Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 41
hans, kom fullt af fólki. Hann var
kistulagður á laugardeginum eftir.
Þessa tvo daga var ekki hægt að fljúga
frá Eyjum, en á páskadag kom margt
manna úr Reykjavík, þar á meðal tvö
systkini mín og fjölskyldur þeirra.
Þann dag var ég friðlaus og tolldi ekki
við heima og sagði mömmu að mér
fyndist ég verða að fara til hennar
Ingibjargar í Bólstaðarhlíð og skila til
hennar kveðjunni. Mamma sagði að
ég skyldi endilega fara, ég hefði bara
gop af því.
Eg fór inn í Bólstaðarhlíð, kíkti inn
hjá Ingibjörgu, en þar var fullt
hús af fólki svo að ég fór upp á efri
hæðina og heimsótti vinkonu okkar,
sem hafði þolað mér margt í foreldra-
húsum. Þegar klukkan var um 6 að
kvöldi, gekk ég niður til Ingibjargar,
bankaði og gekk í gegnum eldhúsið
og inn í stofu. Eg bauð henni gott
kvöld og hún stóð upp með tveimur
hækjum sínum, slökkti á sjónvarpinu
og sagði mér að setjast andspænis sér.
Síðan tók hún um báðar hendur mínar
með sínum mjúku höndum og talaði
blíðlega við mig. Það var eins og um
mig streymdi ákveðinn friður frá
þessari góðu konu og mér varð hugar-
hægra. Eg hélt lengi í hendur henni á
meðan hún talaði og svo sagði ég
henni frá skyggnilýsingafundi Haf-
steins og skilaði kveðjunni frá honum
syni hennar. “Veistu Gísli minn’’,
sagði Ingibjörg. “Þú veist ekki hvað
þú gleður mig mikið. Mér finnst eins
og ég haldi í hendina á honum og hafi
fengið afmæliskveðjuna hans, ég á
nefnilega afmæli í dag”. Mig rak í
rogastans, hafði ekki hugmynd um
hvernig stóð á, en mikið þótti mér gott
að hafa skilað kveðjunni.
Allt þetta sagði ég barnabarni
Ingibjargar á meðan við gengum
í morgunsárið eftir götum Heimaeyj-
ar. Það er undarlegt eða hvað, hvernig
svona minningar leita á hugann, þegar
síst skyldi á gleðistundum eins og
þessari úti í Eyjum. En minningin um
hana Ingibjörgu fyllir mig angurværð
og ef mér líður illa, þá er eins og ég
finni hlýja handtakið hennar. Morgun-
inn eftir spurði ég strákinn minn litla
hver væri stærsta eyjan í Vestmanna-
eyjum. Og auðvitað svaraði hann:
“ísland”.
Kær kveðja
Gísli Helgason
Aðalbjörn Úlfarsson frá Vattarnesi:
Svolítil gamanmál
úr Homafirði
Aðfararorð: Á sumardögum fékk ritstjóri þessa sendingu frá
góðkunningja sínum sem er frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, en býr
nú og hefur lengi gert á Höfn í Hornafirði.
Á haustdögum gildir þessi góða kveðja einnig og er hér með birt. Ritstjóri
sendir Aðalbirni kæra kveðju og þökk fyrir sendinguna.
Fyrir að senda mér fréttabréfið
fá þú verður eitthvað gott.
Til þín núna tek ég skrefið
tel það samt ekki neitt flott.
Norðaustan kuldinn níst hér hefur
niðrundir það að vera frost.
Yfirhafnir hver að sér vefur
aumt er að búa við slíkan kost.
Virðist nú eitthvað vera að
breytast
veðráttan hallast suðrinu að.
Ýmsir við sjálft almættið heitast
enda fór þá að lagast það.
Arka menn kátir út um bæinn
enda er farin að sjást hér sól
brosa út í annað og blessa daginn
og búa sig undir sumarjól.
Þannig var nú þér að segja
þetta auma standið hér.
Bændurnir eru að byrja að heyja
og bátarnir sækja út um ver.
Frystihús í fullum gangi
fólkið slorugt upp fyrir haus.
Er nema von að aldraða langi
eitthvað, en þá er nú fjandinn
laus.
Fréttabréfið fær kannski góði
frá þér pláss fyrir þetta hér,
því sitthvað er hægt að segja í
ljóði
svona ef andinn leikur sér.
Svo botna ég þetta bara núna
best er að enda kveðskapinn.
Þjóðin blessi þig og frúna
því hún er gamall sveitungi
minn.
, Aðalbjörn Ulfarsson
Eftirman:
Ritstjóri bað Aðalbjörn um mynd af sér til birtingar með hans góðu
gamanmálum.
Með fylgdu þessar tvær stökur:
Frá mér vildir þú fá mynd
föstum eftir vana.
Væri það ekki voða synd
að vilja birta hana.
Gamalt hrukkótt greppitrýn
gengið allt úr skorðum.
Öll mér þykir ásýnd mín
öðruvísi en forðum.
A.Ú.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
41