Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 6
Arnþór Helgason, formaður Öryrkjabandalags íslands, á Austurvelli í desember 1986. Hrafn Sæmundsson hélt á gjallarhorni sem notað var til þess að bera þingheimi kröfur fatlaðra. raungildi lífeyrisgreiðslna almanna- trygginga hefur farið minnkandi. I stuttri grein eins og þessu rit- stjórarabbi verður að fara fljótt yfir sögu. Öryrkjabandalagið hefur á þeim fjórum áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess komið nærri fjöl- mörgum þjóðþrifamálum. Má þar nefna lög um endurhæfingu og stofn- un Endurhæfingarráðs sem skiptu sköpum um endurhæfingu fatlaðra hér á landi, lög um málefni fatlaðra og margvíslegt annað starf að lögum sem snerta með einum eða öðrum hætti þennan málaflokk. Öryrkja- bandalagið hefur ávallt haft á að skipa dugandi forystumönnum sem hafa óhikað gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir bættum hag fatlaðra. Samstarf við íjölmörg félög, stjórn- málaflokka og stjórnmálamenn hefur yfirleitt verið farsælt. Öryrkjabanda- lagið er nú í hópi ijölmennustu sam- taka þessa lands. Undirritaður átti þess ekki kost að taka þátt í baráttunni um 7 ára skeið. En á síðasta ári, þegar eftir því var leitað að ég tæki við framkvæmda- stjórn Öryrkjabandalagsins og rit- stjórn Fréttabréfsins var erfitt að standast þetta tilboð og hafa því afskiptin byrjað á ný. Hver er staðan? Síðastliðinn vetur var háð hörð orrahríð til þess að hrinda árásum stjórnvalda á kjör öryrkja. Stjórnvöld sáu til þess að ekki var að sinni farið að dómi Hæstaréttar en sóknin heldur áfram og nú hefur enn verið höfðað mál á hendur stjórnvöldum til þess að fá ákvæðum laga um endurgreiðslur, sem samþykkt voru á Alþingi 24. janúar síðastliðinn hnekkt. Það er bágt til þess að vita að Öryrkjabanda- lagið skuli þurfa að fara dómstóla- leiðina til þess að ná eyrum stjórn- valda. Aður fyrr átti bandalagið gott samstarf við forystumenn ríkisstjórn- arinnar en undanfarinn áratug er eins og skort hafi vilja af hálfu ráðamanna til þess að ræða ágreiningsmál þeirra og Öryrkjabandalagsins. Islenskir alþingismenn hafa um margt staðið sig vel við að hrinda í framkvæmd ýmsum velferðarmálum öryrkja og aldraðra. En brátt þurfa þeir að þvo af sér þann smánarblett að Islendingar verji lægra hlutfalli þjóðarframleiðslunnar til þessa málaflokks en þekkist á Norðurlönd- um. Hugsunarháttur stjórnmála- manna verður að breytast. Öryrkjar taka ekki lengur við ölmusu úr hendi stjórnvalda heldur krefjast þess að þeim séu búin þau lífskjör að þeir geti notið almennra gæða þjóðfélagsins. Með því að halda hópi fólks í hel- greipum fátæktar er honum refsað vegna fotlunar sinnar og ijölskyldum fatlaðra mismunað með ýmsum hætti. Væntanleg aðför stjórnvalda I atganginum fyrir lok síðasta haustþings unnu stjórnarliðar á Alþingi það afrek að svipta Framkvæmdasjóð fatlaðra lögbundn- um tekjustofni sínum og er því Framkvæmdasjóðurinn alfarið háður vilja Alþingis. Því var haldið fram að þessi tekjustofn skipti ekki lengur máli þar sem hann hefði ævinlega verið skertur og Alþingi stefndi að því að afnema sérstaklega markaða tekjustofna. Á sama tíma hafa tekjur Framkvæmdasjóðs aldraðra verið tryggðar og dettur fáum í hug að andæfa því. Alþingi veitti 235 millj. kr. til Framkvæmdasjóðs fatlaðra sem er innan við helmingur áætlaðra tekna Erfðafjársjóðs. Haft er eftir formanni sjóðsins að fjármagnsþörfin sé um 400 millj. kr. svo að hægt sé að standa við lágmarks skuldbindingar. Um þessar mundir berast þær frétt- ir að svæðisskrifstofum málefna fatl- aðra verði gert að spara 2% við næstu ijárlagagerð. Allt er þetta gert til þess að ríkissjóður skili sem mestum af- gangi. Á meðan uppsveifla efnahagslífs- ins var sem mest í lok aldarinnar var hert að öryrkjum. Nú þegar líkur benda til að hægt hafi á hagvexti verður enn látið sverfa til stáls gegn öryrkjum. Því má vænta þess að næsti vetur einkennist af harðri bar- áttu lýrir rétti fatlaðra. Barátta Öryrkjabandalagsins fyrir bættum hag öryrkja heldur áfram. Horfið hefur verið frá því að fara bónarveg að stjórnvöldum enda hefur hann litlu sem engu skilað á undan- förnum árum. Horfið hefur verið frá hræðslu smælingjans sem á sér ekki viðreisnar von. í staðinn hefur komið stefna bjartsýni og einurðar þess sem veit að hann er gjaldgengur þegn í íslensku samfélagi og getur og vill skila þjóðarbúinu sínum skerfi um leið og hann ætlast til þess að njóta til jafns við aðra ávaxtanna af efna- hagslegri hagsæld sem ríkir í landinu. Arnþór Helgason. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.