Komdu nú fagnandi eins og Jesús Kristur. Nú þarf ég á þér að halda. Nú tekurðu mig rækilega til altaris”. Eiginmaðurinn var haldinn ólæknandi golfástríðu, á hverjum degi varð hann að fara á golfvöllinn og leika sínar 18 holur, sama hvernig á stóð. Og nú átti að fara að ferma hjá golfaranum og margt sem gera þurfti því mikið stóð til heima. Eiginkonan sá að golfarinn var alveg friðlaus og hvergi nærri með Ritgerð Láru Helgu Sveinsdóttur litlu. Hollt er að minnast réttleysis niðursetninganna og því þá ekki gleymt að þessi nú langt liðna öld átti einnig sína niðursetninga. Lára Helga minnir alveg sérstak- lega á þýðingu laganna um almanna- tryggingar eða alþýðutryggingar s.s. þær hétu 1936. Eins er gott að rifja upp hversu skammt er síðan lögin um fávitastofn- anir voru afnumin eða 1980 en hitt þá rifjað upp að margt var allgott í þeim lögum á þeirra tíma mælikvarða þrátt fyrir nafnið. / Iöðru lagi tjallar Lára Helga um þjóðréttarlegar skuldbindingar og stefnumörk og hina almennu jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þarna er m.a. minnt á hina ýmsu mannrétt- indasáttmála svo og alþjóðlegt sam- starf og samþykktir. Er þar vissulega minnt á fjölmörg atriði sem ættu að minna stjórnvöld á ótvíræðar skyldur sínar í þessum efnum. Þá er ítarlegur kafli um lögin um málefni fatlaðra og m.a. fjallað ræki- lega um hið svokallaða Sæbrautarmál. Við þessa umfjöllun Láru Helgu vaknar enn sú áleitna spurn þess sem í laganefnd ráðuneytis situr, hvort takast megi að yfirfæra með góðu móti öll mætagóð atriði þessara nú nær tveggja áratuga laga að stofni til, hugann við verkefni sín. Loks stundi hann upp: “Eg skal bara fara níu hol- ur,” og slapp með það. Hann stóð við orð sín, lék sínar níu holur og hélt svo heim. A leiðinni ókhann fram áunga stúlku í vandræðum, sprungið var á bfl hennar og hann vildi hjálpa henni en þá var ekkert varadekk. Hann ók svo ungu stúlkunni heim til að ná í varadekkið, en þá fór sem fór og inni í svefnherbergi hennar endaði leik- urinn. Heim kominn ákvað hann að segja konu sinni allt af létta, en hún hvessti á hann augun að frásögn lok- inni. “Vertu ekki að spinna svonaupp, segðu heldur satt og rétt frá, þú hefur sko leikið þínar 18 holur”. yfirfæra þau í lög um félagsþjónustu sveitarfélaga svo af verði betri löggjöf í heildina tekið. Lára Helga fjallar svo um önnur lög og reglugerðir sem á einhvern veg taka til fatlaðra og þá mest altæk lög um menntun, heil- brigðismál, atvinnumál og félagsmál, þar sem réttur hins fatlaðra á að vera tryggður. etta er í heild sinni afar vel unnin ritgerð og dýrmætt að geta á ein- um stað gengið að þessu efni öllu, þar sem svo skýr og góð grein er gerð fyrir öllu því helsta er meginmáli skiptir. Lára Helga hefur látið ganga frá ritgerð sinni í góðu bandi og geta þeir sem eignast vilja haft við hana sam- band eða þá okkur hér hjá Öryrkja- bandalaginu. Við skulum vona að Lára Helga hafi rétt fyrir sér í lokaorðum sínum eftir að hafa lagt á það áherslu að vel þurfi að vanda til undirbúnings yfir- færslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga: “Löggjöf um málefni fatlaðra er í sífelldri þróun og margt hefur áunnist á stuttum tíma. Breyt- ingar þær, sem í vændum eru, þ.e. flutningur málaflokksins til sveitar- félaganna, eru vafalítið enn eitt skref- ið í þá átt að tryggja fötluðum réttindi til jafns við aðra”. Ritgerðin er læsileg hið besta þrátt fyrir fjölmargar laga- og reglugerðar- tilvísanir og ber í heild sinni höfundi sínum hið besta vitni. Að henni er því fjarska góður fengur. H.S. Prestur einn var að flytja líkræðu og ræddi þá um börn hins látna, hversu gott heimili þau hefðu átt og sagði svo: “Þau vissu það börnin að þau gátu alltaf flúið í móðurfaðm eða föðurskaut”. Þó jarðarför væri munu menn hafa kímt. * * * * Kona ein hafði verið að spyrjast fyrir um skipakomu og sagðist svo frá: “Það er alveg makalaust með þetta skip. Það ber engum saman um það hvenær það sé væntanlegt. Einn segir eftir tvær vikur, annar eftir hálfan mánuð og sá þriðji segir eftir svona fjórtán daga. Eg veit svei mér ekki hverju ég á að trúa”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.